blaðið - 14.09.2005, Side 10

blaðið - 14.09.2005, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 bla6iö Talabani forseti íraks segir að allt að 50.000 bandarískir hermenn geti hugsanlega snúið til síns heimafyrir áramót. Bandartkjamenn eru ekki með neina tímaácetlun um brotthvarfhermanna. Bandaríkjamenn munu hugsanlega kalla allt að 50.000 hermenn heim frá írak fyrir árslok þar sem nóg er af íröskum hersveitum sem eru í stakk búnar til að taka að sér stjórn vissra landshluta. Þetta sagði jalal Talabani, forseti Iraks, í viðtali við dagblaðið Wahington Post í gær. Sagðist Talabani ætla að ræða fækk- un bandarískra hermanna á fundi með George W. Bush, Bandaríkjafor- seta, og taldi enn fremur að Banda- ríkjamenn gætu þegar hafið brott- flutning hersveita. „Við höldum að Bandaríkin hafi fullan rétt til að flytja sumar hersveitirnar heim frá Irak þar sem ég held að við getum lát- ið okkar sveitir leysa þær af hólmi“, sagði Talabani. „Að mínu mati verð- ur hægt að kalla heim á milli 40 og 50.000 hermenn fyrir árslok.“ Ráðgjafi Talabanis hafði samband við blaðið eftir viðtalið og sagði að forsetinn vildi ekki gefa til kynna sérstaka tímasetningu fyrir brott- flutninginn enda færi það eftir því hvernig til tækist í baráttunni gegn uppreisnarmönnum. George Bush hefur ekki viljað gera tímaáætlun um fækkun herliðs í Irak. Bandaríkin eru með um 140.000 hermenn í Irak og unnið er að þjálf- un íraskra hersveita til að taka við þeim en nýlegt mat bandaríska hers- ins dregur í efa hernaðargetu írösku hersveitanna. Róstursamt í Bagdad og íTal Afar Uppreisnarmenn vörpuðu sprengj- um á hið víggirta græna svæði í mið- borg Bagdad í gær. Tvær sprengjur sprungu í grennd við hersjúkrahús innan hins verndaða svæðis þar sem einnig er að finna aðsetur ríkisstjórn- ar Iraks, þingið og erlendar hjálpar- stofnanir. Ekki er vitað um nein slys á fólki í þessum árásum. Þá voru enn fremur um 400 grunaðir uppreisnar- menn handteknir í tilraun til að ná borginni Tal Afar í norðurhluta lands- ins aftur á sitt vald. ■ Meira en 500 látnir Bush heimsækir hamfarasvæóin Kapítalisminn blómstrar í Kína Disneyland í Kína Gestur á opnunardegi Dineylands f Hong Kong fylgist með skrúðgöngu. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, heimsótti New Orleans fyrr í vik- unni. Þetta var fyrsta heimsókn forsetans til borgarinnar síðan ham- farirnar riðu yfir Mexíkóflóa. Áður hafði hann flogið yfir borgina en ekki séð eyðilegginguna af jörðu niðri. Einnig heimsótti hann út- hverfi borgarinnar sem varð illa úti og borgina Gulfport í Mississippi. Með þessu vildi Bush svara gagn- rýni um slæm viðbrögð við hamför- unum en forsetinn hefur ekki verið óvinsælli síðan hann tók við emb- ætti í ársbyrjun 2001. Á sama tíma og George Bush heim- sótti New Orleans sagði Michael Brown, yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna, af sér í kjölfar mik- ils þrýstings og harðrar gagnrýni vegna vinnubragða hans og við- bragða við hamförunum. Staðfest hefur verið að meira en 500 manns fórust í hamförunum við Mexíkóflóa fyrir rúmum tveim- ur vikum. Tala látinna á örugglega eftir að hækka en embættismenn telja að endanleg tala verði undir 10.000 manns. George Bush, Bandaríkjaforseti, heim- sækir fórnarlömb fellibylsins Katrinu í borginni Gulfport f Mississippi. Blindur ökumað- ur bætir met Suður Afríkumaður varð hraðskreið- asti blindi ökumaður heims í síðustu viku eftir að hafa ekið Maserati biffeið á 269 km hraða. Fyrra metið sem bresk- ur bankastjóri átti var 233 km/klst. Hinn 33 ára Hein Wagner sem hefur verið blindur ffá fæðingu naut aðstoð- ar sjáandi leiðsögumanns við tilraun- ina. Að ökuferðinni lokinni sagðist Wagner vilja reyna þetta aftur á flugvél. Tilgangur ökuferðarinnar var að vekja athygh almennings á vanda blindra og safna fé í stuðningssjóð fyrir sjón- skerta. Wagner kvaðst hafa ekið án tryggingar enda hafi enginn treyst sér tilaðtryggjahann. fraskir hermenn leika kotru viö íbúa í borginni Tal Afar. Allt að 50.000 hermenn heim Fjöldi fólks beið í ofvæni eftir að Disneyland í Hong Kong opnaði hlið sín almenningi í fyrsta sinn á mánudag. Um 5.000 manns vinna í skemmtigarðinum sem kostaði um 3,5 milljarða bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að gestir verði 5,6 milljón- ir á fyrsta árinu. Disney-fyrirtækið bindur vonir við að skemmtigarður- inn sem er sá ellefti í röðinni, verði aðdráttarafl fyrir sterkefnaða kín- verska ferðamenn sem hafa það orð á sér að vera eyðsluklær. Robert Iger, forstjóri Disney-fyrir- tækisins, telur enn fremur að garð- urinn verði fyrsta skref 1 frekara landnámi fyrirtækisins í Kína þar sem heilu kynslóðirnar hafa alist upp án þess að komast í kynni við Mikka mús og félaga. p ashtanga jóga byrjenda- og framhaldsnámskeið power jóga hatha jóga meðgöngujóga kennsla hefst 19. september skráning í síma 553 0203 og istefan@mi.is yoga shala reykjavík engjateigur 5 !

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.