blaðið - 10.10.2005, Side 2

blaðið - 10.10.2005, Side 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaóiö EGLA bréfabindi frá MÚLALUNDI fást í næstu bókaverslun CC Helðsklrt (3 Léttskýjað @ Skýjað © Alskýjað ✓ - Rlgnlng, litilsháttar //' Rlgnlng 5 5 Súld Snjðkoma ^J Slydda JJ Snjðél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vin Algarve Dublin Glasgow 16 22 18 09 18 19 14 16 19 19 21 10 18 23 11 18 14 08 17 24 15 14 -r * & // / // // / // // / // fi 4‘ J3 6 ” & Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands ^ Ámorgun * 0° ','4 /// 2° Múlalundur sími 562 8500 www.muidundur.is i ,.i eínum grænum bjóðum heildarlausnir í snjókeðjum Vlðgerölr PJónusta /, • t3£&' Súöavogi 6 104 Reykjavik Sfmi 577 6400 Forsetinn sendir samúðar- kveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands sendi í gær samúðar- kveðjur til leiðtoga þeirra ríkja sem verst urðu úti í jarðskjálít- unum á laugardag. Pervez Musharraf forseti Pakistan, Abdul Kalam forseti Indlands og Hamid Karzai forseti Afg- anistan fengu samúðarskeyti frá forsetanum þar sem hann áréttar jafnan nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið komi til hjálpar á slíkum neyðartímum sem nú hrjá löndin. Hann vék einnig að reynslu íslendinga af náttúruhamförum sem skapað hafi sterka samkennd í hugum íslendinga og stuðl- að að þróun hjálparstarfs. I bréfinu til forseta Indlands riíjaði Ólafur upp fund þeirra s.l. sumar þar sem Indverjar leituðu eftir því að íslendingar myndu miðla þekkingu sinni og tækni í þessum efnum til Indverja. Nýlega hafa verið lögð drög að því að sú samvinna geti hafist á skipulegan hátt og vonar forsetinn að hún geti í framtíðinni dregið úr hörmung- um íbúa og hættu á mannfalli. íslenska út- varps- félagið end- urvakið Islenska útvarpsfélagið, sem á sínum tíma var frumkvöðull í frjálsri fjölmiðlun á Islandi, hefur verið endurvakið. Þannig hefur nafninu á fjölmiðlafyr- irtækinu Pýrit verið breytt í Islenska útvarpsfélagið, en kennitalan er sú sama og var á Pýrit áður. Útvarpsfélagið rekur útvarpsstöðvarnar Kiss FM 89,5 og XFM 91,9. Vegna stór- aukinna umsvifa heftir félagið flutt aðsetur sitt að Skipholti 31. Eigendur Islenska útvarps- félagsins eru Ár og dagur, útgáfufélag Blaðsins og Skjár 1. Samfylkingin: Móti lækkun á tekjuskatti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni á fundi á laugardag að hætta bæri við áformaðar skattalækkanir, hækka fjármagnstekjuskatt og huga í alvöru að því að taka evruna upp sem gjaldmiðil. Kvað hún inngöngu í Evrópu- sambandið vel koma til greina til þess að ná því markmiði. Þá vildi hún lækka matarskatt um helming, þannig að þrjú þrep virðisaukaskatts væru í landinu. Hér er um töluverða áherslu- breytingu að ræða hjá Samfylk- ingunni, en í síðustu viku vildu þingmenn flokksins ekki kann- ast við stefnubreytingu I þá átt. vogi um helgina. Hann bar sigur úr býtum á sunnudeginum en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í sýningu sem þessari. Á myndinni er Tristan, sem er 17 mánaöa fress, í fangi eiganda síns Sólveigar Runóifsdóttur sem var hæstánægð meö úrslitin. Verkfalli afstýrt Skrifað var undir nýjan kjara- samning Starfsmannafélags Akraness annarsvegar og Launanefndar sveitarfélaga hinsvegar um helgina. Það þýðir að verkfalli, sem átti að hefjast í morgun, er frestað til miðnættis 13. október. Atkvæða- greiðsla mun fara fram meðal félagsmannaj starfsmannafélags- ins á morgun og miðvikudag. Frá Reyðarfirði. Eina árangursríka sameiningin um helgina var á Austfjörðum. Sameiningarkosningar Allar felldar nema ein íbúarþeirra sveitarfélaga sem til stóð að sameina um helginafelldu tillögur þess efnis í öllum tilvikum nema einu. Eina sameiningin sem af verður í þessari atrennu verður á Austfjörð- um þar sem tillaga um að sameina Mjóafjarðahrepp, Fjarðabyggð, Aust- urbyggð og Fáskrúðsfjarðahrepp voru samþykktar. Smári Geirsson forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og nefndarmaður í stóru sameining- arnefndinni sem stóð að tillögunum sem kosið var um á laugardaginri, sagðist ánægður með niðurstöður síns svæðis. „Við fórum í þetta verk- efni með það fyrir augum að ná ár- angri og ég ætla að vona að það hafi menn gert annarsstaðar líka.“ Smári sagði niðurstöður kosninganna ann- arstaðar hafa komið sér á óvart. „En það sem olli mér mestum vonbrigð- um og kom mér mest á óvart var þessi dræma þátttaka. Einhverra hluta vegna tekst ekki að vekja áhuga fólks á þessu verkefni og ég ætla að vona að það verði farið ofan í saum- ana á þessu.“ Smári sagði sum úrslit hafa komið sér meira á óvart en önn- ur og nefndi þar Skagafjarðarsvæðið, Eyjafjörð og Árborgarsvæðið. „Ár- angurinn er auðvitað miklu minni en til stóð. Þó held ég að ef við lítum til síðasta átaks árið 1993 þá fór ým- islegt af stað þó að átakið sjálft hafi ekki skilað miklum árangri. Sveitar- félögum fækkaði mikið í kjölfar þess átaks með sameiningum sem sveita- stjórnirnar sjálfar höfðu frumkvæði að. Það er ekki ólíklegt að svoleiðis þróun fari af stað aftur.“ Að loknum sveitarstjórnarkosningumnæstavor munu sveitarfélög í landinu verða 89 að tölu, en árið 2003 voru þau 103. Rogginn með niðurstöðurnar Smári er annars mjög ánægður með niðurstöðurnar á hans svæði. „Ég tel að menn hafi gert sér grein fyrir því að sá árangur sem náðst hefur hér á svæðinu byggir mikið til á því að Fjarðabyggð varð til 1998. Smærri sveitarfélögin hér fýrir austan eru að samþykkja með glæsibrag sem sýnir að mínu mati að þau eru ekki hrædd við að sameinast stærri sveitarfélög- unum og það er vegna þess að það ríkir mikið traust á meðal manna hér á svæðinu sem ég er auðvitað mjög ánægður með.“ I Fjarðabyggð var mjórra á mununum, en að mati Smára byggðist sú útkoma frekar á því að menn í bænum hafi verið á móti þeirri tímasetningu sem varlin var á kosningarnar. „Ég held að mik- il hluti þeirra sem sögðu nii í Fjarða- byggð hafi því ekki endilega verið andstæðingar sameiningar heldur töldu sumir að ekki væri tímabært að gera þetta strax, heldur væri betra að bíða í nokkur ár þangað til að helsta uppbyggingartímanum hér á svæðinu væri lokið, og samfé- lagið komið í betra jafnvægi.” Smári sagðist að lokum vera rogginn með niðurstöður síns svæðis sem sýnir að þar búi framsýnt fólk sem er til- búið til að móta nýtt og öflugra sam- félag en þar er fyrir. ■ Við kaup á EGLA bréfabíndum er stutt við bakið á mörgum sem þurfa á því að haida. Veljum íslenskt!

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.