blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 22
22 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 Maöiö íslenskir œvintýramenn dvöldu hjá bróður byltingarleiðtogans Che Guevara Hamingja og nœgjusemi rikjandi á Kúbu ,Ég var í kvikmyndaskólanum Sept- ima Ars í Madrid í eitt ár. Þar valdi ég klippingu sem aðalfag, en ásamt henni lærði ég einnig um undir- stöðuatriði kvikmyndagerðar," segir Gunnar Konráðsson sem fór með vini sínum Halldóri Oddssyni fyrr í sumar til Kúbu til að gera heimildar- mynd um eyjuna. Að sögn Gunnars á Halldór heiðurinn af því að þeir ákváðu að fara til Kúbu þar sem hann hefur verið áhugamaður um Kúbu í mörg ár og tókst að smita Gunnar af bakteríunni. Með í för ásamt Gunnari og Halldóri voru þeir Elvar Grétarsson og Arnau Valls. Gunnar segir að þeir félagar hafi ákveðið að fara á þessum tíma þar sem Fidel Castro er kominn á há- an aldur og líklegt er að sú menning sem nú er við líði á Kúbu muni líða undir lok við fráfall hans. Want to buy a cigar? Það sem stóð uppúr í ferðinni að sögn ungu Kúbufaranna var fólkið sem þeir hittu, menningin sem þeir kynntust og stórkostleg náttúru- fegurð auk þess sem litlu hlutirnir gerðu ferðina afar sérstaka. „Það sem mér er minnistæðast er líklega að vera í Sierra Maestra fjöll- unum og finna fyrir byltingunni í loftinu, að sjá bændurna á sykurökr- unum, allir gömlu amerísku bílarnir, að kynnast innfæddum og skemmta sér með þeim, moskíto flugur, að hitta son Che Guevara, að drekka Aukaflug 26. februar Heimsferðir opna þér nú ótrúlegt tækifæri til að kynnast fegurstu eyju Karíbahafsins með sérflugum sínum til Kúbu í vetur. Nú getur þú valið um dvöl í 1 eða 2 vikur og valið úr glæsilegu úrvali hótela þar sem þú nýtur dvalarinnar með “allt inniíálið” allan tímann. Brottfarir: • 16. nóv. - uppselt • 26. feb - aukaflug • 7. tnars - uppselt • 21. mars - laus sæti • 28. mars -11 sæti • 4. april - laus sæti • 11. april - laus sæti Bókaðu strax °9 tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið. Perlur Kúbu 14-16 daga ævintýraferð til Kúbu þar sem þú nýtur og upplifir allt það besta sem þessi fagra eyja hefur að bjóða. • 26. feb. (aukaferð 16 dagar) - örfá sæti taus • 7. mars - uppselt • 21. mars - uppselt Heimsferðir Skógarhlíð 18 • Slmi 595 1000 • www.heimsferdir.is rótsterkt Kúbverskt kaffi og éta mango í öll mál, að heyra oft á dag .where are you from?“, „amigo“ og ,Want to buy a cigar?" og síðast en ekki síst allt frábæra fólkið sem ég kynntist þarna úti,” segir Gunnar þegar hann rifjar upp þessa ógleym- anlegu og lærdómsríku ferð. Nægjusemin allsráðandi Mikill munur er á áherslum í dag- legu lífi hjá Islendingum og Kúbverj- um og það var eitthvað sem Gunnar tók vel eftir á Kúbu. „Fólkið á Kúbu þarf að lifa við ein- ræðisstjórn í hálfgerðu stofufangelsi, á meðan við lifum frjáls í lýðræðis- ríki. Fólkið þarna er samt sem áður almennt mjög ánægt með lífið og nægjusemin er allsráðandi, annað en á Islandi þar sem að flestir sækj- ast eftir peningum og efnishyggjan ræður ríkjum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Það er þó ótrúlegt en satt að það er margt líkt með sögu landanna. Bæði löndin háðu langa og stranga sjálfstæðisbaráttu við of- urefli stórþjóða. Löndin fengu svo bæði sjálfstæði um miðja síðustu öld og það var ekki fyrr en fyrst þá að löndin fóru að þróast og nútíma- væðast." Bróðir Che Guevara áhuga- samur um fslendingana Gunnar og félagar hans urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta bróður Che Guevara sem lést fyrir aldur fram þegar hann var skotinn af bólivíska hernum árið 1967. „Faðir Arnau, sem var með okkur þarna úti, þekkti konu sem þekkti konu sem þekkti bróðir Che, en hann heitir Ramiro og þegar hann frétti að þrír íslendingar væru að fara að gera heimildarmynd um lífið á Kúbu þá varð hann svo æstur í að fá að hitta okkur að hann bauð okk- ur að gista heima hjá sér. Við gistum heima hjá honum i eina viku á með- an við vorum við tökur í Havana. Það tókst með okkur öllum góður vinskapur og viljum við virða þá ósk hans um að tala ekki um hvað fór okkar á milli á þeim tíma sem dvöl okkar stóð,“ segir Gunnar að lokum, ákveðinn í því að þessi för verði ekki hans síðasta til Kúbu. 99................... Fólkið á Kúbu þarfað lifa við einræðisstjórn í hálfgerðu stofufang- elsi, á meðan við lifum frjáls í lýðræðisríki. Haustið er góður tími til útplöntunar Rósakvistur 399 kr. Lerki 490 kr. Runnamura 399 kr. Dvergkvistur 399 kr Myrtuvíðir 490 kr. Sitkagreni 750 kr Blágreni 490 kr. limreymr 950 kr Sunnukvistur 550 kr 20-60% afsláttur af trjóm og runnum! Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.