blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 bla6ÍA íslenskur vodki á alþjóðamarkað Skoskir viskíframleiðendur með verksmiðju í Borgarnesi Reyka vodka, nýjasta skrautfjöðrin í hatt William Grant. Skoski viskíframleiðandinn Willi- am Grant & Sons, hefur hafist handa við að framleiða vodka i Borg- arnesi undir nafninu Reyka vodka. Reyka verður markaðssettur sem gæðavodki á mörkuðum í Bandaríkj- unum og Evrópu. fslenskt vatn, loft, jarðhiti og hraun gegna veigamiklu hlutverki í framleiðslu og markaðsstarfi á vodkanum. Það er Kristmar Ólafsson sem er yfirbrugg- meistari Reyka og hefur hann strangt eftirlit með þeim 1.980 lítrum sem framleiddir eru í hverju holli. Fimm sér- kenni sem tengj- ast fslandi verða sett á oddinn i markaðsstarf- inu. Hreint vatn úr Grábrókar- hrauni, hreint loft, notkun á jarðhita og ís- lensku hrauni ásamt svonefnd- um kopareimi sem er e i n n af fjórum sinnar tegundar í heimin- MCP uicrovht cntTinm rRönssiösÁi VIÐURKF.NKD ÞEKKING VFGURÞUNCT í rERILSKRÁNNí! „Ég hlakka til að takast á við skemmtileg og krefjandi störf á þessu sviði. Ég gefNTV skólanum og kennurum hans toppeinkunn!" Grétar Gíslason - Kerfisfræðingur NTV Mí imnrr CIRTIFIEO Með MCP námskeiðinu er markmiðið að nemendur öðlistfærni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows XP stýrikerfinu. Nemendur öðlast víðtækan skilning á netkerfum og læra að leysa vandamál sem að þeim snúa. Einnig er Windows 2003 Server kynntur. Að námskeiði loknu á nemandi að geta séð um rekstur minni eða meðalstórra tölvuneta. Námið undirbýr nemendur fyrir próf sem gefur gráðuna „Microsoft Certified Professional". Kvöldnámskeið Mán. og mið. 18 - 22 og lau. 8:30 -12:30 Byrjar 12. sept. og lýkur 22. okt. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS um. Smíði eimisins í Skot- landi kostaði tugi milljóna króna en sú fjárfesting er sögð skila sér í mun tær- ara vodka en hefðbundin suða getur gefið af sér. Gæðavodki William Grant & Sons er skoskt fjölskyldufyrirtæki og þekkt fyrir viskí- tegundirnar Glenf- iddich og Grant’s sem flestir þekkja. Fyrir- tækið hef- u r lengi h a f t hug á að færa kviarn- og hefja framleiðslu og sölu á vodka. Er þar eftir miklu að slægjast en sem dæmi má nefna að fjórða hver flaska af sterku áfengi sem seld er í Banda- ríkjunum inniheldur vodka auk þess sem sala á innfluttum vodka hefur tvöfaldast á síðustu sjö árum. Ástæður þess að Skotarnir velja Is- land sem framleiðsluland eru sagðar margþættar en hreinleiki íslenskrar náttúru skipti þar mestu máli. Vod- kinn fellur í hóp svokallaðra gæða- vodkategunda eða „premium vodka" en markaður fyrir slíka vöru fer ört vaxandi beggja vegna Atlantsála. Þeir neytendur sem kunna að meta gæðavodka eru reiðubúnir að greiða hærra verð en gera um leið kröfur um hreinleika og bragðgæði vörunn- ar. Mikil sala áflatskjám Stöðutákn á íslenskum heimilum Hefðbundin sjónvörp munu heyra sögunni til innan nokkurra missera. Á sama hátt og plötuspilarar þurftu að víkja fyrir geislaspilurum munu svokallaðir flatskjáir leysa hefðbund- in lampasjónvörp af hólmi á næst- unni. f gær sendi Sony ffá sér yfirlýs- ingu um að fyrirtækið muni einbeita sér að framleiðslu flatskjáa þar sem kafla í sögu hefðbundinna sjónvarpa sé lokið. Lampatækin á hraðri leið út Þessi ákvörðun kemur Ólafi Trausta- syni, sölumanni í sjónvarpsdeild Ex- pert ekki á óvart. „Þetta er ekkert skrítið því dæmið hér er gjörsamlega búið að snúast við. Fyrir hálfu ári síðan var það þannig að af hverjum tuttugu viðskiptavin- um sem vildu kaupa sjónvörp spurðu kannski þrír um flatskjái. Núna er hlutfallið akkúrat öfugt,“ segir Ólafur. Veigar Óskarsson, innkaupastjóri hjá Heimilistækjum tekur í sama streng. „Þróunin er búin að vera mjög hröð í þá átt að myndlampatækjum fækk- ar því hin tækin eru að ýta þeim út“. Vilja vera flottari en aðrir Bæði Ólafur og Veigar eru sammála um að flatskjáirnir séu um helmingi dýrari en hefðbundin sjónvörp, en það aftrar fólki ekki í að kaupa þá. f því sambandi benda þeir á að vegna þess hversu lítil eftirspurn er eftir hefðbundnum sjónvörpum hafi verð á þeim lækkað hratt að undanförnu. Það þýði að þrátt fyrir helmings verð- mun séu flatskjáirnir á svipuðu verði og hefðbundin sjónvörp voru fyrir ekki löngu síðan. „Ég geri hinsvegar ekki ráð fyrir að flatskjáirnir muni lækka mikið í verði á næstunni,“ segir Ólafur. Hann fullyrðir að í staðinn fyrir að einbeita sér að því að framleiða ódýrari tæki muni framleiðendur skoða leiðir til aðbætagæðiþeirra. Fullyrða má að nýr markaður hafi skapast með tilkomu flatskjáanna því fólk er ekki bara að kaupa ný tæki eftir að það gamla bilaði. „Þetta er oft spurning um að vera flottari en vinurinn, nágranninn eða aðrir í fjölskyldunni. Til að mynda var mikið selt af svona tækjum áður en enski boltinn hófst. Væntanlega hafa menn viljað geta boðið vinum og kunningjum í heimsókn til að horfa á boltann í nýja tækinú' segir Ólafur. o Heiðskírt 0 Léttskýjaö ^ Skýjaö £ Alskýjaö í'fc ! Rigning, litilsháttar VA Rlgnlng 9 » Súld * Snjökoma v^v Snjöél Amsterdam Barcelona Berlin Chlcago Frankturt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando 14 28 21 17 21 17 21 20 16 32 30 16 20 26 % 8° /// /// '/A / // Osló Paris Stokkhólmur 14 17 20 * o 1O;.0 /// / // Ámorgun Þórshöfn Vin 10 23 5° • Algarve 26 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 • O 00 (O o o 6° Dublin 17 Veðursíminn 902 0600 Glasgow 15 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.