blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 21
blaöið FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005
VXÐTAL I 21
Nú er komið framhald af mynd-
inni Deuce Bigalow - Male gigalo
sem sló í gegn fyrir tveimur árum.
Myndin fjallaði um lúðann Deuce
Bigalow sem gerist fylgdarsveinn
fyrir röð einkennilegra tilviljana.
Fyrir þá sem ekki vita hvernig
fylgdarsveinn starfar þá tekur
hann borgun fyrir að fara út með
kvenmönnum - með ýmissi þjón-
ustu innifalinni. Nýja myndin
heitir Deuce Bigalow - European
gigalo og af því tilefni er Rob
Schneider sem leikur titilhlutverk-
ið í myndinni á ferð um Evrópu
til að kynna myndina. Hann lét
tækifærið til að koma til íslands
sér ekki úr greipum renna.
Hvernighefurþú það?
Ég hef það mjög gott, svolítið þrey tt-
ur eftir flugið. Ég kom hingað með 16
ára dóttur minni og hún er sofandi
á hótelinu okkar núna og er mjög
spennt. Ég var spenntastur að koma
hingað af öllum stöðunum sem ég fer
á svo ég er mjög vel upplagður.
Hvað œtlar þú að gera hér á Islandi?
Ég ætla að skoða mig um, fara í 66°
norður og kaupa mér peysu. Kannski
ég fái mér líka íslenska konu. Clint
Eastwood er hér líka og kannski ég
rekist á hann.
Þekkirþú Clint?
Nei en ég hef heyrt um hann. Hver
þekkir ekki Dirty Harry?
Ertu þá á lausu?
Já, það má segja það, ég er opinn
fyrir öllu. Sjáum til hvað gerist eftir
þessa ferð.
Myndin vartekin íAmsterdam, hvern-
ig leist þér á þá borg?
Amsterdam er mjög falleg borg,
ég var þar í marga mánuði við tökur.
Hún er svona 400 ára gömul og hefur
mikla sögu að baki. Ég var samt ekki
á “kaffihúsunum” að reykja gras all-
an tímann. Kannski tvisvar bara.
Hver finnst þér vera meginmunurinn
á Ameríku ogEvrópu?
Sagan. Ameríka er í raun mjög ung.
Heimabærinn minn heitir Pacifica
og er bara sex árum eldri en ég. í New
York eru pylsuvagnarnir sögufrægar
byggingar. Það er ekki þessi dýpt
menningar og bókmennta eins og
í Evrópu. Ég held að flestum Banda-
rfkjamönnum finnist það vera það
sem heillar mest við Evrópu. Ég held
meira að segja að ég vilji búa á Spáni.
Ég myndi líka vilja gera kvikmynd í
Þýskalandi og á Spáni. Kannski hér á
íslandi, Clint Eastwood hefur örugg-
lega einhverja hugmynd handa mér.
Þegar myndin Pretty Woman kom
út reyndu margar amerískar stúlkur
að verða vœndiskonur þar sem starfs-
greinin var sveipuð ævintýraljótna
í myndinni. Heldur þú að Deuce Bi-
galow eigi eftir að hafa þannig áhrif
á karlþjóðina?
Fylgdarsveinar eru ekki endilega
nauðsynleg starfsgrein. Konur geta
alltaf fengið karlmann í það sem
þeim þóknast þannig að ég held að
karlmenn muni ekki reyna að feta
í fótspor Deuce vegna þess að þeir
hefðu þá ekkert að gera.
Eru þá vœndiskonur semsagt nauðsyn-
legar?
Á meðan karlmenn vita ekki hvern-
ig þeir eiga að höndla kynferðislega
orku sína þá eru vændiskonur nauð-
synlegar og verða til staðar áfram. Ég
held að í þróun mannsins taki það
nokkur þúsund ár í viðbót til að ná
þeim þætti úr uppbyggingu sumra
karlmanna, að sækja í vændiskon-
ur til að fá útrás. Það eru til fylgd-
arsveinar sem eru samkynhneigðir
sem er í raun bara menn sem fara
út saman og það er öruggara en ann-
ars konar vændi. Það er margt ljótt
í heimi vændis. Kúnnarnir ganga af
göflunum og vændiskonur eru oft
drepnar. Það er til dæmi um að kon-
ur séu neyddar til vændis svo það er
margt mjög slæmt við þennan heim.
Hver var þá hugmyndin að tnynd-
inni?
Mér fannst þetta í raun bara fynd-
in hugmynd til að byrja með en í raun
hefur sagan tilgang. Hún er að konur
vilja ekki menn sem eru fullkomlega
vaxnir og fagrir sem styttur. Það
sem konur vilja er nánd. Karlmaður
verður að láta konu finnast hún mik-
ilvægasta manneskjan í lífi hans. Ef
hann er með risavaxin lim þá hjálpar
það en það er sjaldnast númer eitt hjá
konum.
Hvað gerirþú til að kveikja íkonu?
Ég fór til dæmis á nuddnámskeið
og hingað til hefur fótanuddið mitt
ekki klikkað. Svo klikkar aldrei að
horfast í augu við konu, þær vilja
sterkt augnsamband.
Rob gafviðtöl í Smárabíói þarsem bú-
ið var að koma fyrir heitum potti þar
sem þrjár föngulegar íslenskar dömur
létu fara vel um sigá bikiníi.
Erþetta ekki svolítið karlrembulegt?
Jú, mér finnst það. Þetta er bara
svo opið samfélag að mér finnst þetta
bara fyndið, lífgar upp á umhverfið.
Þeir sem eru að kynna myndina hér
á landi fannst þetta góð hugmynd og
ég ætla ekkert að mótmæla því.
Hefur þú heyrt eitthvað um íslenskt
kvenfólk?
Já, vinur minn kom hingað og
hann var búinn að segja mér að þetta
væru fallegustu konur í heimi. Það
eru allir mjög viðkunnanlegir og
hann eignaðist fjölda vina hérna.
Heldurðu að það komi annað fram-
hald - eins og til dcemis Deuce Bi-
galow - Icelandic gigalo?
Nei, ég held ekki. Kannski að hún
gerist samt í mínu einkalífi en mynda-
vélarnar verða víðsfjarri.
katrin.bessadottir@vbl.is
CimiFIEO
ViSA
• *
I * •
^ Alltað70%afsláttur
RYMINGADAGAR
FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
ALPHACOOL - VATNSKÆLING
HPR707-5.1MP
SKJÁKORT: HIS RADEON 9550 SKJÁKORT: HIS RADEON X800 SKJÁKORT: HIS RADEON X700
USB 2 STARTERKIT
ADSL FIREWALL ROUTER
USB2H0STPC CARD
RATPADZ - MUSARMOTTA
RATPADZ - MUSARMOTTA
RAPSODY
VIJETALK2.0 PRO
X-POINTERII
KORTALESARI15IN 1
50
cr>
o
c=
o
50
HEILSTÆÐ LAUSN FYRIR » i - USB 2.0 intérface r 1 S i i LASERBENDILL - VIRKAR SEM 1 l LES:
STAFRÆNA SKEMMTUN l i - 1.2MEGA Pixel support i I MÚS/LYKLABORÐ! -TILVALIÐ í 1 • MMC, SD, SM, MD, CF, XD, MS
HEIMILISINS! a i - Innbyggöur hljóðnemi t i POWERPOINT KYNNINGAR 1 l OG MSPRO.