blaðið - 03.10.2005, Page 19

blaðið - 03.10.2005, Page 19
blaðið MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 VIDTAL 119 99..................................................... „Halldór hefur hins vegar aldrei verið maður fjöldans. Hann hefur aldrei átt auðvelt með að þola andstöðu og aðrar skoðanir en sínar eigin. Ég er hræddur um að hann safni í kringum sig ofmörgum já-mönnum." miklu máli. Davíð Oddsson hefur náð til fólksins enda hefur hann yfir- leitt verið skemmtilegur á að heyra og opinskár, þótt hann hafi stund- um verið einsýnn og sett undir sig hausinn.“ En hvað um Halldór? „Ef þú átt við hvort Halldór hafi þessa sömu útgeislun þá held ég að hann hafi hana ekki. Því miður.“ Þú naust alþýðuhylli á þinni tíð. Gerðir þú eitthvað sérstakt til að ná tilfólks? „Ég vil ekki segja að ég hafi gert neitt sérstakt til þess, en ég hef alltaf haft gaman af að ræða við fólk. í forsæt- isráðherratíð minni var ég með viðtalstíma og þangað kom fólk og talaði um sín mál. Eg lærði mikið af þeim fundum. Ég held að það sé um að gera að vera bara maður sjálfur, vera hreinskiptinn. Allir gera mistök og ég sá aldrei ástæðu til að neita því ef mér urðu á mistök. Þegar ég var innan um fólk fannst mér alltaf að ég væri einn af þeim og mér finnst það enn í dag. Enn vinda margir sér að mér til að ræða um daginn og veg- inn og mér finnst það þægilegt." Græðgin er orðin drifkraftur Hvað segirðu um gríðarlegt veldi við- skiptablokka hér á landi? „Ég ber vissa virðingu fyrir dugnaði og djörfung þessa fólks. Hins vegar er of mikið komið á of fáar hendur í okkar litla þjóðfélagi. Ég verð að segja það. Þegar græðgin er orðin drifkrafturinn, leika verstu eigin- leikar mannsins lausum hala. Menn eru jafnvel farnir að boða að græðgi sé nauðsynleg til að efnahagslífið blómstri. Þetta vil ég ekki sam- þykkja. Við þurfum að standa gegn græðginni. Hvað hafa menn að gera með að borga sér í laun margar milljónir á mánuði. Til hvers? Geturðu sagt mér það? Þegar menn segja að þjóð- artekjurnar hafi stóraukist, hvar hafa þær fyrst og fremst aukist? Stjórnmálamenn eiga ekki að lækka skatta meðan þeir geta ekki séð fyrir þörfum fólksins. Ég sé ekki eftir því að borga skatta. Mér finnst það sjálf- sagt til að bæta velferð þeirra sem minna mega sín. Ég er með mjög góð eftirlaun og hef ekkert að gera við meira. Til hvers voru menn að setja ný eftirlaunalög og stórhækka eftirlaun sjálfs sín? Mér finnst eins og græðgin hafi seilst inn í alla króka og kima. Ég lærði margt af föður mínum. Þegar ég keypti þessa lóð hér á Arn- arnesinu árið 1963 þá voru óseldar fimm sjávarlóðir á tanganum. Ég fór til pabba og bað hann um aðstoð við að fá lán til að kaupa lóðirnar því ég þóttist viss um að stórgræða á þeim. „Þarftu á því að halda?" spurði hann og bætti við: „Ég held að þú munir hafa meiri áhyggjur og vanlíðan af að eiga þessar fimm lóðir í nokkur ár en sem réttlætir þann gróða sem þú kannt að bera af því.“ Hann neitaði að hjálpa mér. Ég hefði stórgrætt ef ég befði keypt en ég hafði aftur á móti engar áhyggjur. Ég er sannfærður um að faðir minn hafði á réttu að standa. Menn eiga ekki að seilast eftir meiru en þeir þurfa á að halda til að sjá sér og sín- um nánustu farborða. Þetta virðist gleymt hjá stórum hluta þjóðarinn- ar, því miður.“ Hvaðfinnst þér um Baugsmálið? „Ég er fegnastur því að þurfa hvergi að koma nálægt því máli og vil sem minnst um það segja. Baugsmálið er sjálfstætt mál fyrir dómstólum og á að hafa sinn gang þar. Mér finnst það komið út í persónulegt skítkast, sem ég er búinn að fá mikið meira en nóg af og auðvitað er það ótrúlegt að persónulegur tölvupóstur, hvað sem í honum stendur, skuli vera kominn í fjölmiðla." Vafasamt tjölmiðlaveldi Baugs Davíð Oddsson hefur kvatt stjórn- málin. Hvaðfinnstþér um hann? „Ég get sagt margt gott um Davíð og okkar samstarf. Eg talaði oft við hann þegar hann var borgarstjóri og ég forsætisráðherra og okkar sam- skipti voru ágæt. Langstærsta afrek Davíðs var að sameina Sjálfstæðis- flokkinn, því sá flokkur var áður samsafn af héraðshöfðingjum þar sem hver höndin var upp á móti ann- arri. Þetta gerði lífið óbærilegt fyrir bæði Geir Hallgrímsson og Þorstein Pálsson. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur staðið heilshugar á bak við Davið, allavega hefur maður ekki séð opna bresti. Davíð setti markið strax á einkavæðingu og honum tókst að koma henni í gegn með góðri aðstoð samstarfsflokka. Davíð getur verið stoltur af því að hafa náð öllum sínum sjónarmiðum fram, nema í íjölmiðlamálinu. Ég tel að íraksmálið hafi verið hans stærstu mistök. Ég er sammála því að það þarf að setja fjölmiðlalög en ég taldi frumvarpið sem Davíð lét semja mjög gallað. Nýtt frumvarp þarf að koma fram. Ég tel að hið mikla fjölmiðlaveldi Baugsmanna sé mjög vafasamt og ég fagna því að aðrir fjölmiðlar skuli ennþá vera til. Hvernig eru Fréttablaðið og aðrir miðlar Baugs fjárhagslega staddir? Spyr enginn að því? Er engin þörf að spyrja að því? Eru þeir kostaðir af öðru fé sem Baugur fær frá sínum verslunum og hagnaði erlendis og innanlands? Ég er enginn andstæð- ingur Baugs en mér finnst Baugs- veldið orðið hættulega stórt.“ Þú ert mikill náttúruverndarmað- ur. Ertu uggandi yfir virkjanafram- kvæmdum ríkisstjórnarinnar? „Ríkisstjórnina vantar hugsjón og stefnu á sviði umhverfismála. Mér líst ekki á álvæðingu landsins. Við verðum að gæta okkar á því að vera ekki of háðir einni atvinnugrein. Ég er einlægur náttúruverndarsinni og sé hættumerkin mikil og mörg. Við erum að spilla umhverfi okkar miklu meira en við gerum okkur grein fyrir og stefnum í mikla erfið- leika. Erfiðleikarnir eru ekki einung- is í umhverfismálum heldur einnig í efnahagsmálum. Við fögnum verð- bólguhjöðnun en förum of hratt í hlutina og óvarlega. Á minni pólit- ísku tið var sagt að það væri alvar- legt þegar skuldir einstaklingsins væru orðnar jafnháar ráðstöfunar- tekjum. Nú eru skuldirnar tvöfaldar. Getur þetta gengið? Hvað gerist ef ein stoðin brestur? Við gætum ekki að okkur. Vonandi verður engin koll- steypa.“ Nú ertþú orðinn 77 ára,finnurðu fyr- ir aldrinum? „Ég vinn mikið líkamlega vinnu, stunda smíðar og skógrækt, spila golf og syndi, hef samband við margt fólk og sit í nokkrum stjórn- um sem sinna umhverfis-, mannúð- ar- og hugsjónastörfum. Ég finn að ég þreytist meir en áður á löngum ferðalögum. Mér líður best þegar ég er uppi í sumarbústað, ekki síst með eiginkonu minni og börnunum og hef nóg að gera. Vakna klukkan átta, smíða eða planta trjám, fer í heita pottinn klukkan fimm og fæ mér einn lítinn „single malt“ skota af bestu gæðum. Það er yndislegt.“ kolbrun@vbl.is LOÐUR KYNNIR FRABÆRA ÞJONUSTU I NYRRI KYNSLÓÐ BÍLAÞVOTTASTÖÐVA. - Betri meðferð á bílnum með mjúkum og fleyglaga burstaendum. - Bónið endist lengur og bíllinn verður áberandi hreinn og glansandi með úrvals hreinsiefnum og sápum. - Alvöru bílaþvottastöð sem ræður við flestar stærðir bíla. - Nánast engin bið eftir þvotti, afkastagetan er allt upp í 60 bílar á klukkustund sem er mun meira en hjá hefðbundnum stöðvum. Opið virka daga kl. 8-19 og um helgar kl. 10-18 Fullkomnasta þvottastöðin á Islandi ÉÉ|H|k^ er í Bæjarlind 2, kjallara Tökumbílaá 35x12,5 tommu dekkjum SVAMPBURSTAR BYLTINGARKENND NÝJUNG í BÍLAÞVOTTI Á ÍSLANDI \J S/ j / • / ^ Ik-v / J Gældu við bílinn með léttum\ y C> og mjúkum svampburstum / í ^ aaaahhhhhhl \\'

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.