blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaöi6 Lögreglan Mannréttindaskrifstofa Islands Harmar frétt DV Lögreglan í Reykjavík harmar að DV hafi birt frétt á þriðju- dag þar sem greint var frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem nú sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað manni að Hverfisgötu 58, og tvítugs pilts. Kveðst vitnið hafa tilkynnt lögreglunni um átökin ca. 45 mínútum fyrir hinn voveif- lega atburð, en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Ekki rétt Lögreglan hefur hlýtt á upp- töku af símtali umrædds heim- ildarmanns DV við Fjarskipta- miðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann er að tilkynna um ölvað fólk eða undir áhrif- um annarra vímuefna, sem er við það að stiga upp i bifreið og hyggst aka austur Hverfisgötu, í átt að lögreglustöðinni. Hann gat ekki sagt til um skráningar- númer bifreiðarinnar og kem- ur þar ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks. Lögreglan brást við þessari til- kynningu en fann ekki bifreið- ina í akstri. Því segir lögreglan að tilkynning heimildarmanns DV tengist á engan hátt því að maður lést af völdum stungu- sárs. Niðurstöður nefndar SÞ koma ekki á óvart Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu íslands, segir að það komi ekki á óvart að nefnd Sameinuðu þjóðanna skuli lýsa áhyggjum sín- um yfir því að fjárveitingar til skrifstofunnar hafi verið felldar úr fjárlögum ársins. Nefndin hvetur jafnframt stjórnvöld til að halda áfram samstarfi við samtök sem berjast gegn kynþáttamisrétti, þ.m.t að stuðla að því að tryggja rekstrargrundvöll og sjálfstæði slíkra samtaka. „Við funduðum með nefndinni og vöktum athygli á okkar málefnum og það kom henni á óvart þar sem það hefur verið talið yfirvöldum til tekna að styðja skrif- stofuna“, segir Guðrún. Furðuleg ákvörðun stjórnvalda „Við vonum auðvitað að stjórnvöld taki þetta til greina og fari að þess- um athugasemdum. Nú hafa borist tilmæli frá fjölda alþjóðlegra stofn- ana og mannréttindasamtök í Evr- ópu hafa bent á þetta og lýst furðu sinni yfir þessari ákvörðun stjórn- valda. Þau hafa kallað eftir því að þessu verði breytt í fyrra horf. Ég get ekkert sagt til um það hvort tekið verði mark á þessu en auðvitað von- um við að þetta hafi bara verið mis- tök og verði þá leiðrétt núna.“ Guðrún segir að best væri fyrir Mannréttindaskrifstofuna að hafa blandaða fjármögnun frá einkaaðil- um og stjórnvöldum eins og tíðkast erlendisa Ingibjörg opinberar framboðskostnað Berjatina plast 2202086 'Sultukrukkur í úrvali verð fró 160 kr Berjatínur í úrvali HÚSASMIÐJAN ...ekkert mál Stœrra álver í Straumsvík Frestur framlengdur Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að auglýsingatími deiliskipulags- tillögunnar varðandi stækkun Alcan verði framlengdur um þrjár vikur, eða til 29. ágúst og frestur til athugasemda til i2.september. Þetta er gert vegna itarlegrar kynningar á tillögunni og kynningarfundar sem haldin verður 5. september. Formannsstóllinn kostaöi rúmar fimm milljónir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eyddi tæpum tveimur milljónum króna í augiýsingar í tengslum við framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar, samkvæmt uppgjöri sem opinberað var í gær. Þar kemur fram að heildar kostnaður við framboðið hafi numið tæpum 5,3 milljónum króna, og að framlög í kosningasjóð hafi numið rúmum 5,3 milljónum. Ekkert er gefið upp um hverjir lögðu fram fjármuni í kosningasjóðinn - eina sem gefið Gera má ráð fyrir að formannskosningar Samfylkingarinnar siðasta vor hafi kostað yfir 10 milljónir króna er upp er að framlög á bilinu o til 99.999 krónur hafi numið rúmum 2 milljónum en framlög yfir 100.000 kr. hafi numið rúmum 3,2 milljónum. Tölvur og hugbúnaður kostuðu sitt Lang dýrasti liður kosningabar- áttunnar var samkvæmt upp- gjörinu auglýsingar, en tölvu- og hugbúnaðarkostnaður er í öðru sæti - í þann lið runnu tæpar 770.000 krónur. Prentunar- og pappírskostnaður annarsvegar og póst- og símakostnaður hins vegar kostuðu Ingibjörgu sitt hvorar 600.000 krónurnar. Formannskosningar kostuðu yfir 10 milljónir Uppgjörið nú er birt i samræmi við reglur Samfylkingarinnar og gera má ráð fyrir að Össur Skarphéðinsson, fráfarandi formaður, muni birta sitt kostnaðaruppgjör á næstu dögum. Samfylkingin sjálf stóð straum af kostnaði við póstkosningu sem reiknimeistarar gera ráð fyrir að hafi kostað flokkinn á bilinu 4 til 5 milljónir. Þegar það er haft í huga, sem og að kosningabarátta össurar hefur vart kostað undir tveimur milljónum, kemur í ljós að formannskosningar Samfylkingarinnar hafa kostað yfir 10 milljónir króna. CU 03.00 Vaxtalausirdagar hjá Bílalandi Vaxtalaus lán án kostnaðar Vaxtalausir dagar hófust hjá Bílalandi B&I. i gær og lýkur á laugardag, en þessa dagana er hægt að fjármagna notaðan bíl með bílaláni til allt að 48 mánaða á 0% vöxtum. Þá bera vaxtalausu lánin engan lántökukostnað og er þetta í fyrsta sinn að sögn Guðlaugs Andra Sigfússonar, sölustjóra Bílalands, sem lántökukostn- aðurinn er einnig felldur niður. „Með vaxtalausum dögum erum við fyrst og fremst að koma til móts við þá sem fjármagna bílakaupin að stórum hluta eða jafnvel alveg með bílalánum. Þar sem lánin eru bæði vaxtalaus og án verðtryggingar, þá er þarna um afar gagnsæja fjármögnun að ræða. Kaupverði bílsins er einfaldlega deilt niður á þann fjölda mánaða sem bíllinn er greiddur upp á og sú mánað- argreiðsla sem fæst þannig út breytist síðan ekkert á lánstím- anum,“ segir Guðlaugur. Það einfaldar reikningsdæmið síðan enn frekar að vaxtalausu lánin bera engan lántökukostn- að. „Þarna sparast því til við- bótar allt að 4,5% af kaupverð- inu, ef allt er tekið saman, eins og lántökugjald, stimpilkostn- aður og þinglýsingarkostnaður. Verð á símþjónustu ísland kemur vel út í sam- anburði Verð fyrir svokallaða alþjón- ustu í fjarskiptum hér á landi er innan eðlilegra marka sam- kvæmt Póst og fjarskiptastofn- un. Til þeirrar þjónustu heyrir meðal annars talsímaþjónusta, rekstur almenningssíma og upplýsingaþjónusta um síma- númer 118 og hvílir sú kvöð á Símanum sem fyrirtækis með umtalsverða markaðshlut- deild að veita þessa þjónustu. Til að framfylgja eftirlits- skyldu sinni hefur stofnunin gert verðsamanburð á gjald- skrám fyrir talsímaþjónustu, símtöl úr almenningssímum og símtölum í 118 hér á landi og í viðmiðunarríkjum. Gjald- skrá fyrir almenningssíma er töluvert lægri hér álandi en í Noregi og Svíþjóð og gildir þá einu hvort hringt er úr almenningssíma í fastanets- síma eða farsíma. Þá kemur fram að einnar mínútu símtal í upplýsingaþjónustuna 118 er ódýrari hér á landi en í Noregi, Svfþjóð og Danmörku, en meira en helmingi dýrari en á írlandi og Grikklandi. f ljósi þessarar niðurstöðu sér stofnunin ekki ástæðu til að ákveða hámarksverð fyrir talsímaþjónustu, símtöl úr almenningssímum eða sfmtöl í 118, eíns og hún hefur heimild til í fjarskiptalögum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.