blaðið - 10.10.2005, Side 8

blaðið - 10.10.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 bla6Í6 Versti skjálfti i sögu Pakistans Öflugur jarðskjálfti veldur gríðarlegu mann- og eignatjóni í Pakistan, Indlandi ogAfgan- istan. Þjóðir heims bjóðafram margvíslega aðstoð. Rigningar og aurskriður hefta björgun- arstarf. Versti jarðskjálfti ísögu landsins að mati Musharrafforseta. Sjóliði stendur við rústir byggingar f borginni Islamabad sem hrundi f jarðskjálftanum á laugardag. Rússar útvega Afgönum hernaðartæki Rússar hyggjast útvega hinum unga og óreynda her Afganist- ans þyrlur og annan útbúnað að verðmæti 30 milljóna Bandaríkjadala. Þetta gerist rúmum 15 árum eftir að nærri áratugarlöngu stríði Sovét- manna og Afgana lauk. Rússar munu útvega Afgönum fjórar þyrlur, á annan tug farartækja og samskiptatæki og annan búnað, samkvæmt frétt Interfax fréttastöðvarinnar. Ekki munu þeir þó útvega þeim nein vopn eða skotfæri.Á undanförnum árum hafa Rússar látið Afgön- um í té hernaðarbúnað að verðmæti um 100 milljóna dala. Hryðjuverka- samtök óska eftir starfsfólki A1 Kaída-hryðjuverkasamtökin hafa auglýst effir starfsfólki á internetinu að sögn dag- blaðsins Asharq al-Awsat sem gefið er út á arabísku í London. Starfið felst í gerð myndbanda, tilkynninga og samantekt fjöl- miðlaumfjöllunar um aðgerðir samtakanna í Irak, Téténíu, heimastjórnarsvæðum Palest- ínu og öðrum átakasvæðum þar sem vígamenn þeirra eru virkir. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við samtök sem sjá um fjölmiðlatengsl fyrir A1 Kaída. Ekki fylgdi sögunni hvernig umsækjendur gætu haft samband við samtökin. Stuðningsmenn A1 Kaída nota á annan tug vefsíðna til að dreifa tilkynningum samtak- anna. Hópar sem tengjast sam- tökunum hafa einnig komið sér upp sínum eigin síðum sem skipta títt um lén þar sem þeim er lokað af netþjónustuveitum.B Staðfest hefur verið að um 20.000 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir Suður-Asíu á laugar- dag en yfirvöld í Pakistan óttast að endanleg tala verði mun hærri. Tölur yfir fallna eru að vísu mjög á reiki og sagði Tariq Mahmmod, ráð- herra í Kasmírhéraði, í gær að f því héraði einu hefðu meira en 30.000 manns farist. Þá hefur ennfremur verið tilkynnt um hundruð látinna í nágrannaríkjunum Indlandi og Afganistan. Rigningar og aurskriður hindra björgunarstarf Þyrlur og flutningavélar fluttu björgunarsveitir og vistir til ham- farasvæðanna í gær. Rigningar og aurskriður hindruðu þó björgunar- starf þar sem þær slitu í sundur vegi til afskekktra svæða. Alþjóðlegar björgunarsveitir héldu til Pakistans í gær og margar þjóðir hétu að veita landinu frekari aðstoð af ýmsu tagi. Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, bað alþjóðasamfélagið um aðstoð vegna jarðskjálftans sem hann sagði að væri sá versti í sögu landsins. „Við höfum nægan mann- afla en þurfum á fjárhagsaðstoð til að takast á við harmleikinn," sagði Musharraf. Hann sagði ennfremur að þörf væri á þyrlum til að ná til þeirra sem hafast við á afskekktum stöðum auk þess sem þörf væri á tjöldum, teppum, lyfjum og öðrum nauðsynjum handa fórnarlömbun- um. „Þetta er svo hræðilegt ástand að maður getur vart ímyndað sér það. Dauðsföllum fjölgar með hverri klukkustund," sagði Aftab Sherpao, innanríkisráðherra Pakist- ans, í gær. Jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter Stjórnvöld leggja megináherslu á að koma þeim í burtu sem þurfa á læknisaðhlynningu að halda, koma á laggirnar sjúkramiðstöðvum og húsaskjóli fyrir þúsundir manna sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Jarðskjálftinnsemvarð að morgni laugardags mældist 7,6 stig á Richt- ers kvarðanum og er talinn vera sá öflugasti sem orðið hefur í héraðinu í meira en öld. Skjálftinn fannst á stóru svæði í suður Asíu allt frá miðhluta Afganistan til Bangladesh á Indlandi. Nokkrir eftirskjálftar hafa komið í kjölfar hans. Upptök rétt hjá Muzaffarabad Jarðskjálftinn átti upptök sín rétt hjá Muzaffarabad, höfuðborg þess hluta Kasmírhéraðs sem lýtur stjórn Pakistana. í Muzaffarabad hrundu margar byggingar til grunna og krikketleikvangur borg- arinnar var notaður til að hýsa heim- ilislaust fólk og veita fórnarlömbum neyðaraðstoð. Hinir slösuðu biðu þess í gær að verða fluttir flugleið- is á sjúkrahús í Islamabad. Bæir og þorp í nágrenninu fóru margir illa út úr skjálftanum og jöfnuðust sum- ir nánast við jörðu. Aðeins örfáar byggingar standa enn í bænum Bala- kot sem áður iðaði af lífi. í gær leituðu þorpsbúar í Balakot með berum höndum og einföldum verkfærum að eftirlifendum í rúst- um skóla sem jafnaðist við jörðu í skjálftanum. Faizan Farooq, 19 ára námsmaður í þorpinu, sagðist hafa heyrt neyðaróp skólabarna stuttu eftir að skjálftinn reið yfir á laugar- dag. Degi síðar var ekkert lífsmark í rústunum. „Við getum ekki gert þetta án hjálpar hersins. Enginn hef- ur komið okkur til aðstoðar,“ sagði Farooq. ■ Þorp grefst undir aurskriðu Björgunarmenn leita aö líkum í þorpinu Panabaj f Guatemala sem grófst undir aurskriðu. ENSKA ER OKKAR MAL okktir n,tí/ Enskunámskeið að hefjast Okkar vinsælu talnámskeið auka oröaforöa og sjálfstraust * Talnámskelð - 5 vikur • Barnanámskeíð frá 5 til 12 ára • Viðskiptanámskeið * Mólfræðt og skrift * Eínkatfmar * Námskeið fyrir 8-10. bekk * Málaskólar I Englandi * Umræðuhópar Enskuskólinn Vertu velkomin í heimsókn og ráðgjöf Hringdu i síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Majaþorp sem grófst undir tonnum af leðju og braki eftir aurskriðu í Gu- atemala verður hugsanlega lýst graf- reitur. Talið er að allt að 1400 manns hafi farist í aurskriðunni sem varð í kjölfar þess að fellibylurinn Stan reið yfir svæðið. Eftir margra daga úrhelli rann leðja, tré og grjót niður hlíðar eldfjallsins San Lucas og inn í maja- þorpið Panabaj á meðan íbúar voru enn í fasta svefni á miðvikudag í síð- ustu viku. Um 1400 íbúar þorpsins hurfu í hamförunum og eru taldir af. Jorge Briz, utanríkisráðherra lands- ins, sagði Reuters fréttastofunni að rúmlega 500 Hk hefðu fundist en sú tala myndi að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast. Þar sem yfirvöld óttast að svo margir séu grafnir undir leðjunni hafa þau lýst því yfir að þau kunni að hætta leit og lýsa svæðið fjöldagröf. „Við höfum meiri áhyggjur af því að koma matvælum til fólks sem lifir,“ sagði Ana Luisa Olmedo, talsmaður Almannavarna Guatemala. Með dauðsföllunum í Panabaj kann tala þeirra sem talið er að hafi farist í kjölfar fellibylsins Stans í Gu- atemala að þrefaldast en einnig fórust margir af hans völdum í E1 Salvador, Mexíkó, Níkaragúa og í Hondúras. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.