blaðið

Ulloq

blaðið - 17.08.2005, Qupperneq 4

blaðið - 17.08.2005, Qupperneq 4
Norrœnir umhverfisráðherrar Vilja efla umhverfisvæna tækni Norðurlöndin hyggjast efla sam- vinnu um að styðjaþróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni. Þetta kom fram á fundi umhverfisráðherra landanna í Grænlandi á dögunum. Áhersla verður m.a. lögð á tækni sem miðar að því að draga úr meng- un frá skipum, auka orkunýtni í byggingum og minnka neikvæð um- hverfisáhrif landbúnaðar. Einnig verður reynt að þróa efnahagslega hvata til að efla umhverfisvæna tækni. Umhverfisráðherrar landanna ræddu ennfremur samhengi um- hverfisverndar og baráttunnar gegn fátækt í heiminum. Álag á vistkerfi jarðar færi vaxandi og að bæta þyrfti umgengni mannkyns um þau ef þau eiga að geta staðið undir vax- andi neyslu og velferð þjóða heims. Frumvarp um rétt samkynhneigðra Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt tillaga forsætisráðherra um að samið verði eitt heildstætt frumvarp, svokallað bandorms- frumvarp, sem hefur það að mark- miði að jafna rétt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við samningu frumvarpsins á að taka á niðurstöð- um nefndar um réttarstöðu sam- kynhneigðra sem lauk störfum fyrir tæpu ári síðan. Nefndin klofnaði í tveimur mál- um, annars vegar afstöðu um ætt- leiðingar á erlendum börnum og hins vegar afstöðu um heimild fyr- ir tæknifrjóvgunum. Þ e i r semmæld- ust gegn því vís- uðu til þess að hags- Frá Hinsegin dögum, hátíö samkynhneigðra Tólf lögreglulið í samstarfs- verkefni í frétt Blaðsins 11. ágúst sl. var fjallað um samstarfsverkefni sam- gönguráðuneytis, ríkislögreglu- stjóra, Umferðarstofu og Vegagerð- arinnar, og sagt frá því að 1.560 ökumenn hafi verið stöðvaðir á þjóðvegum landsins þegar verkefn- ið er hálfnað. Af hálfu lögreglunnar koma eftirtalin 12 lögreglulið að þessu samstarfsverkefni, auk emb- ættis ríkislögreglustjóra: í Reykja- vík, Kópavogi, Borgarnesi, á Selfossi, Hvolsvelli, Akranesi, Hólmavík, í Búðardal, á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, og eru afskipti af ökumönnum, sem sagt var frá í fréttinni, afrakstur þeirra. ■ BlaÖiÖ/SteinarHugi munir barna af því að alast upp bæði með móður og föður vægi þyngra en réttur einstaklinga til að eignast börn. Helstu tillögur nefndarinnar: • Samkynhneigð pör geti fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu íslands • Lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttindi verði breytt svo þau taki einnig til sam- kynhneigðra. • Samkynhneigðum pörum í stað- festri samvist verði heimilað að frumættleiða íslensk börn • Sett verði lög til að sporna við mis- munun samkynhneigðra á vinnu- markaði. ■ Spá áframhaldandi hækkun stýrivaxta Hraðar hendur í hraðskák í gær þurfti heldur betur að hafa hraðar hendur þegar keppt var um heimsmeistaratitil í hraðskák tölvuforrita. Það voru höfundar forritanna sem sáu um að koma mönnunum um taflborðið en þeir höfðu í nógu að snúast þar sem tölv- urnar gátu hugsað millljónir leikja á hverri sekúndu. Mótið er hliðarskref frá þrettánda heimsmeistaramóti tölva „World Computer Chess Championship". Annað slíkt verður síðdegis á morg- un þegar keppt verður í Slembiskák Bobby Fischer. ■ loftkœling ■OrW ís-húsid 566 6000 Seðlabanki íslands hefur hækkað stýrivexti sína um fjögur prósent á síðustu 13 mánuðum. Á sama tíma hefur Seðlabanki Evrópu haldið sín- um vöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Munur stýrivaxta hér og á evrusvæðinu hefur því farið úr 3,5% í 7,5%. Þetta kom fram í Morg- unkorni íslandsbanka í gær. Þar seg- ir ennfremur að bankinn spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti upp í allt að 10% fyrir árslok, en þeir standa í 9,5% í dag. Á sama tíma er gert ráð fýrir óbreyttum stýrivöxt- um á evrusvæðinu, og því bendir allt til þess að munurinn á stýrivöxtum hér á landi og evrusvæðinu komi til með að aukast frekar á næstunni og að hann verði kominn í 8 prósentur um áramótin. Ennfremur gæti farið svo að munurinn fari jafnvel enn hærra á næsta ári. í Morgunkorninu er bent á að þetta komi skuldsettum landanum vel þar sem stærsti hluti erlendra skulda hans sé í skamm- tímalánum í evrum. ■ Bregöast við tíðum ránum Teknir verða í notkun tímalæstir ör- yggisskápar í apótekum Lyfju á næst- unni. Með því vilja forráðamenn fyrirtækisins bregðast við fjölgun rána og innbrota í verslanir Lyfju á undanförnum misserum. Umrædd- ir skápar eru alltaf læstir og eftir að stutt hefur verið á öryggisnúmer til að opna þá tekur það öryggiskerfi skápsins fyrirfram ákveðinn tíma að aftengja læsinguna og opna. Öll ávana- og fíknilyf verða geymd í um- ræddum skápum, en það eru þær lyfjategundir sem fíkniefnaneytend- ur hafa einkum sóst eftir við innbrot í apótek. Öryggisprófanir á vegum Lyfju sýna að það tekur lögreglu og öryggisverði Securitas að meðaltali tæpar 2 mínútur að mæta á staðinn þegar brotist er inn í fyrirtækið eða gerð er tilraun til ráns. Gert er ráð fyrir að opnunartími hinna nýju öryggisskápa verði nokkuð lengri en það. Forráðamenn Lyfju fullyrða engu að síður að þetta muni ekki tefja afgreiðslu af þeim lyfjum sem í skápunum verða geymd. 1 tilkynningu frá Lyfju um málið segir: „Með auknum öryggisráðstöfun- um vonast stjórnendur Lyfju til þess að fíkniefnaneytendur hugsi sig um tvisvar áður en þeir ráðist til atlögu í apótekunum því engin leið er að nálgast umrædd ávana- og fíknilyf fyrirvaralaust“. ■ Fyrlrfram ákveöinn tíma tekur að opna nýja öryggisskápa Lyfju Helmingi minni veiði í júlí en í sama mánuði í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í ný- liðnum júlímánuði var tæpleag 87 þúsund tonn. 1 sama mánuði í fyrra var aflinn hinsvegar tæp 172 þúsund tonn eða um 85 þúsund tonnum meiri afli. Enn- fremur minnkaði aflaverðmæti milli þessara mánaða verulega, eða um tæp 26%. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti fisk- aflans dregist saman um 1,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Lítil veiði á uppsjáv- artegundum Ef afli í einstökum flokkum er skoðaður kemur í ljós að botnfisksafli dróst saman um tæp 8 þúsund tonn milli ára. í júlí síðastliðnum var aflinn 30.400 tonn en var 38.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Skel- og krabbadýraafli var 1.800 tonn nú samanborið við 5.600 tonn í júlí í fyrra. Mestur samdrátt- ur er hinsvegar í afla uppsjáv- artegunda. í fyrra nam aflinn rúmum 125 þúsund tonnum en var aðeins tæp 52 þúsund tonn í nýliðnum júlímánuði. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2005 nem- ur 1.252.000 tonnum og er það 24.300 tonna meiri afli en á sama tímabili ársins 2004. iTrip verði löglegt Til skoðunar er hvort breyta eigi reglum um nýja notkun FM-hljóðvarpstíðna, svo hlusta megi á tónlist og annað efni úr t.d. MP3 spilurum í venjulegum FM-útvörpum. Búnaðurinn er seldur m.a. undir nafninu iTrip með iPod spilara Apple fyrirtækisins í Bandaríkjun- um. Hann gerir fólki kleift að tengja spilara við útvarpsvið- tæld t.d. í bílum og senda út á FM-tíðnum. Það er Evrópska samstarfsnefndin um íjar- skipti (ECC) sem fer yér málið. Undanfarið heíur búnaði sem þessum fjölgað ört hérlendis en um nokkurt skeið hefur slíkur búnaður verið seldur í Bandaríkjunum. Sala á honum er hins vegar bönnuð á evr- ópska efnahagssvæðinu. Vonir standa til þess að nýjar reglur verði samþykktar á næsta fundi ECC, sem haldinn verður í október næstkomandi. Gefst þá tækifæri fyrir framleiðendur að setja á markað löglegan CE- merktan búnað á EES-svæðinu. ■ ■ TILBOÐ 1 Alla virka daga HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 . ■ Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00-13.30 TILB0Ð 2 Alla daga vikunnar 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITAB0RÐINU gildirfrá 17.30 - 2100 Sðltún 3 Bæjarllnd 14-16 Tilboðln gllda ekki með heimsendingu S 562 9060 S 564 6111 mEKONC t h o i I e n s h matstofa flfc

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.