blaðið - 14.09.2005, Side 26

blaðið - 14.09.2005, Side 26
26 I FYRIR KONUR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MaöÍA Húsmœður œttu aðfá 43 milljónir á ári Skammarlega lág laun fyrir umönnun að mati hagfræðings hjá ASÍ Flestir þekkja að minnsta kosti eina ofurmömmu. Hjá ofur- mömmum er heimilið alltaf tand- urhreint, fötin alltaf eins og ný, börnin hrein og vel klædd, hver máltíð búin til frá grunni auk þess sem brauðið og bakkelsið er heimabakað. Hún er nokkurs konar einkabílstjóri sem keyrir börnin í og úr skóla og tómstund- astarfi auk þess að vera í sjálf- boðastarfi sem foreldrafulltrúi í skólanum og tómstundunum. í nútímasamfélagi er allt hugsað út frá peningum og því kominn tími til að skoða hvað ofurmamman er í raun að spara samfélaginu og hvað hún ætti að fá í laun. Ef laun ofurmömmunnar eru skoð- uð þá vaknar upp sú spurning hvern- ig hægt sé að reikna það út þar sem enginn sérstakur mömmutaxti er til. Ofurmamman sinnir í raun ýmsum störfum svo sem bakstri, þrifum, barnapössun, akstur svo eitthvað sé talið til. Bandaríska fyrirtækið, Edel- man Financial Services, lagði saman árslaun verkamanna í 17 iðngreinum og fékk út árslaun annasamrar móð- ur sem voru rúmlega 43 milljónir. Umönnunarstörf vanmetin Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Islands segir þessa tölu vera mjög athyglisverða. „Ég hef ekki forsendur til að segja hvort talan sé of há eða of lág en það sem slær mig fyrst er að þetta sýnir að þessi umönnunarstörf kvenna á heimilum hafa verið vanmetin. Jafn- vel þó þessi störf sem unnin voru á heimilinu séu komin út á markað- inn þá eru þau ennþá vanmetin og við erum að borga skammarlega lág laun fyrir þessi störf.“ Ekki hagstætt að kon- urvinni heima Stefán segir að það sé þó ekki hag- stætt að konur vinni heima, að minnsta kosti ekki séð út frá hag- fræðinni. „Það er hægt að hugsa þetta út frá tveimur forsendum. Það er hægt að hugsa þetta kalt út frá hagfræðinni og þá myndi mað- ur mæla með að konur nytu sömu möguleika og karlar í að mennta sig, vinna sig upp metorðastigann og komast í störf úti á vinnumark- aði þar sem hæfileikar þeirra liggja. En svo er hægt að hugsa þetta út frá gamaldags, rómantískum forsend- um og segja að það sé fjölskyldunni til góðs ef það er húsmóðir á heimil- inu sem heldur öllu saman.“ Hærri laun Stefán segir það augljóst að verð- mæti liggi í umönnunarstörfum. ,Það sem slær mig er að þessi tala sýnir það hversu mikil verðmæti liggja í þessum hefðbundnu kvenna- störfum, hvort sem þau eru unnin innan veggja heimilisins eða annars staðar. Ef ég ætti að draga einhverj- ar ályktanir af þessu þá væru það þær að það væri rétt að borga hærri laun fyrir þessi umönnunarstörf.“ svarihvit@vbl.is Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustyringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 til að sannfærast. www.ecc.is ECC 5kúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 Stelpur og smokkar Ég tók þátt í því að dreifa smokkum til vegfarenda á Hinsegin dögum í haust, ásamt nokkrum samstarfs- mönnum mínum á SkjáEinum. Við sátum á bílpalli á Laugaveginum og buðum þeim sem vildu upp á ókeyp- is smokkapakka. Tilgangurinn var vitanlega að minna á að það borgar sig að setja öryggið á oddinn og op- in umræða um smokkinn borgar sig. Alnæmi, klamidía, ótímabærar þunganir... þarf að segja meira til að mæla með smokknum? Það sem vakti athygli mína var að ungar stúlkur voru duglegastar að rétta fram hendurnar og þiggja smokkana. Þær voru alveg ófeimnar við að bera sig eftir verjunum. Tímarnir hafa breyst frá því að ég var unglingur. Ég man svo vel eftir því þegar ég sá stelpu í fyrsta skipti með smokk i fórum sínum. Á rúntinum niðrí bæ, í þá daga þegar unglingar gengu hring eftir hring í kringum Hallærisplanið, hitti ég 14- 15 ára stelpu sem sýndi mér smokk sem hún var með á sér. Hún sagðist búa í úthverfi og ef hún fengi ekki far heim með einhverjum um nótt- ina þá þyrfti hún að verða sér úti um gistingu. Og þá var eins gott að vera með smokk á sér sagði hún. Ég gleymi aldrei þessari stelpu. Það er eiginlega allt hræðilegt við þetta nema það hvað hún var ófeimin við smokkinn - hún var á undan sinni samtíð að ganga með smokka á sér. En hvers vegna fór hún ekki bara fyrr heim með strætó? Hvað var hún eiginlega að flýja heima hjá sér? Og hvers vegna reiknaði hún með að þurfa að „borga“ fyrir næturgist- ingu með þessum hætti? Við þessu fást ekki svör og ég hef aldrei séð hana aftur. I Kenýa hitti ég unglinga sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Þeir eiga ekki fyrir smokkum og læra það í skólanum að besta vörnin gegn alnæmi sé að stunda skírlífi fram yf- ir giftingu. Það væri óskandi að ung- lingarnir fengju að ráða þessu sjálfir, hefðu aðgang að smokkum eða gætu varðveitt meydóminn fram yfir gift- ingu. En því er ekki þannig farið. Á veggjum í fátækrahverfi í Nairobi höfðu borgaryfirvöld séð ástæðu til að láta mála skilaboð á veggina, sem sýndu á myndrænan hátt að kynferðisofbeldi er bannað og að nauðgun er glæpur. (Ekki var hægt að skrifa skilaboðin vegna ólæsis í fá- tækrahverfinu). íbúar þarna sögðu mér að árásir og kynferðisglæpir væru daglegt brauð og unglingar í hættu. Þau geta ekki varið sig. Og ég hugsaði með mér hvað við höfum það gott á íslandi. Hér er smokkum dreift ókeypis í skrúð- göngu sem fagnar margbreytileika mannlifsins. Það er gott að ung- lingar eru ekki lengur feimnir við smokkinn. En ég vona samt að ung- lingsstélpur í dag fari frekar fyrr heim með strætó en að verja sig með sama hætti og stelpan sem ég hitti á Hallærisplaninu forðum daga. ■ Smart í skólann Laugavegi 54, sími 552 5201 Ný sending Leðurjakkar Litir: svárt - brúnt hvítt - rautt áður 14.990 nú 11.990

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.