blaðið - 26.10.2005, Side 2
2 I INNLEWDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöið
Tryggingastofnun:
Eftirlit aukið til muna
Tryggingastofnun ríkisins hyggst stórefla eftirlit og aðgerðir gegn þeim sem stunda tryggingasvik.
„Við erum að undirbúa okkur undir
frekara eftirlit og það mun líta dags-
ins ljós eftir ekki langan tíma,“ seg-
ir Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins. Kær-
um vegna tryggingasvika hefur fjölg-
að mjög í Noregi á milli ára. Helm-
ingur kærumálanna varðar svik
vegna sjúkradagpeninga og örorku-
bóta. „Við höfum gengið í læri hjá
Norðmönnun í sambandi við þessi
mál en það sýnir sig hjá þeim að það
er full þörf á aðhaldi þó að ekki sé
verið að tala um neinar eftirlitssveit-
ir eða þess háttar. Þetta verður bara
eðlilegt aðhald sem er nauðsynlegt
því ef ekki er staðið rétt að verki þá
kemur það óorði á almannatrygging-
ar.“
ÓnógirQármunirtil
aðgerða hér á landi
Karl vildi ekki ganga svo langt að
segja að aðhald af þessu tagi hefði
skort hér á landi hingað til. „Ég
myndi ekki orða það þannig, við höf-
um bara ekki haft fjármuni til þess
að sinna þessu eins og skyldi en nú
er meiningin að gefa í. Auðvitað er
alltaf ákveðið eftirlit með þessum
málum en við viljum leggja meira á
okkur í þeim efnum en verið hefur.
Við höfum leitað fanga víða á Norð-
urlöndum og tryggingastofnanir
þar eru mjög að herða sig í þessum
málum.“ Karl segir fjölmörg dæmi
fyrirfinnast um misnotkun á kerf-
inu hér á landi í gegnum árin. „Hitt
er annað að heimildum okkar til
þess að standa rökrétt að verki hef-
ur verið ábótavant og við erum að
vinna að úrbótum í því.“ Hann seg-
ir einnig dæmi vera fyrir því að fólk
hafi verið ákært fyrir misnotkun á
kerfinu „en það þurfa bara að vera
víðtækari heimildir til þess að við
getum staðið vaktina betur.“ Karl
segir ekki hægt að fullyrða um hvort
tryggingamisferli sé að aukast hér á
landi en bendir á að í Noregi sé aukn-
ingin mikil.
Miklir fjármunir í húfi
Hann vill ekki nefna neinar fjárhæð-
ir sem ríkið gæti verið að missa af í
þessu sambandi. „En þetta eru 6o-
70 milljarðar sem við erum að dreifa
þannig að prósentutalan þarf ekki
að vera há til þess að gríðarlegar upp-
hæðir myndist. En ég vil ekki gefa
neitt út um slíkt enda er það ekki
tímabært." Karl segir stofnunina
vera að ganga til verks og nú þurfi að
afla þeirra heimilda sem til þarf svo
bæta megi úr eftirlitinu. „Við teljum
að þeirra þurfi að leita og ég vona
að þessar heimildir fáist á yfirstand-
andi þingi." í síðustu fjárlögum
voru 33 milljónir ætlaðar til undir-
búnings og framkvæmdar á verkinu.
„Það hefur alltaf verið eftirlit með
þessum málum, en við teljum að
það þurfi að vera víðtækara. Þetta
er ekki bara eftirlit með bótaþeg-
um stofnunarinnar heldur einnig
varðandi þann fjölda verktaka sem
eru með samninga við okkur eins
og heilbrigðisstéttirnar til dæmis."
1 Noregi eru dæmi um misnotkun
beggja aðila á kerfinu og Karl hefur
ekki ástæðu til að ætla annað en að
hið sama eigi við hér. „Við íslending-
ar erum ósköp líkir öðrum þjóðum,
hvorki betri né verri." ■
íslandsbanki:
Methagnaöur
Islandsbanki birti í gær afkomutölur
sínar fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
Hagnaður samstæðunnar eftir skatta
nemur rúmum fimmtán milljörðum
króna og hefur afkoman aldrei verið
betri. Til samanburðar má nefna að
á sama tíma í fyrra nam hagnaður
bankans ellefu milljörðum króna og
nemur aukningin heilum 40%. Arð-
semi eigin fjár eftir skatta var 34%,
en var 61% á sama tímabili í fyrra.
Vaxtatekjur jukust um 90% frá fyrra
ári og eru þær tæpir sautján milljarð-
ar. Þann 30. september námu heild-
areignir bankans 1.319 milljörðum
króna og hafa þær aukist um 95% frá
áramótum. Lán og kröfur samstæð-
unnar hafa einnig aukist mikið, eða
um 105% á árshelmingnum og nema
þau nú 1.063 milljörðum króna. Heild-
arinnlán námu 360 milljörðum við
lok 3. ársfjórðungs sem er 102% aukn-
ing frá áramótum. Bjarni Ármanns-
son, forstjóri íslandsbanka, segir öll
afkomusvið sýna góða afkomu og
endurspegla þau að hans mati traust-
an rekstrargrundvöllbankans. Hann
segir sérstaklega ánægjulegt að sjá
umskipti viðskiptabankasviðs á Is-
landi sem skilaði fjórum og hálfum
milljarði í hagnað fyrir tekjuskatt, en
sömuleiðis sé mikil fjölgun alþjóð-
legra verkefna á sviði ráðgjafar og lán-
veitinga. „í heild er afkoma og árang-
ur góður á þriðja ársfjórðungi og tel
ég okkur vera á réttri leið til frekari
vaxtar," sagði Bjarni. ■
LeikHöllin
fiHur ^ U$/
Opið hús Laugardaginn 29 okt.
á milli 14:00-16:00!!
iður mætir á svæðíð!!!
Við bjóðum upp á
Leikfimi
(2 mánaða-6 ara)
Tónlist
Myndlist
Ungbarnanuddi
Meögöngujóga
Mömmuleikfimi
námskeið í:
Norðurlandaráð
íslendingar nískir á þróunaraðstoð
Islendingar leggja fram minnst
Norðurlanda í þróunaraðstoð sé mið-
að við hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Þetta kom fram á þingi Norðurlanda-
ráðs sem sett var á Hótel Nordica í
gær.
Rannveig Guðmundsdóttir setti
þingið í gær og fjallaði m.a. um kon-
ur á Norðurlöndum. I ræðu sinni
sagði hún Norðurlöndin vera fyrir-
mynd kvenna sem berjast fyrir jafn-
rétti í öðrum löndum. Hún talaði
einnig um umhverfismál og taldi
helstu hætturnar vera loftslagsbrey t-
ingar sem gætu haft áhrif á yfirborð
sjávar bæði í Eystrasalti og við norð-
urströnd Skandinavíu.
Danski þingmaðurinn Carsten
Hansen gagnrýndi íslensk stjórn-
völd fyrir að leggja ekki nógu mikið
fé til þróunaraðstoðar. I dag leggja
íslendingar um 0,19% af þjóðarfram-
leiðslu sinni til þróunaraðstoðar en
í Danmörku er þetta hlutfall 0,84%,
Noregi 0,87%, Svíþjóð 0,79% og Finn-
landi 0,35%. I svari Halldórs Ásgríms-
sonar, forsætisráðherra, kom fram
að íslendingar hefðu á undanförn-
um árum þrefaldað þessa aðstoð og
stefnt væri að frekari hækkunum.
Frá þingi Norðurlandaráðs í gær
Fékk 5 milljónir fyrir
að detta á rassinn
Konu á fertugsaldri voru í gær
dæmdar tæpar 5 milljónir króna i
bætur vegna áverka sem hún varð
fyrir við það að detta á bakhlutann
úr stól á vinnustað.
Konan vann við afgreiðslu á bens-
ínstöð Esso við Borgartún árið 2003,
en það gerði hún innan við hátt af-
greiðsluborð og sat jafnan á óvenju-
háum stól við þá iðju. Stóllinn var
um meter á hæð og á hjólum, en
gólfið flísalagt og talið að það hafi
jafnframt verið blautt þegar slysið
átti sér stað. Talið er að stóllinn hafi
skroppið undan konunni þegar hún
var að setjast upp á hann, þannig að
hún datt á rassinn. Við það fékk hún
útbreidd tognunareinkenni og verki
í höfði, herðum, hálsi og mjóbaki og
var mettin með 20% varanlega ör-
orku og 10% varanlegan miska.
Héraðsdómari taldi að vanræksla
Esso hefði ráðið mestu um óhappið,
enda hefði verið kvartað undan þess-
um vinnuaðstæðum áður. Var Esso
dæmt til þess að greiða konunni alls
4.850.924 krónur auk vaxta. ■
Stóll svipaðrar gerðar og konan féll af.
o
Heiöskírt
0 Léttskýjað ^
Skýjað
) Alskýjað
Rigning, lítilsháttar /// Rigning 9 9 Súld ;jc ^ Snjókoma
*
Snjókoma r^7 Slydda Snjóél r—7
* V V V
Skúr
Amsterdam 16
Barcelona 22
Berlín 15
Chicago 05
Frankfurt 14
Hamborg 13
Helsinki 06
Kaupmannahöfn 14
London 17
Madríd 19
Mallorka 24
Montreal 03
New York 07
Orlando 09
Osió 04
París 18
Stokkhólmur 07
Þórshöfn 04
Vín 18
Algarve 22
Dublin 16
Glasgow 11
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu islands
// /
//'
Qo///
*'Í'
*
Á morgun
*
Jjosþ