blaðið - 03.10.2005, Side 2

blaðið - 03.10.2005, Side 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöið FJÖLMIÐLAR Gerbreytt fjölmiðla- umhverfi í vændum Atburðir undanfarinna daga kunna aðýta á lagasetningu umfjölmiðla. Gera á aðra tilraun til þess að setja fjölmiðlalög og einnig styttist í ný lög um Ríkisútvarpið. Allt útlit er fyrir að fjölmiðlaum- hverfi muni breytast verulega á næstu misserum, en á þinginu, sem var að hefjast, verða að líkindum lögð fram frumvörp að nýjum fjöl- miðlalögum og frumvarp um Ríkis- útvarpið. Eftir að fjölmiðlalögin voru af- numin í fyrra var skipuð nefnd með fulltrúum allra flokka til þess að semja skýrslu um stöðu fjölmiðlun- ar og með hvaða hætti ætti að haga löggjöf um hana. Niðurstaða nefnd- arinnar var sú að tryggja þyrfti fjöl- breytta fjölmiðlun í landinu og að hömlur á eignarhald kynnu að vera nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir samþjöppun á því sviði. Var þar helst rætt um að fjölmiðlar, sem hefðu útbreiðslu yfir tilteknu við- miði, yrðu að vera í dreifðri eign. Var þá helst rætt um að enginn einn eða skyldir aðilar mættu eiga ráðandi hlut í miðlinum og var þá rætt um 25% eignarhlut í því samhengi. Það gæti haft veruleg áhrif á eignarhald á Morgunblaðinu, Baugsmiðlum og Blaðinu. Þrátt fyrir að víðtæk sátt hafi náðst um skýrslu nefndarinnar síð- astliðið vor eru menn mistrúaðir á að hún haldi. „Þetta var lægsti sam- nefnarinn," segir einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ríkar efasemdir um að frumvarp í takt við skýrsluna komi að nokkru gagni. Hann nefnir atburði undan- farinna daga og segir að þeir kunni að hafa skerpt á mönnum, en bendir jafnframt á að ný lög, sem kveði á um 25% hámarkshlut þyrftu litlu að breyta. „25% hlutur var það, sem Jón Ásgeir nefndi sem hæfilegan og við- unandi hlut að sínu mati og er litlu minna en Baugur er með núna, en samt ræður hann öllu hjá Baugsmiðl- unum.“ Á hinn bóginn er vafasamt að framsóknarmenn á þingi leggi i að breyta mikið út frá tillögum nefnd- arinnar. Þar í flokki vilja menn ekki rugga bátnum og telja sig hafa tap- að miklu fylgi á fjölmiðlamálinu i fyrra. Ný lög fyrir RÚV Rætt hefur verið um það um árabil að skilgreina þurfi hlutverk og starf- semi Ríkisútvarpsins upp á nýtt, en mikið þykir skorta á að stofnunin hafi fylgt breyttum tímum eftir. Fyrst og fremst verður sjálfstæði stofnunarinnar aukið á þann hátt að hún geti brugðist við aðstæðum á skjótari hátt en verið hefur. Til stend- ur að leggja útvarpsráð niður í núver- andi mynd, en á hinn bóginn verður embætti útvarpsstjóra eflt til muna. Eitt hið umdeildasta við þessar breytingar er breyting Ríkisútvarps- ins í hlutafélag, en við það er tals- verð andstaða úr mörgum hornum. I stjórnarmeirihlutanum hreyfðu framsóknarmenn miklum mótmæl- um við því fyrirkomulagi og vildu fremur að RÚV yrði sameignarfélag þó eigandinn væri aðeins einn. Frá því hefur þó verið horfið, m.a. vegna athugasemda frá ESA. Starfsmenn RÚV segja Pál Magn- ússon, hinn nýja útvarpsstjóra, miða störf sín við að lögin breytist innan skamms. Því gangi skipulags- breytingar nú skemur en útvarps- stjóri vildi, en hann sé þegar farinn að leggja drög að umfangsiniklum breytingum á næsta ári. Babyshambles, Pete Doherty f bláu. Iceland Air- waves aflýsir Babyshambles I ljósi handtöku Pete Doherty, söngvara hljómsveitarinnar Ba- byshambles, á Englandi í gær hefur Hr. Örlygur, framkvæmd- araðili Iceland Airwaves hátíð- arinnar, ákveðið að aflýsa bók- un Babyshambles á hátíðina. í yfirlýsingu frá Hr. Örlygi segir: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Pete Doherty á við alvarlegan vímuefnavanda að stríða. Ba- byshambles hefur þrátt fyrir það tekist að fá frábæra dóma í breskum fjölmiðlum fyrir þá tónleika sem sveitin hefur spil- að á það sem af er árinu. Per- sónuleg vandamál Pete Doherty hafa hins vegar náð nýjum hæð- um undanfarna daga og er nú svo komið að Hr. Örlygur met- ur stöðuna svo að ekki sé rétt- lætanlegt að standa fyrir komu Babyshambles til Islands." ■ Alvarleg líkamsárás Ungur maður liggur á gœsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss eftir hrottalega árás í einkasamkvœmi í Garðabœ. Áflog brutust út og bárust út á götu þar sem lagt var til höfuðs mannsins með stóru eggvopni. Vakthafandi læknir á bæklunardeild Landspítalans vildi ekki gefa upplýs- ingar um líðan mannsins þegar innt var eftir þeim í gær. Maðurinn liggur á gæsludeild með töluverða áverka. Hann er höfuðkúpubrotinn og með tvö sár á höfði auk þess sem hann missti mikið blóð og segir varðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði að auð- veldlega hefði getað farið mun verr miðað við árásina og hversu fast var slegið til mannsins. Félagi þess sem ráðist var á hlaut einnig einhverja áverka en slapp með minniháttar sár. Vopnið ófundið Fórnarlömb árásarinnar komu til gleðskapar í heimahúsi í Garðabæ en þar sló í brýnu milli þeirra og árásarmannanna sem fyrir voru í húsinu. Slagsmálin bárust út fyrir utan húsið þar sem brugðið var til vopna. Fórnarlömbin náðu að forða Stjórntækniskóli Islands Bildshöföa 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram (formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Vöruþróun Auglýsingar Viðskiptasiðferði Sölustjórnun og sölutækni Vörustjómun Áætlanagerðir Lokaverkefni „Sölu- og markaösfræöi- nám Stjórntækniskóla is- lands er afar hagnýtt og gott nám fyrir alla þá er starfa viö sölu- og mark- aösmál. Námiö er mjög markvisst og hefur nýst mér vel f starfi frá upp- hafi og kemur til meö að gera þaö i framtföinni." Gróa Ásgeirsdóttir, Flugfélag Islands. „Ég mæli tvfmælalaust meö þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. sér í bíl og koma sér á bráðamóttöku. Árásarmennirnir fóru hins vegar aft- ur inn í húsið og voru þar enn þeg- ar lögreglan kom á svæðið. Þá var einnig foreldri á svæðinu en lögregl- an gat ekki sagt til um hvort það hafi verið til staðar allan tímann. Vopnið var ekki enn fundið þegar haft var samband við lögregluna í gær en tal- ið er að um stóran hníf sé að ræða, skilgreiningaratriði sé hvort það hafi verið sveðja. Lögreglan þekkti árásarmennina af fyrri ódæðum þeirra en kannað- ist ekki við fórnarlömbin. Þó er talið víst að árásarmennirnir hafi þekkt fórnarlömb sín. Þá gat lögreglan ekki svarað því hvort málið væri rannsakað sem líkamsárás eða hugs- anlega tilraun til manndráps í ljósi þess hversu alvarleg árásin var. Hins vegar var krafist gæsluvarðhalds yf- ir mönnunum og þeir teknir fyrir dómara í gærkvöldi í því skyni. ■ BMit/SteinarHugi Fórnarlamb alvarlegrar likamsárásar er í sólarhringsgæslu eftir höfuðkúpubrot og miklar blæðingar. Leiksvæði í Breiðhoit- inu bætt Sjálfstæðismenn (borgarstjórn hafa lagt til að framkvæmda- ráð ráðist í átak í því skyni að bæta leiksvæði, opin svæði, íþróttasvæði og skólalóðir í Breiðholti sem ætluð eru til útivistar og íþróttaiðkunar. Afgreiðslu málsins var ffestað í framkvæmdaráði að ósk full- trúa Reykjavíkurlista. Kjartan Magnússon lagði tillöguna fram og segir m.a. í henni að vinna þurfi greinargerð með yfirliti yfir öll svæði sem þessi ásamt lista yfir atriði sem er ábótavant. Fara þurfi yfir hvernig viðhaldi hefur hingað til verið háttað og koma með tillögur til úrbóta. Jafnframt skuli áhersla lögð á almenna andlitslyftingu þessara svæða og fegrun þeirra til lengri tíma með það að markmiði að aðstaða til íþrótta, leikja og útivistar verði með hinu besta sem þekkist í borginni. ■ O Heiöskirt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar //' Rigning 9 9 Súld Snjókoma Slydda Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Paris Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 15 21 17 17 14 14 13 14 15 19 20 13 17 24 15 16 13 08 15 24 12 14 4° 40 '/A / // 40 / // .0 6° "Ð /// // / // /// Veðurhorfur í dag ki: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands '// /// 70 ^ 6°/// ~ A morgun '/'/'/, /// 7” O //// 1 /// VÁ /// 8° 00 0

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.