blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöiö frakar fylgjast með bíl sem sprengdur var í loft upp f hverfinu Hay al-Jamma í vesturhluta Bagdad f gær. Uppreisnarmenn réðust á varðstöð íröksku lögreglunnar með sprengjuvörp um og að sögn vitna brutust út mikil átök milli þeirra og lögreglu. Verð: 139.700 kr. TM tölvukaupalán 100% lán til allt að 36 rfpf) mánaða á 9,5% '<S^vöxtum. Einnig býðst fartölvutrygging fyrir lántakendur. Stílhrein og flott vél sem er ríkulega hlaðin búnaði. Öflugt skjákort gerir þér auðveldlega kleift að spila leiki. í gegnum FireWire tengið fiytur þú myndir beint úr stafrænu videótökuvélinni inn á tölvuna. Toshiba Easy Guard tryggir að gögnin þín eru öruggari. Þetta er öflug tölva sem hentaröllum. Kaupauki: □---------- Fartölvubakpoki, mús og MS OneNote fylgir öllum Toshibatölvum. » Kíktu á taeknival.is on taktu þáít i TOSHIsíA- týpuleiknum og þú gætir unnið fartölvu. Tæknival Saddam Hussein rekur lögmenn sína Saddam Husssein, fyrrverandi forsetifraks.hefurrekiðallalögmenn sína nema einn. Sá sem stendur eftir er írakski lögfræðingurinn Khalill al-Dulaimi. f yfirlýsingu frá dómstól í frak segir að Saddam hafi verið kallaður til yfirheyrslu á mánudag í kjölfar fregna um að hann hefði rekið alla verjendur sína. Þar hafi hann staðfest það og tjá dómurum að al-Dulaimi væri eini lögmaðurinn sem hefði heimild til að verja sig að svo stöddu. Raid Juhi dómari spurði Saddam af því hvort hann vildi ráða einhverja erlenda lögmenn, en forsetinn fyrrverandi hafnaði því. f yfirlýsingu sem fjölskylda Saddams Husseins sendi frá sér í Jórdaníu 8. ágúst síðastliðinn kemur fram að 1500 manna verjendahópur Saddams hefði verið leystur upp og að eftir standi aðeins fyrrnefndur Khalill al-Dulaimi. Yfirlýsingin er undirrituð af dóttur Saddams Husseins, Raghad, sem býr í Jórdaníu. Eiginleg réttarhöld yfir Saddam Hussein hefjast á næstu mánuðum og er hann meðal ananrs sakaður um fjöldamorð. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu ef fundinn sekur. Fellibylur skellur á Flórída Fellibylurinn Katarina stefnir nú í átt að Flórída og er talið að hann fari yfir ríkið í dag, fimmtudag. Vindhraðinn er um 100 kílómetrar á klukkustund með tilheyrandi rign- ingum. Um 300 kífómetra svæði á austurströnd Flórída, frá Key West til Vero Beach í norðri, hefur verið metið sem hættusvæði og eru íbúar hvattir til að festa alla lauslega hluti loftkœling —i —_____________ Verð fró 49.900 án vsk. ís-húsid 566 6000 og negla fyrir glugga húsa sinna. Er- ic Blake, veðurfræðingur, mælist til þess að fólk safni mat, hreinu vatni, batteríum og öðru sem getur komið sér vel ef rafmagn fer af. „Það er full ástæða fyrir íbúa suður Flórída að gera viðeigandi ráðstafanir,“ segir hann. Fellibylurinn Katarina var skammt frá Bahama eyjum í gær og jókst vindhraðinn eftir því sem leið á daginn. Talið er að fellibylurinn muni fara hægt yfir Flórída í dag. Mikið tjón hefur orðið á eignum í Flórída unfanfarin ár af völdum felli- bylja og nema tryggingabætur um 19 milljörðum dollara. Sumarið er ætíð versti tíminn með tilliti til stormveð- urs. ■ Starfsmenn Wal-Mart skotnir Tveir starfsmenn Wal-Mart verslunar í Glendale í Arizona voru skotnir til bana fyrir ut- an verslunina um miðjan dag á þriðjudag. Að sögn lögreglu var tilkynnt um skotárásina rétt fyrir klukkan hálf fjögur og fundust starfsmennirnir tveir, Patrick Graham 18 ára og Anthony Spanger 19 ára, látnir á bílastæðinu fyrir utan. Eftir mikla leit í nágrenni verslun- arinnar var 53 ára gamall mað- ur handtekinn og hefur hann verið ákærður fyrir morðárás. Ekki er vitað um ástæður morð- anna, en vitni segir að árásar- maðurin hafi hlaupið um allt bílastæðið skömmu áður en ódæðisverkið var framið. Kafara saknað eftir hákarla- árás Kafara er saknað eftir að há- karl réðst á hann við ströndina í Adelaide í Ástralíu í gær. Þrír menn voru að kafa við hina vinsælu Glenelg strönd þegar árásin átti sér stað. Tveir mann- anna komust við illan leik um borð í bát sem þeir voru með, en sá þriðji var ekki eins hepp- inn. Leit lögreglu hefur engan árangur borið og er kafarinn talinn látinn. „Því miður eru líkurnar litlar á því að hann finnist á lífi,“ segir Jim Jeffrey lögregluforingi. Að sögn lög- reglu voru tveir félagar mann- anna um borð í bátnum þegar þeir komu auga á hákarlinn og tókst þeim að draga félagana tvo um borð. Sá sem er saknað var hins vegar neðansjávar og heyrði hann því ekki viðvörun- arköll félaga sinna. Nokkuð af búnaði kafarans hefur fundist, meðal annars súrefniskútur og gríma. Síðasta banvæna árás há- karls í Ástralíu varð í mars þeg- ar 20 feta hákarl réðst á mann sem var að baða sig á vestur- strönd landsins. Flugslys í Perú kosta 41 lífið Nú er ljóst að rúmlega fjörutíu manns létu lífið þegar flug- stjóri Boeing 737-200 vélar reyndi að nauðlenda henni í skógum Amazon í Perú í gær. Vélin var á leið frá Lima til Puc- allpa þegar hún neyddist til að nauðlenda vegna slæms veðurs. Flugstjórinn freistaði þess að lenda henni í skógum Ámazon en við lendingu brotnaði vél- in í tvennt. Samkvæmt fyrstu fregnum lifðu 56 manns slysið af, en margir eru illa slasaðir, með brunasár og brotna útlimi. Þeir sem lifðu slysið af segja að mikil ókyrrð hafi verið í lofti og hafi flugstjórinn tilkynnt í hátalarakerfi að vélin væri í um tíu mínútna fjarlægð frá áfangastað. Það dugði hins veg- ar ekki til, vélin hringsólaði yf- ir flugbrautinni í nokkurn tíma áður en hún nauðlenti rétt hjá. Forseti Perú, Alejandro Toledo sagði í gær að rannsókn væri hafin á þessu atviki. Eitt hundr- að manns voru um borð í vél- inni, 92 farþegar og 8 manna áhöfn. Sextán útlendingar voru um borð, þar af ellefu Banda- ríkjamenn. Einn þeirra var í hópi hinna látnu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.