blaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 26
26 I FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2005 blaði6
Eyrarbakki og Stokkseyrí
- Perlur t nágrenni Reykjvíkur
Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö
sögufraeg þorp við suðurströnd Ár-
nessýslu. Þar var áður mikið útræði
ogbátaútgerð til skamms tíma. Nokk-
ur fiskvinnslufyrirtæki eru í þorpun-
um og á Eyrarbakka er verksmiðjan
Alpan, sem framleiðir ýmsar vörur
úr áli, þ.m.t. potta og pönnur, sem
fara á markað hérlendis og erlend-
is. Þorpin byggðust upp í kringum
bátaútgerð og þjónustu við nærsveit-
irnar og sinna nú mikilvægri félags-
þjónustu fyrir þær og íbúa sína. Með
bættum samgöngum, einkum eftir
byggingu brúar yfir ósa Ölfusár,
hefúr þjónusta við ferðamenn auk-
ist verulega og vinsælt er að veiða í
Ölfusárósum.
Friðland í Flóa
Friðlandið er á austurbakka Ölf-
usár norðan Óseyrarbrúar að
landamerkjum Sandvíkurhrepps í
Straumnesi. Það nær yfir mestan
hluta jarðanna Óseyrarness og Flóa-
gafls, alls u.þ.b. 5 km2. Það er 1-1'Æ
km á breidd og telst með Ölfusfor-
um til ósasvæðis Ölfusár, sem er
alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
Flæðiengjar og tjarnir setja svip á
ffiðlandið, sem er lágt og meðalhæð
yfir sjávarmáli aðeins 2 m, þannig
að sjávarfalla gætir þar í stórstreymi.
Umræða um endurheimt framræsts
votlendis hefur verið áberandi und-
anfarin ár og ýmis félög hafa lagt
henni lið. Fuglaverndarfélag íslands
fékkstyrkúr Umhverfissjóði verslun-
arinnar 1997 til að byrja endurheimt
votlendis og uppbyggingu friðlands
fugla í Flóa við Ölfusárós. Samtím-
is var gerður samningur við Eyr-
arbakkahrepp og vinna við verkið
hófst. Eftir sameiningu sveitarfélag-
anna í vestanverðum Flóa varð nýja
sveitarfélagið aðili að samningnum.
Konunglega breska fuglaverndarfé-
lagið hefur lagt þessu máli lið.
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyr-
ingafélaginu í Reykjavík árið 1949
til minningar um Þuríði Einarsdótt-
ur, formann, og horfna starfshætti.
Búðin stendur nálægt þeim stað,
sem búð hennar stóð. Hún fór í sinn
fyrsta róður ellefu ára gömul á bát
föður síns, en 17 ára varð hún háseti
upp á fullan hlut hjá bróður sínum.
Síðan stundaði hún sjósókn til 1843,
þegar hún hætti sjómennsku sökum
heilsubrests. Lengstum var hún for-
maður á sjómennskuferli sínum.
Baugstaðabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs, var
fyrsta veturinn á Islandi á Baugs-
stöðum, sem er núna í Stokkseyr-
arhreppi. Skömmu eftir aldamótin
1900 var þar byggt rjómabú, sem var
rekið lengst allra slíkra í landinu,
allt til 1950.
Sjóminjasafnið Eyrarbakka
í safninu eru munir frá Eyrarbakka,
sem minna á sjósókn, iðnað og fé-
lags- og menningarsögu síðustu ald-
ar eða svo. Safnið var stofnað fyrir
forgöngu Sigurðar Guðjónssonar,
skipstjóra. Það var opnað árið 1989.
Stærsti og merkasti safngripurinn er
áraskipið Farsæll, tólfróinn teinær-
ingur með svokölluðu Steinslagi, en
Steinn Guðmundsson, bátasmiður,
smíðaði hann og yfir fjögur hundr-
uð önnur skip.
Húsið á Eyrarbakka
Húsið á Eyrarbakka er meðal elstu
bygginga landsins. Það var flutt inn
tilsniðið árið 1765 og er stokkbyggt
timburhús. Assistentahúsið er við-
byggingin að vestanverðu með tengi-
byggingu. Það var byggt árið 1881
og var upphaflega aðsetur verslun-
arþjóna Lefolii-verzlunarinnar. Fyr-
ir norðan Húsið eru útihúsin, sem
voru reist 1922 og kanínugarðurinn
svokallaði, þar sem ræktaðar voru
kanínur til manneldis.
Draugasetrið
Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð
í Lista og menningarverstöðinni á
Stokkseyri. Gengið er í Draugasetr-
ið inn af gömlu bryggjunni og er
það vel merkt. Þegar inn er komið
blasir Draugabarinn við en þar er
einnig afgreiðsla fyrir setrið sjálft.
Inni á Draugabarnum eru reyndar
nokkrir draugar og ber þar helst að
nefna Brennivínsdrauginn sjálfan
sem situr uppí rjáfri í einu horninu.
Útilokað var að hann fengi sína að-
stöðu annars staðar en inná barnum
og unir hann sér oftast nær mjög
vel. Á svæðinu er einnig boðið upp
á kajakferðir og í Töfragarðinum er
að finna afþreyingu fyrir alla aldurs-
hópa. Húsdýr.leiktæki, gamlar menj-
ar og veitingar.
Ferkari upplýsingar er að finna á
www.nat.is
Veiztu svarið?
I næstu viku verður fjallað um
ferðamannastaðinn, sem kem-
ur fram hér að neðan.
í Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns talað er um
garðbrot í dalnum. I upphafi
19. aldar var gerð tilraun til
búsetu í dalnum. Mikil gróð-
ursæld er þarna, þéttvaxið og
hávaxið kjarr, grösugir dahr
og fallegir lækir. Andstæður
í náttúrunni eru miklar og
óhætt er að segja, að þessi
staður sé hinn íjölsóttasti
meðal íslenskra ferðamanna.
Hér að ofan er getið
mjög vinsæls ferðamanna-
staðar á íslandi.
Sendiö svörin á netfangið ferdir@
vbl.is eöa á Blaðið, Bæjarlind 14-16,
201 Kópavogur
Frekari vísbendingar er aö finna á
www.nat.is
Verðlaunahafi
vikunnar
Sonja D. Hákonardóttir var svo
heppin að næla sér í nýjan Sony
Ericsson síma í ferðagetraun-
inni. Hún er ákaflega fegin að
fá nýjan síma því sá sem hún á
fyrir varð fyrir óhappi. „Síminn
minn lenti í svolítilli bleytu á
þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
og eyðilagðist.“ Sonja ferðast
töluvert um landið en hún er
búsett í Reykjavík á sumrin
og Akureyri á veturna þar sem
hún nemur hjúkrunarfræði við
Háskólann á Akureyri. „Ég er
fædd og uppalin á Barðaströnd
svo þetta eru töluverð ferðalög
en ég fer oft vestur á firði að
hitta fjölskylduna. Vestfirðir eru
minn uppáhaldsstaður á land-
inu en ég hef nú ekki verið dug-
leg við að ferðast innanlands í
sumar. Ég hef þó mjög gaman
af jeppaferðum á hálendið."
OG SVO AÐ VENJU VERÐLAUNIN
EINS OG SlÐAST.
Sony Ericsson
J300i í verdlaun!
Kajakferðir
Stokkseyri
, ‘rí4>j:
Ógleymanlegt æyintýri fyrir alla fjölskylduna
1 juli og agust