blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 18
18 I NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöið Hœgt að komast á netið nánast alls staðar í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er gífurlegur er það sífellt mikilvægara að geta verið í sambandi og jafnvel unnið hvar sem er, hvort sem það er í flugvél, í verslunarmiðstöðvum eða í bílnum. Einnig hefur kaffihúsa- menningin breyst og það er ekki óalgengt að sjá fólk með fartölvur á kaffihúsum. Þráðlaus staðarnet bjóða upp á aukinn sveigjanleika í starfsum- hverfi þar sem með þeim er hægt að tengjast inn á netið hvar sem menn eru staddir. Slíkir staðir ganga und- ir nafninu heitir reitir. Heitur reitur gerir gestum með fartölvur mögu- legt að vafra um á internetinu, sýsla með tölvupóst og miðla gögnum sín á milli án endurgjalds í verslunar- miðstöðinni. Stærsta þráðlausa net- svæði landsins fyrir almenning var opnað í gær í verslunarmiðstöðinni Kringlunni af OgVodafone. Þráð- lausa netsvæðið nær um almenn svæði og á veitingahús Kringlunnar eða í kringum 20 þúsund fermetra. Þjónustan er gestum verslunarmið- stöðvarinnar að kostnaðarlausu. Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð- in hér á landi til þess að taka slíka þjónustu í notkun. Heitur reitur Viðskiptavinir OgVodofone geta því komist þráðlaust á internetið, hvort sem það er á Stjörnutorgi, á kaffihús- um eða á opnum svæðum. Síminn býður einnig aðgang að þráðlausu Interneti á almenningsstöðum eins og hótelum, verslunarmiðstöðvum, kaffihúsum og ráðstefnustöðum. Heitir reitir eru víðs vegar um höf- uðborgarsvæðið og út á landi. Sem dæmi má nefna Café Cultura, Kaffi Roma, Akureyrarflugvöllur, Te og Kaffi, Smáralind, Súfistinn Hafnar- firði, Borgarleikhúsið, Bakarameist- arinn, Stúdentakjallarinn, Bláa Lón- ið og Hótel Keflavík. svanhvit@vbl.is Y 1880 er ^ upplýsingasimi sem hjálpar þér aö finna út þaó sem þú þarft i að vita! 1880 W er leitarvél i sima! ~ Hvar sem þú ert, hvað 1 sem þig vantar, viö finnum það fyrir þíg! Hvar er tjaldstæöi? Hvar er sundlaug? Hvar er hægt að fá Ts? Hvar er l hægt að veiöa? Hvaði er Hekla há? Ertu búin að gleyma hvað er í pönnukökum? ? Upplýsinganúmerið 1880 veit allt! Hættu að vandræðast með þetta hringdu í 1880! Kaupœði er vaxandi sjúkdómur Flestir þekkja tilfinninguna sem streymir um líkamann þegar eitthvað er keypt og vellíðanin sem fylgir í kjölfar kaupanna. Oft er þetta hlutur sem manni fannst maður þurfa að eignast en stuttu eftir að hann er kominn í hend- urnar þá gleymist af hverju hann var svona nauðsynlegur. Þeir sem lenda í þessu ítrekað gætu þjást af kaupæði. Kaupæði er nýr sjúkdómur í samfélaginu og konur þjást helst af honum. Konurnar kaupa helst skó, skartgripi, geisladiska, föt og förð- unarvörur. Þó má ekki gleyma að karlpeningurinn þjáist líka af kaup- æði og þeirra hlutur eykst í sífellu. Karlmenn sem þjást af kaupæði eru oft kallaðir safnarar enda ber það virðingu með sér. Karlmenn kaupa helst föt, skó, raftæki, vélbúnað og geisladiska. Kaupæði er velmegunar- sjúkdómur og tilfelli hans hafa auk- ist í takt við aukna velmegun. Kaupfíklar missa fjölskylduna Það er erfitt að sjá hverjir eru með kaupæði þar sem sjúkdómurinn dylst vel. Þeir sem þjást af kaupæði geta misst vinnuna, makann, fjöl- skylduna og eignirnar ef sjúkdóm- urinn er langt genginn. Talið er að um 17 milljónir ameríkana þjáist af kaupæði en engar tölur eru til um kaupæði Islendinga. Þó er talið lík- legt að talan sé há hér á íslandi þar sem íslendingar eru þekktir fyrir lifsgæðakapphlaup og eyðslu. Þeir sem þjást af kaupæði versla vegna einmanaleika, spennu, þunglynd- is, skorts á sjálfstrausti og ýmislegt annað. Kaupin eru lotukennd en kaupfíklarnir fá samviskubit og sekt- arkennd. Kaupæði er viðurkennt Þessar neikvæðu tilfinningar verða svo jafnvel til þess að kaupfíkillinn heldur áfram að versla til að ná fram vellíðan. En fæstir kaupfíkl- anna átta sig á valdi sjúkdómsins fyrr en skuldahalinn nær þeim eða fjölskyldan gefst upp. Það sem gerir ástandið erfiðara fyrir kaupfíklana er að kaup á munaðarvöru er viður- kennd í okkar samfélagi og það er jafnvel ýtt undir hana. svanhvit@vbl.is Nær ókeypis símtöl til útlanda Neytendur hafa sífellt fleiri val- möguleika kjósi þeir að hringja ódýr símtöl til útlanda. Símafyrir- tækin bjóða gull og græna skóga sé neytandinn í viðskiptum við þau en aukþess er hægt að kaupa fyrirfram- greidd alþjóðleg símakort. Tölvu- notendum býðst einnig Skype sem er sífellt vinsælla út um allan heim. Skype er lítið forrit sem gerir tölvu- notendum fært að hringja ókeypis á netinu til annarra sem hafa Skype. Það er enginn aukakostnaður sem þarf að greiða, einungis mánaðar- legt internetgjald. Það er ókeypis að hlaða Skype af netinu auk þess sem það er auðvelt í notkun og hentar flestum tegundum tölva. Æskilegt er þó að internetstengingin sé há- hraða eins og ADSL. Þeir sem ætla að nýta þetta forrit þurfa einnig að kaupa sér heyrnatól. Hljóðið í símtöl- unum er gott og símtölin eru örugg. Auk þess er hægt að kaupa áskrift að Skype og þá er líka hægt að hringja úr tölvunni 1 heimasíma og farsíma. Frekari upplýsingar fást á www. skype.com ■ AFMÆLI S.U.S. 75.9f3 atei kvoidveröi atmælis [VOldVGrOtirSambands ungrasjálfstæðis manna Þjóðleikhúskjallarinn laugardaginn 27. ágúst. Húsið opnar með fordrykk kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 20:00. Miðapöntun á netfanginu sus@xd.is og í síma 515-1700. Nánari upplýsingar á www.sus.is. n H ■ Húsið opnar fyrir aðra en matargesti kl. 23:00 og munu Gullfoss og Geysir spila fyrir dansi. Frítt inn. ......... bdbdhdbdb

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.