blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöið blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. STYRKJUM LANDBÚNAÐ AFNEMUM STYRKINA Eins og fram kemur á fréttasíðum Blaðsins í dag er opinber stuðning- ur við landbúnað hvergi á byggðu bóli meiri en hér á tslandi. Það ætti því að vera hverjum manni tilefni til þess að spyrja fyrir hver ósköp- in sé verið að borga og til hvers. 1 framhaldinu mætti svo spyrja hvers vegna sé ekki fyrir lifandis löngu búið að leggja þessa dauðans dellu af. Tilraunin um íslenskan landbúnað sem félagslegt kerfi hefur staðið yfir svo áratugum skiptir, en árangurinn hefur vægast sagt látið á sér standa. Það, sem þó er verra, er að ekkert bendir til þess að hagur bænda hafi styrkst með þeim hætti að þeir geti staðið á eigin fótum. Að þeir verði landstólp- ar i stað beiningamanna. Eða hvað annað má kalla þá þegar stuðningur við landbúnað nemur um 140% af verðmæti afurðanna? Þegar við verjum 7.726.000.000 krónum í beina ríkisstyrki vegna búvöruframleiðslu? Mjólk er góð, en ekki svo góð. Vitaskuld má fallast á þær mótbárur að tsland sé harðbýlt land, en það eru engin rök fyrir styrkjakerfi því, sem er við það að ganga endanlega af íslenskum landbúnaði dauðum. Eða ætti að styrkja bændur meira og meira eftir því sem þeim hugkvæmdist vonlausari búskapur? En þetta er ekki allt vonlaust. tslenskir bændur eru harðduglegir, eng- ir þekkja landið og kosti þess betur og sumar landbúnaðarafurðir bera af öllum öðrum í víðri veröld. Það er kerfið, sem er vonlaust, og það er löngu tímabært að henda því út í hafsauga. Ný-Sjálendingar stóðu í svipuðum sporum fyrir liðlega 20 árum þegar landbúnaðarráðherra þeirra dró andann djúpt og tilkynnti að nóg væri komið, þaðan í frá yrðu bændur að standa á eigin fótum. Eftir fyrirsjáan- legt ramakvein var nær allur opinber stuðningur við bændur afnuminn og það tók aðeins nokkur ár, en tíminn var fyrst og fremst notaður til þess að gefa bændum færi á að aðlaga sig breyttum aðstæðum og taka upp svipaða rekstrarhætti og tíðkuðust í öðrum greinum. Nú nema opinberir styrkir við landbúnað þar í landi innan við 1% tekna bænda. Vart þarf að orðlengja það að landbúnaður á Nýja Sjálandi er með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Landið raunar orðið landbúnaðarstórveldi og þorri útflutningstekna lands- ins verður til í þeim geira. Landbúnaður líkt og aðrar atvinnugreinar þrífst best þegar hann er los- aður undan ofvernd og innflutningshöftum, ríkisafskiptum og reglugerðar- fargani. Því skal ekki haldið fram að slík umskipti yrðu bændum auðveld, en þau yrðu örugglega auðveldari en núverandi hlutskipti. Mjólk er góð, en hún verður enn betri þegar hún er framleidd með óskir neytenda fremur en alþingismanna í huga. Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsimi: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. GRUNNNAM I PHOTOSHOP Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hvernig hægt er að nota þetta magnaða forrit til eftirvinnslu og lagfæringar stafrænna mynda úr myndavélum eða skönnum. Áhugavert og skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. ■ Kvöldnámskeið Mánud. og miðvikud. frá 18-22. og einn laugardag frá 8:30-12:30 Byrjar 5. sept. og lýkur 14. sept. ■ Morgunnámskeið Mán. og mið. frá 8:30-12:30. Byrjar 12. sept. og lýkur 26. sept. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS 16 i ÁLIT Tvíhöfðar í Borgarstjórn Halldór B. Þorbergsson Það er segin saga að það segi ekki af einum. í íslensk- um stjórnmálum er það regla frekar en undantekning að menn reyna að ota sínum tota á sem flestum stöð- um. Kannski er það ekkert skrítið: lungi allra stjórn- málamanna kom á þing með keim- líkan bakgrunn. Ferillinn hófst jafn- an á stólauppröðun á flokksfundum uns menn klifruðu hægt og rólega upp flokkstigana og lögðu sig í fram- króka við að stoppa stuttlega við á öllum réttu stöðunum - og umfram allt: pössuðu sig á að styggja enga! Sökum þessa er því miður einsleitt um að litast á Austurvelli. Það kem- ur því kannski fáum á óvart, að eft- ir að einn þingmaður lagði á vaðið og tók sæti í borgarstjórn samhliða þingstörfum sínum hafi hersing- in tygjað klárinn. Niðurstaðan: jú, fjöldi þingmanna er orðaður við sæti á framboðslistum flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hvatar stjórna aðgerðum manna - flóknara er það ekki. Þetta er svo sem ekkert mín speki, en er ágæt engu að síður, enda hafa menn feng- ið eins og eitt stykki Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir þessa einföldu rök- hugsun. Friedman orðaði það samt örugglega best þegar hann benti á að ef þú tekur peninga af þeim sem vilja vinna til að borga þeim sem sitja auðum höndum - surprise, sur- prise! - þá muni atvinnuleysi aukast! Nei, segja sumir - hvatar hafa eng- in áhrif! Jæja, spyrjið Svía: á degi hverjum tilkynna 300.000 manns veikindaforföll í landinu. Hvers vegna, eru Sviar kannski heilsuveilli en aðrir? Nei, rúmar reglur um veik- indadaga eru mönnum hvati til að sitja heima. Kæru lesendur - kyrj- um nú öll saman í kór! - hvatar hafa nefnilega áhrif á hegðan manna. Líka stjórnmálamanna. Laun alþingismanna hafa gjarna verið bitbein. Sumum þykja þau of lág og það sé ástæða þess að hækka 99......................... Peningar eru nefnilega besti hvati sem til er þau. Gott og vel, það er önnur um- ræða. Sumir þingmenn drýgja samt tekjurnar: fara á sjó, sitja í bankaráði Seðlabankans - eða slá þessu bara upp í kæruleysi, fá sér sjúss, fara á ball á Austurlandi, trylla lýðinn og skora 3ja stiga körfu á eigin vallarhelmingi. Enn aðrir setjast í borgar- stjórn samhliða þingstörfum. Bökkum aðeins. Er það skilningur lesenda á gangvirki vinnumarkaðar að menn geti almennt gegnt tveimur dagvinnum án þess að annað starfið sitji á hakanum? Varla! Eða eru þing- menn kannski svo rosalega uppfull- ir af sjálfum sér að þeir telji að hálfir starfskraftar þeirra séu verðmætari en full atorka flokkssystkina þeirra? Eða - og ræðum nú aðeins um hvata! - eru þingmenn virkilega að sækja í borgarráð til að drýgja tekjurnar? Kannski. Peningar eru nefnilega besti hvati sem til er. Þeir eru i senn smurolían, nítróið og spoilerkittið á markaðshag- kerfinu - og hvers vegna ættu þeir ekki að setja mark sitt á stjórnmál eins og alla aðra kima þjóðfélagsins? Auðvitað vinna menn vonandi ánægj - unnar og atorkunnar vegna - þing- menn líka! - en fáir myndu hins vegar mæta til vinnu efviðurkenning- arskjal leysti launaumslagið afhólmi. Við hljótum að vona að þingmenn sýni ícjósendum þá lágmarksvirð- ingu að sinna dagvinnu sinni af fullu kappi og hverfa frá þeirri hugmynd að sitja í borgarráði sam- hliða þingsetu. Annað ætti að úti- loka hitt. Láti þeir sér ekki segjast sýna þeir kjósendum, samstarfs- mönnum sínum á þingi - og um- fram allt vinnandi fólki í landinu meiri vanvirðingu en orð fá lýst. Einhverjir þingmenn munu samt áreiðanlega freistast til að tvöfalda launaumslagið og setjast í borgar- stjórn. Hvatinn er einfaldlega of sterkur. En munið: um leið læðist sá grunur að okkur, að ekki sé um nauðsynlega hlekki í flokkskeðjun- um að ræða - heldur týnda hlekki sem hafa of lengi verið bundnir á klafa flokkanna. Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfrœðingur Hugsum vel um aldraða Málefni eldri borgara fá sjaldan þann hljómgrunn sem þau eiga skil- ið og sum svið sem skipta aldr- aða mjög miklu liggja í þagnargildi. Ágúst Ó. Agústsson ar vanheilsu og aukaverkana lyfja- meðferðar. Dvöl á hjúkrunarheimil- um getur haft ýmis andleg áhrif á viðkomandi þar sem einstaklingur stendur skyndilega frammi fyrir því að búa við nýjar og aðrar aðstæður í nánu samneyti við nýtt og ókunn- ugt fólk. w Einn þessara mála- flokka er geðheilbrigðisþjónusta og þunglyndi meðal eldri borgara. Ýmsir sérfræðingar, s.s. sviðstjórar á Landsspítalanum og geðlæknar, hafa nýverið bent á þörfina í þess- um málaflokki. Ég hef tvisvar sinnum lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á þunglyndi meðal eldri borgara þar sem m.a. átti að skoða umfang vandans, orsakir og afleiðingar, sem og forvarnir. í þing- málinu var einnig bent á að engin stofnun innan heilbrigðisgeirans hér á landi fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. í bæði skiptin hefur þingmálið verið svæft í meðförum stjórnarmeirihluta Al- þingis. Sérstaða þunglyndis eldri borgara Samkvæmt skýrslum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) er þunglyndi einn erfiðasti og dýr- asti sjúkdómur mannkyns. Á Is- landi er talið að um 12.000-15.000 manns þjáist af þunglyndi. Þung- lyndi meðal eldri borgara getur haft margs konar sérstöðu sem ber að taka tillit til. Þunglyndi meðal aldraðra getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missir maka eftir langt hjóna- band, einmanaleiki, verkefnaleysi, óvirkni, hreyfingarleysi, missir sjálf- stæðis, fjárhagsáhyggjur, félagsleg einangrun og jafnvel lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðr- um hópum. Sömuleiðis geta mörg einkenni þunglyndis verið álitin eðlilegur fylgifiskur öldrunar og skörun getur verið á milli likamlegr- Engin öldrunargeðdeild hér á landi Það er því brýn þörf á að rann- saka sérstaklega þunglyndi meðal eldri borgara. Með greiningu á þunglyndi eldri borgara má auka þekkingu á þunglyndi meðal þessa fólks í þeirri von að draga megi úr tíðni þess, gera meðferð skilvirkari og fækka sjálfsvígum. Gott starf hefur vissulega verið unn- ið hér á landi í tengslum við þung- Iyndi og má þar nefna fræðsluverk- efni Landlæknis sem kallast Þjóð gegn þunglyndi og starf Geðræktar. Sömuleiðis hafa margir öldrunargeð- læknar og aðrar stéttir unnið feiki- lega gott starf á þessu sviði. Erlendis má finna sérstakar geð- deildir fyrir aldraða og heilsugæslu- þjónustu fyrir aldraða með geðræn vandamál. Miðað við stöðuna í Nor- egi ættu tvær slíkar stofnanir að vera hér á landi. Nú er hins vegar engin sérstök öldrunargeðdeild starfrækt á íslandi. Á Landsspítala-Landakoti væri hægt að búa til sérstaka öldrun- argeðdeild án mikils kostnaðar þar sem margt fagfólk starfar nú þegar. Sjálfsvíg meðal eldri borgara Mikilvægt er að skoða tíðni sjálfs- víga og sjálfsvígstilrauna meðal eldri borgara, en að sjálfsögðu ber að nálgast slíkt af mikilli varúð og nærgætni. Sjálfsvíg meðal eldri borg- ara hafa lengi verið feimnismál hér á landi eins og víða annars staðar. Sumir telja að sjálfsvígstíðni meðal aldraðra sé hærri en opinberar töl- ur segja til um. Viða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, er sjálfsmorðstiðni hæst á meðal karlmanna sem eru eldri en 85 ára. Það er því nauðsyn- legt að meta umfang þessa vanda til að geta brugðist við honum og spornað gegn þessari vá. Lykilat- riðið er að greina vandamálið svo að hægt sé að bregðast rétt við því. I ljósi mikillar notkunar á geð- og þunglyndislyfjum er nauðsynlegt að bregðast við þunglyndi með öll- um tiltækum leiðum. Tilhneigingin hefur verið að leysa þennan vanda meðal eldri borgara með lyfjagjöf í stað annarrar meðferðar. Það þarf einnig að huga að annars konar með- ferð samhliða lyfjameðferð eða í stað hennar, t.d. með því að auka félags- lega ráðgjöf og auðvelda heimsóknir til öldrunarlækna og sálfræðinga á heilsugæslustöðvum. Sömuleiðis getur aukin hreyfing og aðstaða til hreyfingar verið skynsamleg leið til að sporna gegn þunglyndi. Mik- ilvægt er að tryggja aðkomu ólíkra stétta að þessum vanda og rótum hans sem geta verið svo margslungn- ar. Hætta á meiriháttar heilbrigðis vandamáli Allflestir fagaðilar sem gáfu umsögn með þessu þingmáli voru sammála um að þörf væri á rannsóknum á þunglyndi meðal eldri borgara og fögnuðu tillögunni. Má þar nefna Landlækni, stjórn Samtakaheilbrigð- isstétta, Félag eldri borgara, Lækna- ráð og Öldrunarfræðafélag íslands. Eldri borgurum fjölgar sífellt en til ársins 2010 mun landsmönnum 65 ára og eldri fjölga um 11% og lands- mönnum 80 ára og eldri fjölga um 29%. Hætt er við að þunglyndi meðal eldri borgara verði að meiri háttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugð- ist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyr- ir, er brýnt verkefni og ætti að hrinda i framkvæmd sem fyrst. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki á ekki að vera eðlilegur fylgifiskur efri áranna. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.