blaðið - 10.10.2005, Page 22

blaðið - 10.10.2005, Page 22
22 I JÓLAUNDIRBÚNINGUR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö islenska hlaðborðið komið trá Dönum -síldy rúllupylsa og lúða í majónesi Sylvía Gunnarstein er smur- brauðsjómfrú frá Færeyjum en hún lærði iðn sína í Danmörku og þekkir þar af leiðandi danska matarmenningu einkar vel. Hún segir jólahlaðborðið eins og við þekkjum það vera hefð komin fá Danmörku. .Islendingar stæla alltaf Danina en vilja ekki tala dönsku,“ segir Sylvía meira í gríni en alvöru. „Þetta íslenska jólahlaðborð kem- ur frá Danmörku og smurbrauðið auðvitað líka. Danir borða mjög svipað á jólum og það sem er á okkar hlaðborðum, við erum mjög dönsk í matarhefðum," segir Sylvía. Hún segir hefðina vera að á jóladag bjóða Danir fjölskyldunni i jólafro- kost en þá borða íslendingar vana- lega hangikjöt. Góða gamla síldin ,Það er svo margt sem er á boðstól- um um jólin í Danmörku. Það er alltaf heit lifrakæfa með beikoni og eplum, laukur er borðaður með því. Svo er spægipylsa og rúllupylsa og lax eða lúða í majónesi. Kjötboll- ur með lauk og brúnni sósu er líka mjög dæmigert á jólum í Danmörku. Svo er alltaf svínasteik með brúnuð- um kartöflum og einhverju súrmeti, asíum eða rauðrófum. Að lokum er Ris a la mande í eftirrétt sem er mjög vinsælt og mjög gott. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma síldinni, síldin skipar stóran sess á dönsku jólahlaðborði og þaðan hefur síldin borist hingað til lands. Ég hef alltaf sagt að sá sem ekki kann að meta síld kann ekki að meta góðan mat,“ segir Sylvía og hlær. Muna: skipta um disk! Sylvía segir að það sem einkenni danska hlaðborðið sé að það eru ekki svo margar tegundir í boði þannig að maður nærþvi að smakka allt. Hér á landi sé hins vegar oft of mikið í boði þannig að maður kemst ekki yfir allt. „Tólf réttir eru í raun alveg nóg á jólahlaðborði. Að hafa ío tegundir af síld er bara alltof mikið. Tvær til þrjár eru nóg. Þá getur maður notið matarins ennþá betur.“ Þessi hlaðborðshefð er svo göm- ul að Danir eru vel sjóaðir í henni. íslendingar eru enn að tileinka sér þessa hefð. „Það skiptir máli að skipta alltaf um disk. Maður byrjar á síldinni og notar undir hana sérdisk og það er í lagi að nota þann disk undir aðra fiskrétti. Svo fer maður í kjötið og tekur þá annan disk og enn annan fyrir heitu réttina. Svo eru eftirrétt- ir á öðru borði.“ Með jólamatnum drekka Danir sérbruggaðan jólabjór sem einnig fæst hér í kringum jólin og sötra Gammel dansk, sem er lystaukandi. Sylvía rekur smurbrauðsstofu Sylvíu sem er til húsa að Laugarvegi 170. Hún rekur einnig veisluþjón- ustu og hefur meðal annars annast jólahlaðborð fyrir norrænu félögin hér á landi. ■ Jólahlaðborð 18.19.25.26. nóvember og 2.3. 9.10.16.17. desember Krakkajólahlaðborð 20.27. nóvember og 4.11 jS. desember JÓHANNES KRISUÁNSS ÓMAR RAGNARSSON BIRTA OG BÁRÐUR HIUÓMSVaaTIN FEÐGARNIR HAUKUR HEIÐAR INGÓLFSSON Sjá nánar á www.hotel-ork.is iirfo@hotel-ork.is W Boróapan tanir i sima 483 4700 hótel örk Sylvia Gunnarstein smurbrauðsjómfrú BlaM/Steinar Hugi lambafílle með. V/ Hagatorg, 107 Reykjavík. Borðapantanir í síma 525-9930 Læv í Súlnasal Hótel Sögu! Kvöldverður! Sýning! Dans! Hljómsveitin Sclgú ClclSS leikurí sýningunni og á dansleikdó sýningu lokinni. rilvalin skemmtun fyrirsmærri fyrirtæki og hóp*

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.