blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöið 30 I ÍPRÓTTIR Owenlíklega tilNewcastle Sá knattspyrnumaður sem hvað mest hefur verið í umræð- unni undanfarnar vikur, enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, er líklega á förum frá liði sínu Real Madrid á Spáni til enska úrvalsdeildarliðs- ins Newcastle United. í gær samþykkti stjórn Real Madrid tilboð Newcastle í leikmanninn en upphæðin hefur enn ekki verið gefin upp. Þó var sagt að um metupphæð hjá Newcastle væri að ræða. Fyrra metið var þegar Alan Shearer var keypt- ur til félagsins árið 1996 á 15 milljónir sterlingspunda sem er jafnvirði í dag um 1.740 millj- óna islenskra króna. Samkvæmt fréttum í gær er upphæðin sem Newcastle bauð og Real Madrid samþykkti í Owen sögð vera um 1.810 milljónir íslenskra króna. Owen lét hafa eftir sér í gær að hann vildi aðeins fara til Liverpool ef hann færi frá Real Madrid en ef Liverpool vill hann ekki, þá hefur hann samþykkt að fara í eitt ár að láni tiJ Newcastle. Það er mikið í húfi fyrir Michael Owen að leika sem mest í vetur þar sem úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins fer fram á néesta ári. Owen sem er 25 ára skoraði 16 mörk í spænsku deildinni á síðustu leiktfð þrátt fyrir að hafa setið mest megnis á varamannabekk liðsins. Breiðablik-KR - leika til úrslita í gær fóru fram undanúrslit í VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Leikið var í Kópavogi og á KR-vell- inum en veðráttan minnti óneitan- lega á að haustið er komið, 8-9 stiga hiti og rok. Sem sagt kalt. KR mætti Fjölni og þar stóðu leikar 5-0 fyrir KR í hálfleik og því var það nánast formsatriði fyrir KR-stúlkur að Ijúka seinni hálfleiknum. Lokatölur urðu 6-2 fyrir KR. Fjóla Dröfn Frið- riksdóttir skoraði tvö mörk fyrir KR- inga, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir, Vanja Stefanovic og Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoruðu mörk KR í leiknum en Helga Franklínsdóttir og Edda María Birgisdóttir skoruðu fyrir Fjölni. I Kópavogi var búist við öllu jafn- ari leik þar sem Breiðablik og Val- ur mættust en þessi lið hafa borið nokkuð af á íslandsmótinu. Breiða- blik lék undan nokkuð sterkum vindi í fyrri hálfleik og náði forystu einni mínútu fyrir lok hálfleiksins þegar Erna B. Sigurðardóttir sendi boítann í markið eftir glæsilegan undirbúning Guðlaugar Jónsdóttur. Breiðablik verðskuldaði forystuna en Guðbjörg Gunnarsdóttir mark- vörður Vals varði í tvígang glæsilega í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik byrj- uðu Valsstúlkur með miklum látum, en þær léku undan áðurnefndum vindi í seinni hálfleik. Breiðablik beitti skyndisóknum og uppúr einni slíkri náði Gréta Mjöll Samú- elsdóttir að skora á 70.mínútu og enn var það Guðlaug Jónsdóttir sem lagði upp mark Blika. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum urðu varnarmönnum Vals á slæm mistök þegar boltinn var sendur til baka á Gubjörgu í markinu en ekki vildi betur til en svo að Gréta Mjöll náði boltanum og skoraði 3-0. Gréta Mjöll fullkomnaði síðan þrennu sína á síð- ustu sekúndum leiksins þegar hún fékk stungusendingu og skoraði af öryggi með því að lyfta boltanum yf- ir Guðbjörgu I markinu. Lokatölur urðu Breiðablik 4 - Valur 0. Það verða því KR og Breiðablik sem leika til úrslita í VISA-bikar- keppni kvenna í ár og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli ío.september klukkan 16.00. ■ Kynntu þér frábær tilboð á jeppadekkjum hjá okkur. Mikið úrval! Vaxtalausar léttgreiðslur! bilko :is Peruskipti Smurþjónusta Rafgeyman Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Keflavík þarf að eiga toppleik Ikvöld klukkan 19.15 mætast á Laugardalsvelli Keflavík og þýska liðið Mainz í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna í Þýskalandi lauk með sigri þeirra þýsku með tveimur mörkum gegn engu og var seinna markið skor- að úr vítaspyrnu sem Keflvíkingar voru mjög ósáttir með. Kristján Guð- mundsson þjálfari Keflavíkur sagði í útvarpsþættinum Mín Skoðun á XFM 91.9 eftir leikinn að ákvörðun dómarans um að dæma víti hafi ver- ið tómt rugl og með ólíkindum og hrein gjöf. Yfir 20.000 áhorfendur voru á þeim leik og áætlað er að um 200 stuðningsmenn Mainz mæti á Laugardalsvöllinn I kvöld. Mainz er ekki neitt stórlið þó að í ár sé aldarafmælisár félagsins en liðið var um miðja deild í Bundesligunni á síðustu leiktíð sem verður að teljast mjög gott. Félagið fékk þátt- tökurétt í Evrópukeppninni í gegn- um Háttvísis-átakið(Fair Play) hjá UEFA(knattspyrnusambandi Evr- ópu) en Keflavík eins og flestir vita í gegnum bikarmeistaratitilinn. Axel Klopp þjálfari Mainz sagði á frétta- mannafundi í gær „að hann óttaðist íslenska veðráttu í leiknum. Núna (í gær) er til dæmis mikill vindur og það er nokkuð sem við eigum ekki að venjast. Ég veit ekki alveg sjálf- ur hvernig ég myndi leika í svona vindi“, sagði Klopp. Aðspurður um vítaspyrnuna 1 fyrri leiknum sagði KIopp. „Þetta var ekkert annað en vítaspyrna. Það var togað í treyju eins leikmanna minna og því hár- rétt að dæma víti. Ég var í mjög góðri aðstöðu til að sjá þetta og það kom mér því mjög á óvart þegar þjálfari Keflavíkur(Kristján Guðmundsson) sagði á fréttamannafundinum eftir leikinn að við hefðum fengið gefins vítaspyrnu. Þetta var víti“, sagði Ax- el Klopp þjálfari þýska knattspyrnu- liðsins Mainz í gær. Það er alveg ljóst að Keflavík þarf að eiga algjöran toppleik í kvöld á Laugardalsvelli til að sigra, hvað þá að ná að vinna upp tveggja marka forskot Mainz frá fyrri leiknum. ■ Spólað og skriðið fyrir utan Húsgagnahöllina á morgun Á morgun verður allsérstæð aksturs- íþróttakeppni haldin hér á landi á vegum Max 1 Bílavkaktarinnar og ítalskadekkjaframleiðandansPirelli I samstarfi við Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur. Keppnin er upprunin í Japan en hefur borist víða svo sem til Bandaríkjanna og er þar mjög vinsæl. Keppnin er kölluð DRIFTER og er einskonar akstur með frjálsri aðferð í merktri braut þar sem kröft- ugt spól og hliðarskrið er málið en þó innan tímamarka. Keppnin hefst klukkan 21 annaðkvöld og verður á planinu fyrir framan Húsgagnahöll- ina. Það verða eknar tvær umferðir og samanlagður árangur úr þeim gildir síðan til heildarniðurstöðu með mati dómara sem verða 3 auk keppnisstjóra, brautarstjóra og annarra starfsmanna. Akstursað- ferðinni má lýsa einhvernveginn þannig að keppendur þurfa að spóla af umtalsverðum krafti á hlið á blautri brautinni að undanskyldum hinum frjálsu svæðum sem eru tvö en þar gefst keppendum kostur á að framkvæma listir sinar með frjálsri aðferð. Hver ferð á að taka 2 minút- ur að hámarki. Reiknað er með að á milli 40 og 60 keppendur verði skráðir til leiks en hægt er að skrá sig á www.live2cruize.com. ■ Stórleikirí i.og2.deild íkvöld í kvöld klukkan 18.30 mætast í Víkinni, Víkingur og Breiða- blik. Þetta eru tvö efstu liðin í í.deild karla á Islandsmótinu. Blikar eru þegar búnir að tryggja sér þátttökuréttinn til að Ieika í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð, hafa 39 stig og með sigri í kvöld eða jafntefli tryggir Breiðablik sér sigur í í.deildinni. Víkingur er í öðru sæti og í harðri baráttu við KA um annað sæti deildarinnar og þar með sæti í Landsbankadeildinni. Víkingur hefur 30 stig en KA er með 28 stig. Breiðablik hefúr enn ekki tapað leik í deildinni og Blikar hafa unnið alla sína 7 leiki á útivelli sem er frábært. Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Breiðabliks. I Garðahæ mætast í uppgjöri tveggja efstu liða 12.deild, Stjarn- an og Leiknir Reykjavík. Leikur liðanna hefst kluldcan 18.30 og þeg- ar þremur umferðum er ólokið hefur Leiknir 31 stig en Stjarnan 30 í öðru sæti. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 2-2 jafntefli en Það má htlu muna því að Njarðvík- ingar eru 1' þriðja sæti með 25 stig og eiga eftir að mæta bæði Leikni og Stjörnunni I lokaumferðunum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.