blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöiö Ljósleiðara- væðing á Sel- tjarnarnesi Vinna við lagningu ljósleiðara inn á rúmlega 1.000 heimili á Seltjarnar- nesi er nú hafin. f tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna þessa segir að verkefnið hafi áður tafist vegna þess að þau tilboð sem bárust Orkuveitunni hafi verið hærri en reiknað hafi verið með. Samningar hafi nú náðst við verktaka um verk- ið á Seltjarnarnesi og er hann að sögn innan kostnaðaráætlunar. „Vinna við að koma upplýsinga- veitunni sjálfri í gagnið er einnig í gangi um þessar mundir en stefnt er að því að hægt verði að veita netþjónustu um kerfið í september, símaþjónustu í október og í byrjun desember geti sjónvarpsútsending- ar um ljósleiðarakerfið hafist. ■ Kárahnjúkastífla 580 metrar yf- ir sjávarmáli Vinna við Kárahnjúkastiflu gengur vel um þessar mundir og hefur tek- ið miklum breytingum á stuttum tíma. Stíflan rís upp í 580 metra yfir sjó á stórum kafla. Á heima- síðu Kárahnjúkavirkjunar segir að Impregilo hafi komið fyrir sílói uppi á stíflunni og í það renni fyll- ingarefni á færibandi beint frá grjót- mulningsstöð á vesturbakka Hafra- hvammagljúfurs. Segir ennfremur að stærstu trukkarnir sem notaðir eru til að flytja efnið á sinn stað beri yfir 40 rúmmetra í ferð, en aðeins taki 45 til 70 sekúndur að fylla á hvern þeirra úr sílóinu. Vel gengurvið næst stærstu stífluna Vinna við Desjárárstíflu gengur einnig vel og er nú rúmum þriðj- ungi vinnu við hana lokið. Hún er næst stærsta stíflan sem gera þarf í tengslum við Kárahnjúkavirkjun, um 60 metra há og 1.100 metra löng. Gert er ráð fyrir að tæpa þrjár millj- ónir af fyllingarefni þurfi í stífluna. Vilja að próf- kjör verði í nóvember Á fundi stjórnar Varðar - fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær var gerð tillaga um að prófkjör flokksins vegna borgarstjórnarkosn- inganna fari fram 4. til 5. nóvember. Ennfremur var samþykkt á fundin- um að leggja tillögu þar að lútandi fram á fulltrúaráðsfundi sem boð- aður hefur verið 5. september næst- komandi. í fréttatilkynningu vegna málsins segir að samkvæmt prófkjörsregl- um Sjálfstæðisflokksins sé þátttaka í prófkjörinu heimil eftirfarandi: a) Öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. b) Þeim stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem munu eiga kosningarétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminufyrirlokkjörfundar. ■ Táknfræði vinabanda Langvinn lungnateppa: Lífsgæði skipta máli Tveir lungnalæknar af Land- spítala háskólasjúkrahúsi, þeir Gunnar Guðmundsson og Þórarinn Gíslason, leiddu sam- norræna rannsókn sem sýndi að sjúklingar með lungnateppu og verri heilsutengd lífsgæði og öndunargildi en aðrir, væru lík- legri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús. Þeir sem voru kvíðn- ir og höfðu verri lffsgæði voru einnig í marktækt meiri áhættu. Þá var lítil hreyfing einnig áhættuþáttur. Rannsóknin leiddi þannig í ljós nýja áhættu- þætti fyrir sjúkrahúsinnlögn- um og vekur sérstaklega athygli áhrif kvíða og lakari lífsgæða. Þetta getur reynst mikilvægt í meðferð sjúklinga með langvinna lungnateppu. Játar morð Sigurður Freyr Kristmunds- son hefur játað að hafa myrt mann að Hverfisgötu 58 síðast- liðinn laugardagsmorgun. Hinn myrti var tvítugur að aldri og lést af völdum stungusárs í hjartastað.Yfirheyrslur hafa staðið yfir frá laugardegi og var Sigurður úrskurðaður f gæslu- varðhald en öðrum sleppt að lokinni skýrslutöku. Nú hefúr hann játað verknaðinn á sig. Illa gengur að manna störf Vinnuveitendur íhuga að ráða erlent vinnuafl Atvinnuleysi hefur aldrei verið minna á Islandi en nú og lítur út fyrir að ekki verði breyting á því á næstunni. Ráðningarstofum og vinnumiðlanir sem Blaðið hafði samband við eru á einu máli um að fjöldi starfa sé í boði en að misvel gangi að ráða í þau. Jens Ólafsson, framkvæmdastjóri Ábendis, segir þetta gilda um mörg störf og þá sér- staklega afgreiðslu og verkamanna- störf. Sumarstarfsmenn á skólabekk Nú streymir skólafólk á skólabekki og hverfur þar með frá sumarstörf- um sínum. „Á næstu tíu dögum kem- ur í ljós hvernig markaðurinn verður þar sem sumir hætta við skólann og snúa aftur til starfa", segir Agla Sig- rfður Björnsdóttir, ráðningarstjóri Vinna.is. Baldur G. Jónsson, ráðgjafi hjá Hagvangi, segir þó að áhrif þess að störfum fjölgi þegar sumarstarfs- fólk fer aftur í skóla hafi farið minnk- andi undanfarin ár. „Það eru sífellt fleiri fyrirtæki sem eru farin að leita annarra leiða til þess að leysa hjá sér sumarstörfin. Það er samt alltaf talsverð hreyfing á haustin og jafnvel meiri núna en oft áður.‘ Mikið framboð atvinnu veldur því að atvinnurekendur leita margir út fyrir landsteinana í leit að starfs- fólki. Máli skipti að þannig fáist fólk í störf sem illa gangi að fylla auk þess sem oft sé hægt að greiða lægri laun þrátt fyrir tilraunir verkalýðsfé- laga til þess að sporna við því. ■ Hin upphaflegu armbönd Lance Arm- strong gegn krabbameini. Með friði, með fórnarlömbum flóð- bylgjunnar í Asíu. ■ Með umhverfinu, móti hvítblæði, með líffæragjöf, móti eiturlyfjum. Eins og greint var frá í Blaðinu í gær er nokkuð um það að svonefnd „vinabönd“ eða „tryggðabönd" séu seld í nafni einhvers málefnis án þess að ágóðinn rati endilega þangað. Það hefur hins vegar vafist fyrir mörgum hvað allir þessir litir merkja. Hér að neðan er stuttur leiðarvísir yfir þá helstu og hvað hver lit- ur á að tákna sérstaka umhyggju armbandsberans fyrir, en hitt er svo annað mál að margir hafa reynt að eigna sér sama litinn, sumir fleiri en einn og uppskorið rugling fyrir. ■ Móti alnæmi, með fórnarlömbum B Með Asperger-sjúklingum, með mann flóðbylgjunnar í Asíu, með Bush Banda- réttindum, móti reykingum. ríkjaforseta, með Liverpool, móti reyk- ingum, móti hjartasjúkdómum. I Með sykursjúkum, á móti heilakrabba. T Gegn kynþáttahyggju. Gegn fátækt í heiminum, gegn alnæmi, gegn fátækt í Afríku. U Gegn brjóstakrabba. ■ Með barnavernd, gegn barnaþrælkun, gegn einelti. ■ Móti heimilisofbeldi, móti slímseigju- sjúkdómi, með götubörnum, með dýra- vernd, gegn heilahimnubólgu. ■ Sorgarviðbrögð, á móti húðkrabba. Landbúnaðarniðurgreiðslur: Hvergi hærri styrkir til bænda en á íslandi Hvergi í heiminum eru greiddir jafn- miklir styrkir til landbúnaðar og á íslandi, en til þess að bæta gráu ofan á svart er opinber stuðningur við landbúnað á íslandi með þeim hætti að hann er sérstalclega til þess fallinn að skekkja samkeppni á al- þjóðamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjárlagastofnunar Bandaríkjaþings, en þar er einnig fundið að því að fslendingar leggi ofurtolla eða aðrar hindranir á nær alla helstu landbúnaðarvöru Banda- ríkjanna. Þó ísland sé langefst á þessum lista sigla hin aðildarríki EFTA, Nor- egur, Sviss og Liechtenstein, í kjöl- farið. í skýrslunni er þó ekki mikið gert úr þessum óvenjumiklu niður- greiðslum, enda landbúnaðarfram- leiðsla þessara ríkja óveruleg og lítt samkeppnisfær á alþjóðamarkaði þrátt fyrir styrlcina. f krónum og aurum er það Evrópu- sambandið (ESB), sem samkvæmt skýrslunni borgar mest í útflutn- ingsbætur, en tæp 90% allra útflutn- ingsbóta heimsins koma úr vösum evrópskra skattgreiðenda. Skýrsla í aðdraganda leiðtogafundar Þessi skýrsla Fjárlagastofnunar Bandaríkjaþings er unnin í aðdrag- anda leiðtogafundar Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO), sem fram fer í Hong Kong í desember. Þróunarríkin saka hin auðugri um að þrýsta niður verði á heimsmark- aði með niðurgreiðslum, sem aftur geri bændum í þróunarríkjunum erfitt fyrir í samkeppni. Sé litið til skýrslunnar verður ekki annað séð en að nokkuð sé til í þessum ásökun- um. Mismunandi áhrif styrkja Samkvæmt skýrslunni nemur stuðningur Evrópusambandsins við bændur meira en helmingi mark- aðsbjögunar heimsins í landbúnaði. Ástæðan er sú að stuðningur við landbúnað getur verið afar margvís- legur, en hefur mismikil áhrif á við- skipti og samkeppni eftir því hvern- ig honum er háttað. Launauppbætur bænda hafa þannig lítil áhrif út fyr- ir landsteinana meðan framleiðslu- styrkir hafa veruleg áhrif langt út fyrir heimahagana. í skýrslunni eru sérstaklega tekn- ir fyrir tollar á bandaríska landbún- aðarvöru, en þar kemur á óvart að fsland leggur ofurtolla (100% eða meira) á nær allar helstu landbún- aðarafurðir, sem Bandaríkjamenn flytja út og gengur miklu lengra í því en Evrópusambandið. Virðist þar einu gilda þótt fslendingar fram- leiði sjálfir nær ekkert af þeim og því erfitt að átta sig á tilganginum. f því samhengi má nefna maís, soja- baunir og hveiti. ■ Árni svarar Ástrala Árni M. Matthiesen sjávarút- vegsráðherra hefur sent bréf til Ian Campbell umhverfis- ráðherra Ástralíu þar sem hann svarar spurningum hans um hvalveiðar íslendinga. í fyrsta lagi bendir Árni á að hrefhuveiðar fslendinga séu löglegar samkvæmt lögum Alþjóða hvalveiðinefndarinnar en þar segi að aðildarríki hafi óumdeilanlegan rétt til þess að veiða hval í vísindaskyni. Þá nefnir hann að ólíklegt þyki að veiðarnar hafi neikvæð áhrif á stærð hrefnustofnsins við land- ið.Árni nefnir að hvalir séu stór hluti af lífríki sjávar í hafsögu íslands og því sé óæskilegt að þeir séu ekki teknir með í rann- sóknum á vistkerfum sjávar. Sambærilegar upplýs- ingarað neðan Árni sendir Campbell bréfið vegna fyrirspurnar hans um vísindaveiðar fslendinga. f ljósi þess að í Ástralíu sé það stundað að elta kameldýr og kengúrur í þyrlum til þess að veiða dýrin óskar Árni eftir sambærilegum upplýsingum frá Ástralíu. Því býst Árni við því að í ljósi áhuga Campbells á hvalveiðum veiti hann fúslega sambærilegar upplýsingar um kengúruveiðar á fyrirhuguðum fundi um hvalveiðar. HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690. Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Tilboöin gilda ekki meö heimsendingu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarlind 14-16 S 564 6111

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.