blaðið - 03.10.2005, Page 24

blaðið - 03.10.2005, Page 24
241 TÓMSTUNDIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 blaöi6 listamannanna. Besta tómstundin er oftar en ekki sú sem hvílir andann um leið og hún hjálpar manni að tjá þær tilfinningar sem annars eiga á hættu að byrgjast inni. Listræn tjáning er eflaust sú sem er hvað mest gefandi að þessu leyti. Hvort sem um er að ræða skáldskap, tónlist eða myndlist. Myndlista- skólinn í Reykjavík býður fólki á öllum aldri upp á styttri og lengri námskeið þar sem kenndar eru undirstöður ólíkra myndlista- greina. Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, segir að skólinn krefj- ist engrar lágmarksmenntunar og að fólk geti valið úr fjölda námskeiða. Námskeiðin í málun eru mjög vinsæl og afar fjölbreytt viðfangsefni sem nemendur ákveða að setja á strigann „Við erum með teiknideild, málara- deild, mótunardeild og keramik- deild. Við erum með fjöldann allan af námskeiðum bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Einmitt þar sem nemendur eru bæði að læra ákveðna tækni eða aðferð og svo líka þar sem þeir eru að prófa sig áfram í persónu- lega átt. Skoða hvað þeir hafa áhuga á og hvernig þeir eru að horfa á um- hverfi sitt,“ segir Ingibjörg og bætir við að skólinn skiptist í tvær deildir, þ.e. dagdeild og kvölddeild. „Við er- um með nokkra morgunhópa sem eru aðallega í málun en svo erum við líka með námskeið á kvöldin. Þau eru frá hálf sex til hálf tiu og þetta er allt einingabært nám. Það Listinfyrir lífið Endurnœring í gegnum myndlist Margir íslendingar hafa á einhverjum tímapunkti í lífi sínu dundað sér við það að setja saman módel. Það má segja að módel sé einhverskonar þrívíddar púsluspil. Hver hlutur á sér sinn stað og þegar þeir raðast svo Ioks saman verður til ein heild, ein mynd. Módelsmíði er einnig afar fjölbreytt og uppbyggileg leið til þess að hvíla andann eftir anna- saman vinnudag. Sú verslun sem hvað lengst hefur selt íslending- um módel af öllum stærðum og gerðum er Tómstundahúsið sem um árabil var staðsett á Laugar- veginum en flutti fyrir nokkru upp í Árbæ. Þar ræður ríkjum Kristný Björnsdóttir ásamt son- um sínum tveim. Kristný segir að þrátt fyrir að mód- elsmíðar séu ekki eins vinsælar og áður sé enn mikill áhugi fyrir hendi og fólk af öllum aldri sæki í þessa tómstund.„Það má eiginlega segja að þeir sem voru í módelum séu að byrja aftur og koma með börnin sín með sér. Aldurslega séð er þetta mjög blandaður hópur. Það eru krakkarnir og svo alveg upp úr.“ Kristný segir að í dag séu bílamódel mjög vinsæl þó einnig sé áhugi fyrir skipum og flugvélum af öllum gerð- um. „Bílar hafa selst mjög mikið. Ég hef tekið eftir því núna að fólk kaupir svona ameríska bíla sem það hefur kannski einhvern tímann átt. Svo er eftirsókn eftir nýrri bílateg- undum þó að allra nýjustu bílarnir séu ekki komnir í módel. Flugvélar og skip eru alltaf sígild módel en það fer mikið eftir því hvað er að ger- ast í heiminum." Krefst þolinmæði Að sögn Kristnýjar er módelsmíði auðveld og gefandi tómstund sem krefst þó þolinmæði. „Þú þarft á þol- inmæði að halda. Módelsmíði kenn- ir þolinmæði og fínhreyfingar. I nú- tíma þjóðfélagi er kannski skortur á því að fólk kunni að gera hlutina í ró og næði.“ Módelsmíði býður upp á styrkleikaflokka svo allir aldurshóp- ar geti tekið þátt. Þannig er hægt að byrja á einföldum módelum og fikra sig svo smám saman upp styrkleika- skalann. „Það eru fimm styrkleika- flokkar sem ráðast af stykkjafjölda módels. Fyrsti flokkurinn er sá ein- faldasti þar sem hægt er að smella pörtunum saman án þess að nota lím og stykkin koma oftast líka lituð. Flestir bílar eru í styrkleikaflokki tvö til þrjú. Flugvélarnar eru einnig mikið í þriðja flokki. Skútur og her- skip eru svo yfirleitt í flokki fjögur eða fimm.“ Módelsmíði þarf ekki að vera dýrt tómstundagaman og fylgi- hlutir sem þarf að fjárfesta í afar fáir. „Þú þarft málningu og pensla ef þú ætlar að mála módelið. Litanúmerin eru alltaf gefin upp á teikningunni af módelinu. Svo þarf náttúrulega lím og annað hvort klípitöng til að hlutirnir skemmist ekki þegar þeir eru teknir af grindinni eða þá bara módelhníf," segir Kristný. Hún segir að það sé meira um að karlar kaupi módel en konur en þær aftur á móti séu frekar að kaupa þrivíddar klippi- myndir. „Mæður koma með börnin sína að versla módel en eru sjálfar kannski frekar í leit að einföldum gjafavörum frekar en módelum, “ segir Kristný að lokum. hoskuldur@vbl.is eru margir nemendur sem sækja kvöldnámskeiðin sem eru að undir- búa sig undir frekara nám, annað hvort í Listaháskólanum hér heima eða í erlendum skólum." Lifandi samræða Ingibjörg segir að um helmingur þeirra sem sækja námskeið í Mynd- listaskólanum í Reykjavík sé fólk sem stundi sína hefðbundnu vinnu á daginn en vilji prufa eitthvað nýtt á kvöldin. „Þetta er kannski fólk sem vill hreyfa við höfðinu á sér á annan hátt en það gerir í sínu dag- lega starfi. Þetta er allavega fólk; smiðir, dómarar og húsamálarar sem kemur hérna saman á kvöldin á námskeið.“ Ingibjörg segir enn- fremur að ekki séu fleiri en fjórtán tímabil allt frá einu sinni í viku eða oftar. „Við leggjum mikla áherslu á að allir kennarar okkar séu starf- andi myndlistamenn. Þannig erum við alltaf með fólk sem er að vinna á sínu sviði og með þessu kemur ákveðinn kraftur inn í skólann,“ seg- ir Ingibjörg og bætir við að lokum: „Það er svo gaman þegar það kemur saman þetta fólk sem ætlar sér að fara lengra og er að byggja upp fyrir framhaldsnám og fólkið sem hefur áhuga á myndlist sér til uppbygging- ar og endurnæringar í daglegu lífi. Svo er þetta fólk að vinna hlið við hlið og leysa úr sömu viðfangsefnun- um. Úr þessu skapast mjög skemmti- leg og lifandi samræða." hoskuldur@vbl.is Dundað við módelsmíðar Gefandi tómstund Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustyringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 til að sannfærast. ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 www.ecc.is nrnwnu

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.