blaðið - 26.10.2005, Page 16

blaðið - 26.10.2005, Page 16
KARLA MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaðift Fyndin ogfáránleg tœki Fjarstýrð golfkúla Margir karlmenn eru þekktir fyrir tækjasýki sína enda er fátt ánægjulegra en að skarta nýju og flottu tæki sem fáir eiga. Ekki eru öll tæki seld á íslandi enda er úrvalið þvílíkt að það myndi fylla heila Smáralind og annað eins. Á Netinu má þó finna fjöldann allan af fyndnum, skemmtilegum og fáránlegum tækjum. Hér eru nokkur sem fundust á síðunni www.iwantoneofthose.com Ótrúlega flott skotglös sem eru úr ís og halda því skotinu vel kældu. Það er auð- velt að búa til skotglösin enda eru þetta í rauninni bara ísklakar. Kosturinn við kældu skotglösin er sá að það er óþarfi að takmarka sig við vatnið, hægt er að búa til skotglösin úr ávaxtasafa, sprite eða hverju sem hugurinn girnist. Hver kannast ekki við að vera orðinn þreyttur á gömlu músinni sem lítur alltaf eins út. Þessi flotti rauði bíll (mús) er léttur og með virk aftur-og framljós. Tölvuvinnan verður óneitanlega mikið skemmtilegri með þessari glæsilegu mús.a ■ Smurþjónusta • Góð hugmynd fyrir þá sem vilja stríða golffélögunum því þessi væna golfkúla er fjarstýrð. Þegar kveikt er á kúlunni þá fer hún í tilviljanakenndar áttir. Þessi mun án efa vekja upp mikinn hlátur og töluverð viðbrögð á golfvellinum Það er talað um að litir séu heilandi og því er þessi glæsilega klukka ekki af verri endanum. Hún skiptir um liti á klukku- stundarfresti og hefur um tólf liti að velja, það er án efa gaman að vakna við þessa litríku dýrð. Það þarf engar trommur þegar svona kjuðar eru á lofti. Hver kjuði er með innbyggðum hátalara og þegar þeir eru slegnir út í loftið þá heyrist "j trommuhljóð. Hægt er að velja á milli þess að hafa klassískan trommutakt, rafrænan trommu- takt og gjallandi trommutakt auk þess sem ekki má gleyma Ijósinu sem prýðir kjuðana. • Peruskipti • • Rafgeymar* Fljúgðu með hana á vit ævintýranna um jólin. Bla6iS/lngó Komdu henni á óvart Ekki er seinna vænna fyrir þá karlmenn sem eru forsjálir að fara að hugsa um hvað þeir ætla að gefa ástinni sinni í jólagjöf. Sumar gjafir má kaupa með litlum fyrirvara á meðan aðrar þarfnast meiri tíma. Hér koma nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja koma elskunni skemmtilega á óvart: • Láttu búa til púsluspil með mynd af ykkur saman, henni, þér eða börnunum. Jafnvel gæludýrinu ef þið eigið slíkt. Þetta er hægt að gera í ljósmyndabúðum og prentstof- um. • Pantaðu tíma handa henni í nudd, litun og plokkun, slökun eða eitthvað slíkt og komdu henni á óvart á Þorláksmessu - sendu hana í dekur á meðan þú klárar jólainn- kaupin. • Á e-bay er hægt að fá ógrynn af alls kyns vörum. Ef konunni þinni líkar notuð föt eða antík-hlutir, skoðaðu þá með henni á e-bay eitt kvöldið og reyndu að veiða það upp úr henni hvað henni finnst fallegt. Laumastu svo til þess að panta hlut- inn þegar hún sér ekki til. Þetta er bæði öðruvísi og ódýrt. • Fyrir þá sem vilja virkilega koma á óvart og eru í barnlausri sambúð er um að gera að fara alla leið í herlegheitunum og kaupa utan- landsferð. Pakka ofan í tösku fyrir hana svo lítið beri á á Þorláksmessu og stinga svo af á aðfangadag - eiga rómantísk jól með stráhatt og kokk- teil við hönd fjarri öllum látunum. • Skrifaðu fallegt ástarljóð og láttu skera það á filmu sem límt er á glugg- ann. Smart og rómantískt. • Pantaðu tíma í hljóðveri og taktu upp fallegt ástarlag eða eitt- hvað lag sem þið eigið saman - hún verður örugglega himinlifandi - í það minnsta hissa. p Puma rakspíri Ferskur og líflegur ilmur Rakspírinn Puma Man kom nýlega í búðir og á hann án efa eftir að verða vinsæll. Ilmurinn er óvenju máttug- ur enda má finna sterkan mosakeim sem blandast kryddkenndum sedr- usviði. Ilmurinn er ferskur og lífleg- ur og hentar flestum karlmönnum í leik og starfi. Glasið er blátt og karl- mannlegt, skreytt kattardýrinu sem er rautt og heillandi. svanhvit@vbl.is Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáöu ráögjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiöina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 landsbanki.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.