blaðið - 17.08.2005, Side 12
12 I NEYTENDUR
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 ! blaðiö
Hjálpar fólki að hjálpa sér sjálft
—Ráðgjafarstofa umfjármál heimilanna
Ráðgjafarstofa um fjármál
heimilanna er samstarfsverk-
efni fjórtán aðila, en félags-
málaráðuneytið ber ábyrgð
á rekstrinum. Aðrir eru m.a.
lánastofnanir, Reykjavíkur-
borg, íbúðalánasjóður, ASÍ,
BHM og BSRB, Rauði kross
fslands, Þjóðkirkjan, Samband
íslenskra sveitarfélaga og Lands-
samtök lífeyrissjóða. Auk þess
eru tveir styrktaraðilar, Kredit-
kort hf. og Samband íslenskra
tryggingarfélaga. Ráðgjafar-
stofan vinnur að því að leysa
greiðsluerfiðleika fólks með
ráðgjöf og veita fræðslu um fjár-
mál heimilanna til einstaklinga
og hópa. Ráðgjöfin er ókeypis
og einnig er hægt að hringja
og fá ráðgjöf gegnum síma frá
klukkan 9-12 og 13-15 alla virka
daga.
Þjónusta við landsbyggðina
Svæðisvinnumiðlun Vesturlands,
Akraneskaupstaður og Verkalýðs-
félag Akraness, Akureyrarkaup-
staður og Verkalýðs og sjómanna-
félag Keflavíkur og nágrennis
hafa undirritað þjónustusamning
við Ráðgjafarstofuna þannig að
fólk búsett á þessum stöðum get-
ur pantað sér viðtal við ráðgjafa á
fyrirfram ákveðnum dögum sem
kemur á staðinn. Auk þess hefur
þjónustusamningur verið gerður
við Kópavogsbæ. I fyrra var gerður
þjónustusamningur við Árborg.
Ásta Sigrún Helgadóttir er for-
stöðumaður Ráðgjafarstofunnar
og Elna Sigrún Sigurðardóttir er
einn af fjórum ráðgjöfum hennar,
en þrjár aðrar konur starfa sem
ráðgjafar á stofunni. Þær hafa
mikla reynslu af ráðgjöf, tvær
eru viðskiptafræðingar, ein er
hagfræðingur og ein er byggingar-
fræðingur.
Einstæðar mæður
stærsti hópurinn
.Stærsti einstaki hópurinn sem leit-
ar til Ráðgjafarstofunnar eru ein-
stæðar mæður. Síðan höfum við
líka verið að vekja athygli á því að
einhleypir karlmenn eru vaxandi
99.....................
Fjárhagsvandi er þó
ofthluti aföðrum
vandamálum segja
þær Elna og Ásta og oft
kemur fólk og vill ræða
vandann og komast
til botns í honum.
Sumir eru uppfullir
af sjálfsblekkingu á
meðan aðrir virkilega
vilja taka sig á.
hópur þó að hjón með börn sé
næststærsti hópurinn," segir Ásta.
Ásta og Elna segja umsóknum
hafa fækkað lítillega undanfarið
ár.
„Við sjáum ákveðið fylgi við
breytingar á lánareglum bank-
anna og vaxtakjörum. Við skoð-
um í hverjum mánuði umframeft-
irspurn og í dag er kannski ekki
nema vikubið á meðan áður fyrr
var fólk á biðlista viku eftir viku
og það komst aldrei inn, kannski
ekki fyrr en eftir mánaðabið. Bið-
in er versti óvinur vanskilamanns-
ins, það koma dráttarvextir og
annað ofan á það sem skuldað er.
Þetta er grundvöllur að því að
við höfum getað snúið okkur meira
að fræðslu og forvörnum sem er
mikilvægt í þessum málaflokki.
Við reynum að miðla reynslunni
sem myndast hér til almennings.
Þetta er í raun draumastaða Ráð-
gjafarstofunnar," segir Ásta en
þær Elna benda þó á að vegna auk-
innar þjónustu bankanna séu þær
þó að fá erfiðari mál þó að færri
séu. Fólk komi ekki fyrr en um
allt þrýtur til Ráðgjafarstofunnar.
Misjafnar aðstæður
Fjárhagsvandi er þó oft hluti af
öðrum vandamálum segja þær
Elna og Ásta og oft kemur fólk og
vill ræða vandann og komast til
Nýtf/og ferskt blað
á næsta blaðsölustað
Áskrift
586 8005
www.rit.is
botns í honum. Sumir eru uppfull-
ir af sjálfsblekkingu á meðan aðrir
virkilega vilja taka sig á.
„Það er grundvallaratriði að fólk
hafi vilja til að bæta ástandið. Við
erum í raun bara að hjálpa fólki
að hjálpa sér sjálft, við erum auð-
vitað engin kraftaverkastofnun,”
segir Ásta og Elna heldur áfram,
„Það er líka huglægt hvað fólk er til-
búið að gera. Sumir vilja skera nið-
ur símareikning og áskriftargjöld
á meðan aðrir segja slíkan niður-
skurð alls ekki koma til greina.“
Misstór vandi
Ásta segir það misjafnt hvenær
fólk upplifi það að það sé komið í
fjárhagsvanda.
„Einhver fer kannski einu sinni
yfir á heftinu og finnst það vera
stórmál á meðan annar skuldar
tuttugu milljónir en finnst það
bara allt í lagi. Það er mjög mis-
munandi hvenær og hvernig fólk
upplifir fjárhagsvanda,“ segir
hún.
Það eru ýmis ráð til þess að
koma í veg fyrir að lenda í fjár-
hagsvanda til að byrja með.
„Það er mikilvægt að staldra
alltaf við og hugsa áður en lán er
tekið eða skuldbreyting er gerð
á láni. Hefur heimilið bolmagn
til þess að borga þessi lán? Fólk
verður að átta sig á að þarna er
verið að skuldbinda sig, jafnvel
til marga ára. Svo er alltaf gott að
halda heimilisbókhald, halda öll-
um kvittunum til haga, setja þær
á pinna og skoða svo eftir mánuð-
inn. Er eitthvað sem hefði mátt
sleppa því að kaupa?" segir Elna.
Einfalt reikningsdæmi
Ásta bætir við að þetta sé í raun
bara einfalt reikningsdæmi.
„Ef maður lítur á þetta réttum
augum þá snýst þetta bara um
útgjöld og tekjur. Fólk er með X
tekjur og svo er auðvelt að reikna
út - séu útgjöldin meiri en tekj-
urnar sérstaklega til lengri tíma
er hættumerki á ferðinni.“.
Ásta og Elna segja stærsta hóp-
inn sem kemur til þeirra vera á
milli þrítugs og fertugs enda sé
það kannski eðlilegt - fólk er að
koma úr námi, er að borga upp
námslán og jafnvel kaupa sér fast-
eign.
Þegar ákveðið er að leita sér
Asta Sigrún Helgadóttir t.v. og Elna
Sigrún Sigurðardóttir t.h.
ráðgjafar hjá Ráðgjafarstofunni
tekur við einfalt ferli.
„Fólk pantar sér tima hjá ein-
um af ráðgjöfum okkar og þá fær
það senda umsókn. Það kemur
svo með umsóknina útfyllta þeg-
ar kemur að tímanum þeirra. Þá
er farið yfir umsóknina og geng-
ið úr skugga um að hún sé rétt
útfyllt. Fólk skrifar síðan undir
til að Ráðgjafarstofan fái heim-
ild til að afla sér upplýsinga um
skuldir og tekjur hjá viðkomandi
fyrirtækjum og stofnunum. Við
tökum okkur síðan um það bil
viku til að vinna umsóknina og
til að finna leiðir til að bæta stöð-
una hjá fólki. Þá þarf kannski að
skera niður útgjöld, breyta lán-
um og hagræða skuldum. Það er
síðan fólksins að vinna úr þeim
ráðum sem við gefum, þetta er
einnig verkfæri til að leita samn-
inga hjá lánardrottnum,“ segir
Elna.
katrin.bessadottir@vbl.is