blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 biaöiö
Ragga Ómars
MATREIÐSLUMEISTARA
Þá er það kjúklingur sem verður
málið í dag og ég ætla að gefa ykk-
ur nokkrar hugmyndir um hvernig
á að matreiða fuglinn. Mismunandi
er hvaða hluta af kjúklingnum fólk
er hrifið af en það virðast flestir vera
hrifnir af bringunum en ég persónu-
lega er hrifnastur af lærunum. Það
þarf að passa að bringurnar verði
ekki of þurrar. Þá er sniðugt að fylla
þær með einhverjum feitum og safa-
ríkum fyllingum eins og til dæmis
ostum, beikoni og sólþurrkuðum
tómötum svo að eitthvad sé nefnt.
Lærin þola meiri eldun og gott er að
nota þau í alls kyns pottrétti, steikja
eða baka inni í ofni og maður getur
gleymt sér yfir þeim án þess að hafa
áhyggjur. Ekki má gleyma því að
heilsteiktur fugl er alltaf góður og
gott er að fylla hann með svipuðum
fyllingum og kalkúnar eru fylltir
með. Hér kemur ein mögnuð upp-
skrift af fylltum kjúklingabringum:
Fyrir 4
4 stk kjúklingabringur
4 msk feta ostur
2 msk saxaðir sólþurrkaðir tómatar
í msk söxuð steinselja
salt og pipar
Aðferð:
Gerið gat í gegnum bringuna lang-
sum með sleifarskafti. Blandið feta-
osti, tómötum og steinselju saman
og fyllið í gatið á bringunni með
ostablöndunni.
Steikið bringurnar á heitri pönnu
í olíu í c.a. 2 mínútur á hvorri hlið.
Kryddið með salti og pipar og eldið
í 16 mínútur í 170 gráðu heitum ofni.
Látið bringurnar standa í 5 mínútur
áður en þið skerið þær niður. Borið
fram með góðu salati og hvítlauks-
sýrðum rjóma.
Kveðja Raggi
Blaðið kynnir:
Nýtt hágœðavin i kössum
Geymlst í 45 daga eftir opnun
Robertson Cabernet
Sauvignon, rauðvin
Robertson Winery - Robertson - S.-Afríka.
Þægileg og aðgengileg Cabernet-vín hafa rutt sér til rúms. Cabernet
Sauvignon frá Robertson hefur þessi einkenni. Vínið er dökkt og mjúkt,
með talsvert miklu bláberjabragði, sem gefur víninu skemmtilegan
ávaxtakeim.
Vínið er þroskað í sjö mánuði á franskri eik. Vínið er talið mjög góð kaup
í mörgum fagritum. Það er mjög góður kostur með íslenska lambinu.
Frábær kostur í útileguna - sannkallað sumarvín.
Verð: 3690
Robertson
Chardonnay, hvítvín
Robertson Winery - Robertson - S. Afríka.
Sérstaða Chardonnay-vína er sú að þrúgan er ræktuð hátt í fjaUshlíðum
og gefur það víninu mikinn ferskleika og fyllingu. Vínið hefur mjög mikið
bragð af melónu og keim af lime. Það er mjög kremað, með talsverðan keim
af hnetum sem kemur frá eik. 20% af víninu eru gerjuð í tunnum og eftir
gerjunerþað þroskað í nýrri franskri eik. Þetta gefur víninu mikinn karakter
og ágæta fyllingu. Eins og önnur vín frá Robertson er vínið hreint og tært
með stutta endingu. Vínið er mjög gott með laxi, almennum fiskréttum og
jafnvel Thai-mat og svínakjöti. Drekkið vel kælt!
Verð: 3490
Chablis svæðið
í Búrgundí
Eitt merkilegasta hvítvínssvæðið í
Búrgundí er án efa Chablis svæðið.
Það er íslendingum ekki ókunnugt
en eitt vinsælasta vínið í Á.T.V.R. til
fjölda ára Thorin Petite Chablis hvít-
vín sást á mörgum borðum á stórhátíð-
um hér áður fyrr, áður en vínbyltingin
fór af stað. Þó gefur Thorin vinið alls
ekki til kynna þau gæði sem frá Cha-
blis geta komið.
Hvað er það sem gerir Chablis eitt
besta hvítvínssvæði veraldar?
Svarið er ekki eins flókið og menn
halda. Það eru þrjú atriði; veðurfarið,
vínþrúgan og jarðvegurinn. Eins og
mörg hvítvín, er Chablis framleitt úr
hinni heimsfrægu Chardonnay vín-
þrúgu en stærsti munurinn er sá að
á meðan flest lönd eru ennþá að leita
að besta vínræktunarsvæðinu fyrir
Chardonnay þá eru vínbændur í Cha-
blis fyrir löngu búnir að finna það og
jarðveginn þar sem Chardonnay dafn-
ar best. Það eru í raun þrenns konar
jarðvegstegundir sem henta Chard-
onnay þrúgunni, þær eru; leir, kalk-
steinn og Kimmeridgian. Allar þrjár
jarðvegstegundirnar eru mjög góðar
og láta rætur vínþrúgunnar virkilega
vinna til að komast í vatn og þar af
leiðandi fá vínberin ákveðin bragðein-
kenni frá hverri jarðvegstegund. Þó að
allar þrjár jarðvegstegundirnar gefi af
sér gott vín þá eru menn sammála um
að svæðin með Kimmeridgian eru
bestu svæðin.
Veðurfar í Chablis er kallað Contin-
ental Climate, sem þýðir að það er kalt
á veturna og heitt á sumrin. Þetta veð-
urfar getur þýtt að frost getur mynd-
ast á vorin og skemmt vínviðinn svo
vínbændurnir eru ávallt á varðbergi
á vorin. En þegar best lætur og sumr-
in eru góð, með nægum hita, sól og
hæfilega mikilh rigningu, þannig að
vínþrúgan hreinlega blómstrar, er
varla hægt að búa til betra vín en Cha-
blis. Það eru fjórir gæðaflokkar í Cha-
blis sem skipta okkur máli, AC Petite
Chablis, AC Chablis, AC Premier Cru
Chablis og AC Grand Cru Chablis. AC
Petite Chablis er lægsti gæðaflokkur-
inn. Vínin í þeim flokki mega koma
frá hvaða svæðum sem er í Chablis
og mega líka vera blanda frá mismun-
andi svæðum, en þurfa að uppfylla lág-
marks AOC gæða kröfur þ.e. að vera
úr sömu uppskeru, lágmarks alkóhól
innihald o.s.frv. AC Chablis gerir að-
eins meiri kröfur til vínsins. Premier
Cru er vín sem kemur frá ákveðnum
svæðum í Chablis sem eru talin betri
en venjuleg AC svæði. Til eru 40 slík
svæði en í raun eru bara 12 sem skera
sig úr. Grand Cru eru án efa bestu
svæðin í Chablis og svo miklar kröfur
eru gerðar til Grand Cru vína að bara
7 svæði mega vera kölluð Grand Cru.
Þau svæði eru Les Vaudesirs, Valmur,
Bougros, Les Grenouilles, Les Preuses,
Les Clos og Les Blanchots. Öll Grand
Cru vin bera nafn sitt af svæðunum
sem þau koma frá á flöskunni. Grand
Cru vín eru dýr en gæðin eru svo góð
að í bestu árgöngum getur vínið þrosk-
ast og batnað í allt að 10 til 30 ár.
Varist eftirlíkingar
Vegna þess hversu frægt nafnið Cha-
blis er, hafa vínframleiðendur frá öðr-
um löndum notað nafnið til að mark-
aðssetja vínið sitt. Því miður er þetta
mjög algengt í Bandaríkjunum, og
jafnvel virtir vínframleiðendur, hafa
gert þetta til að selja ódýra vínið sitt!
Ef það stendur Chablis á flöskunni en
vínið er framleitt í Bandaríkjunum
þá er þetta ekki ekta Chablis, heldur
mjög slöpp eftirlíking, yfirleitt ekki
einu sinni framleitt úr Chardonnay
vínþrúgum. Skynsemin segir okkur
að forðast slík vín.
WWW.SMAKKARINN.IS