blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaðió Leikrit Elisabetar fœr góðar viðtökur i New York Leikrit Elísabetar Jökulsdóttur, The Secret Face, í leikstjórn Stein- unnar Knútsdóttur var sýnt á leiklistarhátíð HERE Arts Center í Manhattan hinn 4. og 5. ágúst síðastliðinn. Húsfyllir var á báð- um sýningunum. „Viðtökur voru hreint frábær- ar“, segir Pálína Jónsdóttir sem fer með eina hlutverkið í leikrit- inu. „Ameríkönum fannst verkið sniðugt og fyndið á meðan íslend- ingum finnst það dramatískt. Við- brögðin við verkinu voru léttari en heima á Islandi og það var skemmtilegt því upphaflega var leikritið skrifað sem gamanverk með háalvarlegum undirtón. Ég held að ibúar New York hafi með- tekið leikritið eins og höfundur- inn sá það fyrir sér.“ The Secret Face fjallar um ást- fangna konu sem reynir að ná at- hygli heimspressunar en tekst það illa þar sem heimspressan er upp- tekin af írak og ástarsambandi Angelinu Jolie og Brad Pitt. Til að reyna að vekja athygli á sér bregð- ur ástfangna konan á það ráð að jarða sig á tólf mismunandi vegu í leit að eigin sjálfi. LeikkonaThe Secret Face, Pá- lína Jónsdóttir á Times Square ÍNewYork. íslandsmót í kranastjórnun Opið hús - Mikið úrval af tækjum til sýnis Gáma- og stálgrindarhús Skæra- og spjótlyftur Rafstöðvar Vinnuvélar Steypumót Kranar Þaö er von okkar að þið sjáið ykkur fært um að mæta og sjá bestu krana- menn landsins keppa ásamt því að skoða úrvalið sem Merkúr er með af vélum og tækjum. Á föstudag og laugardag verður starfsfólk Merkúr með fullt af spennandi tilboðum í gangi. Ný byggingaieiga verður með kynningu. Kynningin verður haldin að Bæjarflöt 4 Grafarvogi, föstudaginn 26. ágúst frá kl. 08.00 - 17.00 og laugardaginn 27. ágúst frá kl. 10.00 - 14.00. Nánari upplýsingar má finna á www.merkur.is Nýtt leikrit trá Mike Leigh Breski leikstjórinn Mike Leigh hef- ur skrifað leikrit fyrir The National Theater í London. Þetta er fyrsta leikrit Leigh í tólf ár en hann er meðal annars höfundur leikritsins Abigail’s Party og kvikmyndarinn- ar Veru Drake. Þetta nýja leikrit hefur ekki enn hlotið titil og enginn veit um hvað það fjallar, það er að segja enginn nema Leigh og leikhóp- ur hans. Sýningar hefjast í byrjun næsta mánaðar og 16.000 miðar hafa selst í forsölu. Á auglýsingaskilti fyrir leikritið er svart hvít mynd af pálmatré og í bakgrunni sést eyðimörk. Einhverj- ir telja líklegt að leikrit Leigh fjalli um Iraksstríðið en þær vangaveltur byggjast eingöngu á myndinni á auglýsingaskiltinu. Leigh er harð- ur andstæðingur stríðsrekstursins í írak. Hjá National Theater segjast menn ekkert vita um efni verksins en segja að Leigh og leikhópurinn hafi verið við æfingar síðustu fjóra mánuði. Mike Leigh. Eftir tólf ár sendir hann frá sér nýtt leikrit sem kann að fjalla um Iraksstríðið. Metsölulistinn Dönsk-isl Jisl.-dönsk orðabók Orðabókaútgáfan fsl.- dönsk/dönsk isl. vasaorðabók Halldóra Jónsdóttir-ritstjón 3. Grafðrþogn - kilja Arnaldur Indriðason Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók Orðabókaútgáfan Dönsk-fslensk skólaorðabók Halldóra Jónsdóttir - ritstjóri 6 Móðir f hjáverkum - kilja Allison Pearsont 7 Bóksalinn í Kabúl - kilja ' ÁsneSeientad „ Sjálfstaettfólk-kilja ' Halldór Laxness Spænsk-isiy/sl.-spænsk orðabók ' Orðabókaútgáfan ^ U Gamla góða Kaupmannahöfn Guðlaugur Arason

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.