blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 14
14 I ERLEWDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöiö .llJ i HfZI ‘'ZÍ~ f Tvær konur róa á árabát í bænum Moos, skammt frá Neuburg, um 60 kílómetra fyrir norðan Munchen í gær. Mikil flóð hafa verið I suð- ur Þýskalandi undanfarna daga og hafa margir vegir farið í sundur, auk þess sem bæir eru einangraðir. Mikið hjálparstarf stendur nú yfir og hefur hundruðum íbúa verið bjargað með þyrlum og bátum. Eins og sjá má á myndinni að ofan er vatnshæðin talsverð. Missouri styrkir Chrysler Missouri ríki í Bandaríkjunum er tilbúið til að styrkja DaimlerChrysl- er um tugi milljóna dollara í því skyni að fá bílaframleiðandann til að flytja framleiðslu á Volkswagen sendibílum í verksmiðju fyrirtækis- ins í Fenton. Það myndi skapa þús- undir nýrra starfa sem stjórnvöld í Missouri telja mikilvægt. Nú þegar eru um 3300 manns á launaskrá Da- imlerChrysler í Fenton við að smíða Dodge Caravan, Grand Caravan og Chrysler Town & Country bíla. Ekki er ennþá búið að tilkynna um sam- komulagið og samningsaðilar neita að tjá sig um það að svo stöddu. Fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá helstu efnisatriðum og er talið að formleg tilkynning komi jafnvel fyrir helgi. Heimildarmenn hafa þó áhyggjur af því að ef Missouri ríki taki þetta skref þá verði minni pen- ingar til skiptanna í önnur verkefni sem gætu skapað ný störf. ■ Milljóna trygging fyrir 12 ára dreng Dómari í Boston i Bandaríkjunum hefur krafist tæplega 20 milljóna króna tryggingar fyrir 12 ára fatlað- an dreng sem skaut af riffli. Þessi ákvörðun kom saksóknara mikið á óvart, en hann hafði einungis óskað eftir 300 þúsund króna tryggingu. Lögreglan var kölluð til þar sem drengurinn hafði skotið úr riffli þar sem hann stóð á götuhorni ásamt félögum sínum. Ekkert bendir til þess að hann hafi miðað rifflinum að einum eða neinum. Dómarinn segist hins vegar hafa fengið nóg af illa uppöldum krökkum. „þessir krakkar taka ekki ábyrgð á einu eða neinu,“ sagði dómarinn í viðtali við Boston Globe blaðið. „Þau hræðast ekkert, eru stjórnlaus og við getum ekkert gert.“ Lögmaður drengsins segir að hann hafi aldrei áður komist í kast við lögin og segist munu áfrýja þess- um úrskurði. Nafn drengsins hefur ekki verið látið uppi vegna aldurs hans. Borgarstjóri Boston borgar, Thomas Menino, fagnar hins veg- ar niðurstöðunni. „Það verður að senda ákveðin skilaboð um að notk- un skotvopna á götum úti verði ekki samþykkt undir nokkrum kringum- stæðum," segir hann. ■ •/ Útimálning •/ Viðarvörn •/ Lakkmálning V Þakmálning •/ Gólfmáining / Gluggamálning Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæöastaðli. ^teknos Innímálning Gljástíg 3,7,20 ■/ Verð frá kr. 298 pr.ltr. y'' Gæða málning á frábæru verði “ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 Palestínumenn fagna ákaft brotthvarfi Israelsmanna frá Gaza svæöinu. Þessi mynd af félögum í frelsissamtökum Palestínumanna var tekin f Jabaqya flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza í gær. Gert er ráð fyrir að brottflutningnum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Verð á olíu hækkar á ný Verð á hráolíu hækkaði aftur í gær um leið og tölur voru birtar um að birgðir olíufyrirtækja hefðu minnk- að verulega í síðustu viku. Á mark- aði í New York kostaði tunnan 66,40 dollara um miðjan dag og í Lund- únum fór tunnan i 65,23 dollara. Samkvæmt tölum frá orkumálaráðu- neyti Bandaríkjanna minnkuðu olíu- birgðir um 3,2 milljónir tunna í síð- ustu viku og er þetta áttunda vikan í röð þar sem birgðir minnka. Birgða- staðan er mun verri en á sama tíma í fyrra og er munurinn um 7 pró- sent. „Ef það er eitthvað sem kemur á óvart þá er það að eftirspurn eftir oliu er ekkert að minnka," segir Phil Flynn, sérfræðingur hjá Alaron Trading. „Markaðurinn virðist hafa það eina markmið að hækka enn neikvæðum fréttum og horfa bara á frekar. Spákaupmenn horfa framhjá það jákvæða,” segir Flynn. ■ A RÉTTU VERÐI www.sumarferdir.is 575 1515ÞBÓKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.