blaðið - 26.10.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö
Starfsmannaleigan 2 B
Fyrirtæki sem leigöu starfsmenn
hugsanlega dregin til ábyrgðar
Beiðni starfsmannaleigunnar um atvinnuleyfi fyrir tugi erlendra starfsmanna gæti verið
fordœmisgefandi. Starfsmenn 2 B eru ennþá við störfþráttfyrir að hafa ekki atvinnuleyfi.
,Hægt er að fullyrða að tveir ráðn-
ingasamningar séu í gangi. Raun-
verulegur samningur í Póllandi
og svo leppsamningur hér á landi,”
segir Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar um
málið. Með því væri reynt að leyna
hver raunveruleg launakjör þessara
manna eru hér á landi.
1 gær kærði Verkalýðsfélag Akra-
ness 2 B vegna 10 starfsmanna sem
Istak hefur á leigu. Segir félagið að
þeir hafi ekki nauðsynleg atvinnu-
leyfi. Sýslumaðurinn á Blönduósi hef-
ur lögsögu í málinu en samkvæmt
heimildum Blaðsins voru mennirn-
ir 10 við vinnu i gær og ekki náðist í
sýslumann til að fá upplýsingar um
hvar málið stæði.
Viðskiptalíf
Nýr forstjóri
Singer og Fri-
edlander
Ármann Þorvaldsson hefur
verið ráðinn forstjóri breska
bankans Singer & Friedland-
er Group PLC. Þetta kom
ffarn í fréttatilkynningu sem
KB-banka sendi frá sér í gær.
Ráðningin kemur í kjölfar yfir-
töku Kaupþingsbanka á breska
bankanum í júlf á þessu ári.
Ármann Þorvaldsson gengdi
áður starfi framkvæmdastjóra
fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings
banka en við því starfi tekur
Helgi Bergs. f tilkynningunni
kemur einnig fram að Tony She-
arer, fráfarandi forstjóri Singer
& Friedlander, muni starfa við
hlið Ármanns út nóvember.
Gissur Pétursson
Notkunarfyrirtækin kærð?
Þorbjörn segir að Samiðn undirbúi
nú að draga notkunarfyrirtækin,
þ.e. þau fyrirtæki sem nýttu sér
þjónustu starfsmannaleigunnar, til
ábyrgðar.
„Við erum að setja formlegan feril í
gang. Við höfum farið fram á upplýs-
Þorbjörn Guðmundsson
ingar um launakjör þessara manna
og munum ekki gefa fyrirtækjunum
langan tíma til að veita þær,” segir
Þorbjörn. Hann fullyrðir að notkun-
arfyrirtækin, í þessu tilfelli meðal
annars ístak og Suðurverk, þurfi að
tryggja að starfsmenn þeirra, þar á
meðal þeir sem fengnir hafa verið
í gegnum starfsmannaleigur, njóti
lágmarkskjara. Á það verði hugsan-
lega látið reyna næstu daga.
Málið hugsanlega for-
dæmisgefandi
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að forráða-
menn stofnunarinnar muni hitta
fulltrúa starfsmannaleigunnar á
næstu dögum. Hann segir að hjá
stofnuninni liggi fyrir beiðni frá fyr-
irtækinu um nokkra tugi atvinnu-
leyfa fyrir pólska starfsmenn. Ekki
liggur fyrir hvernig sú beiðni yrði
afgreidd.
„Ákveðnar forsendur sem menn
þurfa að uppfylla til að fá útgefið at-
vinnuleyfi, t.d. hvort vinnuafl skort-
ir í ákveðinni grein. Það er hins
vegar spurning hvernig þetta lítur
út hjá fyrirtæki sem er ekki í fram-
leiðslu, bara í útleigu,“ segir Gissur.
Afgreiðsla starfsleyfanna gæti því
verið fordæmisgefandi fyrir sam-
bærileg mál. ■
Lögreglan
Nýskipan lögreglumála
verða samþykktar. Nefndin, sem hóf
störf síðastliðið vor, skilaði í gær frá
sér tillögum þar sem m.a. er lagt til
að landinu verði skipt upp í sjö svo-
kölluð lykilembætti þ.e. Reykavík,
Borgarnes, Isafjörð, Akureyri, Seyð-
isfjörð, Selfoss og Keflavík.
Með stækkun lögregluumdæma
er markmiðið að auka og efla þjón-
ustu lögreglu við íbúa landsins og í
framhaldi af því að styrkja lögregl-
una á öllum sviðum. Tillögur nefnd-
arinnar fara nú í kynningu en stefnt
er að því að þeim Ijúki í desember á
þessu ári. ■
Lögregluumdæmi á landinu verða dag ef tillögur framkvæmdanefndar
15 talsins í stað 26 eins og þau eru í um nýskipan lögreglumála á íslandi
BlttilMngi
mninoMsia
Fjarstýfðif
bílar i úrvali
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
Áleitin og
einlæg, en
um leið fyndin. '
Saga um samkyn-
hneigða stúlku og *
fjölskyldu hennar.
Gunrvhildur Hrólfsdóttir
\XYNDARMAL
Grttnsán*/H(il 1 2 A - S i m i 5 6 8 10 0 0 - www.trnm.is
Viðskipti:
Erlend kred-
itkortavið-
skipti aukast
Kreditkortanotkun Islendinga
erlendis var um 2,9 milljarðar
króna í septembermánuði.
Þetta kemur fram í tölum sem
Seðlabankinn sendi frá sér á
mánudaginn. Þar kemur einnig
fram að aukning á kreditkorta-
notkun erlendis miðað við
sama tímabil í fýrra nemur
rúmlega 31%. Helsta skýring
á þessu er hátt gengi íslensku
krónunnar sem venjulega
ýtir undir neyslu af þessu tagi.
Greiningardeild Islandsbanka
segir að þessi þróun kreditkorta-
veltu sé ein birtingamynd ört
vaxandi viðskiptahalla. Deildin
leiðir að því líkur að fýrr eða
síðar hljóti þessi halli að kalla
á leiðréttingu í formi gengis-
lækkunar og í kjölfarið muni
samsetning neyslu breytast.
Símasalan:
Kostaði 786
milljónir
Kostnaður vegna sölu Símans
frá ársbyrjun 2004 til þess
tíma er gengið var frá sölunni
í september á þessu ári nam
samtals 786 milljónum króna.
Þetta kemur fram í skýrslu um
söluna sem framkvæmdanefnd
um einkavæðingu birti í gær.
Stærstu útgjaldaliðirnir
eru söluþóknun til ráð-
gjafafyrirtækisins Morgan
Stanley upp á 682 milljónir
og kostnaður vegna lögfræði-
ráðgjafar og greinagerða upp
á rúmlega 61 milljón króna.
„Sé tillit tekið til viðbótarað-
greiðslu Símans í febrúar sl„
sem var 4.200 m.kr., nemur
hlutfallslegur sölukostnaður
um i,n% af söluandvirði
Simans. Verður sú niðurstaða
að teljast hagstæð, sé miðað
við innlend og erlend við-
mið í því sambandi,“ segir
ennfremur í skýrslunni.
Neytendur:
Tiltrú neyt-
enda minnkar
Fólk er almennt svartsýnara á
efnahagslífið nú en fyrir mán-
uði. Þetta kemur fram í hinni
svokölluðu væntingavísitölu
Gallups sem birt var í gær-
morgun. Vísitalan stendur nú
í 112,3 stigum og lækkar annan
mánuðinn í röð. Flestir hafa þó
ennþá trú á efnahagslífinu og
að það verði jafngott eftir sex
mánuði en þó hefur þeim fjölg-
að sem telja að ástandið muni
versna. Greiningardeild Islands-
banka telur m.a. að neikvæð
umræða um hættumerki í hag-
kerfinu skýri minnkandi tiltrú
almennings á efnahagslífinu.