blaðið

Ulloq

blaðið - 26.10.2005, Qupperneq 14

blaðið - 26.10.2005, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaðiö blaðiðHL Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. STAÐA ERLENDRA STARFSMANNA Fréttir af málefnum starfsmanna starfsmannaleigunnar 2 B hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Upplýsingar um að forráðamenn leigunnar hafi farið inn á bankareikninga starfsmanna sinna án leyfis og boðið þeim sem leigðu starfsmennina að berja þá til hlýðni hafa vak- ið hörð viðbrögð. Verkalýðshreyfingin hefur nýtt tækifærið og bent á brýna þörf á laga- setningu á starfsemi starfsmannaleigna hér á landi. Til að ýta enn frekar á þá kröfu munu fulltrúar Alþýðusambands fslands ganga á fund félags- málaráðherra í dag með þau skilaboð að hraða þurfi slíkri löggjöf í gegn- um þingið. Vandinn sem skapast hefur með tilkomu starfsmannaleigna hér á landi er vissulega stór. Erlendir starfsmenn eru fluttir hingað til lands án vitundar yfirvalda og óprúttnir einstaklingar - forráðamenn þessara fyrirtækja - virðast oft ætla að nýta þenslu á vinnumarkaði til að tryggja sér skjótfenginn gróða. Sá gróði er hins vegar fenginn með misnotkun á erlendu vinnuafli. Vissulega er brýnt að taka á vandanum, en sú spurning hlýtur að vakna hvort rétta leiðin sé að setja lög á starfs- mannaleigur? Réttara væri að koma í veg fyrir þörf á þeirri þjónustu sem starfsmannaleigur bjóða upp á. Til að leysa vanda sem myndast vegna þenslu og skorts á innlendu vinnu- afli þurfa íslensk fyrirtæki að flytja inn erlenda starfsmenn. Þá er helst litið til landa á borð við Póllands, Tékklands og annarra ríkja Austur- Evrópu, þar sem atvinnuleysi er mikið og auðvelt að finna starfsmenn. íbúar í löndum Evrópusambandsins geta almennt flakkað milli landa og unnið hvar sem er án sérstakra leyfa. Það á hins vegar ekki við um íbúa margra landa Austur-Evrópu. Þrátt fyrir að hafa nýlega gengið í Evrópusambandið þurfa þeir að fá sérstök atvinnuleyfi til að starfa hér á landi því íslensk stjórnvöld, eftir að hafa m.a. ráðfært sig við ASÍ, nýttu sér aðlögunarákvæði sem gerir þetta að verkum. Ibúar þessara ríkja þurfa að undirgangast sömu reglur og íbúar þjóða m.a. Asíu og Afríku ef þeir vilja vinna hér á landi. Vegna þess þarf mikla pappírsvinnu ef fyrirtæki vill ráða starfsmenn frá einhverju af áðurnefndum ríkjum til starfa. Ef þessi undanþága væri afnumin myndi pappírsvinnan hverfa og þörfin fyrir starfsmannaleigur um leið. ASÍ ætti kannski að ýta á að þessi leið sé farin á fundi með félagsmálaráðherra í dag. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn &auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Slmbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins. Dreifing: (slandspóstur. ^ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 Allar Teknos vörur eru framleidd8r skv. ISO 9001 gæðastaðli. / Útimálnini 'Z Viðarvörn V Lakkmálni / Þakmálnir •/ Gólfmálnii / Gluggamá "teknos / Innimálning Gljástíg 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. yK' Gæða málning á frábæru verðí 14 I ÁLIT VtÆ ELSKaR GÓÐÆR Frf-TTfa. yioxwm vzz ap SfllVlþYl/KJ/l KYfiJfRKlSi. MMrG /IP vú MftTT Pm GEta m SEM béz SÝ>ífST SEM BfrÍR. ER VAGSWS. Allir með strætó! Ég hafði afskaplega gaman af því að taka strætó þegar ég var yngri. Leið 2 Grandi-Vogar var minn vagn og þar gerðist margt sem situr eftir í minningunni. Það rifjast yfirleitt upp þegar plata Spilverks þjóðanna, Einbjörn, er sett á fóninn enda kem- ur strætó reglulega við sögu á henni, þar sem fólk ýmist flykkist í strætó og liður hjá eða strákar skrifa með tússi á stólbakið og „nafnnúmerið sitt neðan við“. Það var líka alltaf ákveðið ævin- týri að taka leið u Hlemmur-Fell þegar maður þurfti einhverra hluta vegna að skreppa í þann bæjarhluta sem kenndur er við Breiðholt, því þar gat maður oft séð villingana sem stundum var skrifað um í blöðin, eða jafnvel einn og einn hljómsveitartöffara. Þeir sáust ekki í leið 2, bara í mesta lagi eitt og eitt skáld á borð við Pétur Gunnarsson eða Einar Má Guðmundsson, sem unglingnum mér þóttu ekkert spennandi - fyrr en ég var orðinn nægilega stór til að meta bækurnar þeirra og sjá eftir því að hafa ekki notað tækifærið til að spjalla þegar maður sat við hliðina á þeim niður á Lækjartorg. Strætótímabilið hið síðara Ég get alveg viðurkennt að strætó- ferðunum snarfækkaði þegar ég fékk bílpróf og þeim fækkaði enn frekar þegar vinnustaðurinn minn var lengst uppi í sveit, að því er manni fannst þá. En svo breyttist leiðarkerfið og skyndilega var kom- in ný leið sem stoppaði næstum beint fyrir framan húsið mitt og að sama skapi næstum beint fyrir fram- an vinnuna. Upphófst þá strætótímabilið hið síðara eins og ég kalla það. Vopnað- ur góðu vasaútvarpi og dagblöðun- um sat ég í góðar 25 mínútur og var skilað úr fyrir framan vinnustaðinn á hverjum degi og ég fór í framhald- inu að nota strætó meira út um borg og bæ. Þvílík þægindi! Steingrímur S. Ólafsson En það sem vakti mesta athygli mína var að sjálfsögðu hversu fáir voru í strætó. Vagnarnir voru gal- tómir. Ég gat næstum litið á vagn- inn sem einkabílinn minn. Síðan hef ég oft tuðað yfir lélegri notkun á strætó. Sumir segja að leið- irnar henti ekki, aðrir að það sé oft langt á milli stoppistöðva og enn aðr- ir að það sé of dýrt. Gjaldfrjáls strætó En vandamálin eru til að takast á við þau og þess vegna gladdist ég Klippt & skorið Flestallirstjórn- málamenn I a n d s i n s skelltu sér í kvenna- göngunalöngutilþess að auglýsa hvað þeir eru mlklir jafnréttis- sinnar. Flestir létu sér þó nægja að rölta bara með. Siv Friðleifsdóttir sló kollegum sínum þó öllum við. Neðst á Skóla- vörðustígnum stillti hún sér upp við hliðina á sjónvarpstökumönnum og Ijósmyndurum, sem höfðu komið sér fyrir á stórum steini, skammtfyrirofan Prikið. Þarblasti þingkonan við öllum göngumönnum sem koma ofan holt- ið. Þegar útsendari Blaðsins var kominn langt niður Bakarabrekkuna og leit við stóð Siv enn á steininum og lék á als oddi. Eftir daginn efast enginn um að Siv er mikill jafnréttissinni og hún fær áróðursverðlaun dagsins... ,Hann varösérþó tilskamm- ar karlinn sem hringdi fúll og frekur heim til mln tll þess aö skammastyfirþvl aö viö hefðum verið sein til aö svara I ráöuneytinu, einhverntlmannþegar hann hringdiþangað eftir hádegiö. Skapvonsku sinni veitti hann útrás með því að hella séryfir dóttur mina; og þaö á sjálfan kvennafrídaginn! tnginn tókþetta nærri sér. Dóttir mín gekk keik til baráttufund- arins ásamt móöursinni og 50 þúsund öörum konum. Viö skemmtum okkursvo fjölskyldan yfirþessu atviki viö kvöldveröarborðiö. Enda erþetta dáiítiö fyndiö. Karl hringir heim til mín á kvennafridaginn og skammar dóttur mina fyrir þaöaöhonum finnst viö karlarnir i ráðuneytinu vera seinir til svars! - Þessi karl þurfti bersýnilega á þeirrilexíu að halda sem kvennafrídeginum varætiaö aö veita.“ mjög þegar samstarfsmaður minn og aðstoðarmaður forsætisráðherra, Björn Ingi Hrafnsson, skrifaði á heimasíðu sína grein þar sem hann hvatti til þess að akstur strætó verði gerður gjaldfrjáls, t.d. fyrir náms- menn, aldraða og öryrkja svo ein- hverjir væru nefndir. Þó ég sé ekki lengur námsmaður og næ því ekki enn að vera aldraður og er blessunarlega heilbrigður, þá fannst mér og finnst enn að þetta sé einhver albesta hugmynd sem fram hefur komið í umferðarmálum borg- arinnar. Kannski er ég hlutdrægur af því að ég „held með“ strætó og Björn Ingi vinnur með mér en ég held samt að málið sé að hugmyndin er góð og hefur fengið góðan hljóm- grunn. Það gladdi mig svo enn frek- ar á kvennafrídeginum að sjá að í og úr bænum streymdu strætisvagnar troðfullir af konum. Þær sem not- uðu þann samgöngumátann komust fyrr á áfangastað og nutu í leiðinni góðs félagsskapar - fyrir utan að vera þjóðhagslega hagkvæmar. Það er augljóst að konur vita hvað er rétt og hvað ekki. Erum við að verða vitni að nýrri stórsókn strætó? Förum við að sjá vagna á götunum með fólki í? Það er þá spurning hvort maður ætti ekki að fara að fá sér góðan túss og rifja upp nafnnúmerið sitt? ■ Höfundur er upplýsingafulltrúi forsœtisráðherra. klipptogskorid@vbl.is Einar K. Guwinnson, sjAvarútvegsraðherra, a heimasiðu SINNI WWW.EKG.K, 25.10.2005 Kastljósviðtal þeirra Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Sigmars Guðmundsson- ar við Hannes Smárason, forstjóra FL Group, á sunnu- dagskvöld hefur vakið mikla athygli, enda gengu spyrlarnir hart fram vegna kaupa félagsins á Sterling og aðdraganda þeirra. Morgunblaðinu þótti spurningarnarog svörin svo athyglisverð að langur kafli úr viðtalinu var birtur orðréttur á síðu 2 f biaðinu daginn eftir. I viðtalinu f Kast- Ijósi hélt Hannes ró sinni, en að útsendingu lokinni hellti Hannes sér yfir Kastljósfólkið, fannst spurningarnar engan veginn við hæfi og kvaðst ekki myndu koma í Kastljós á ný. Að sögn sjónarvotta varð fátt um kveðjur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.