blaðið - 26.10.2005, Síða 22
22 I VIÐTAL
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö
Félagslyndur einfarí
„Ég held að þessi saga gæti gerst
hvar sem er í þeim löndum þar
sem þjóðlífið er svipað og hér á
landi,“ segir Þráinn Bertelsson,
rithöfundur, sem hefur sent frá
sér nýja skáldsögu, Valkyrjur. í
bókinni segir frá morðmáli og
hvarfi handrits sem inniheldur
berorðar lýsingar fyrrverandi
eiginkvenna frægra manna á
hjónaböndum sínum. í hinu
týnda handriti er einnig að finna
frásagnir af rannsókn á fjárreið-
um Minus Group og vangaveltur
um það hvort forsætisráðherra
landsins hafi hvatt til hennar.
Erþetta saga um Baug?
„Þetta er saga um þá tíma sem við
lifum. Saga um viðskiptalífið og
sakamálin. Hvað sakamálin varðar
þá hafa málefni Baugs verið efst á
baugi hér heima og það er mér viss
inspírasjón. Svarið við spurning-
unni er því þetta gamla, góða já og
nei.“
Hefurðu áhyggjur af auðmönnum
íslands?
„Æ, látum þá bara spila."
Hvað með fyrirmyndir í bókinni. Ég
þóttist þekkja þarna Björn Bjarna-
son, er það bara ímyndun hjá mér?
„Sagði ekki Keats: Fegurðin er í
auga sjáandans. Ég er að skrifa bók
um lífið á íslandi. Inn í það líf koma
valdamenn sem með hegðan sinni
sem opinberar persónur hafa mikil
áhrif, þar á meðal hafa þeir haft djúp
áhrif á mig og ég vona að þau áhrif
sjáist að einhverju leyti í bókinni."
Þú lítur þá á þig sem þjóðfélagslega
meðvitaðan höfund?
„í augnablikinu geri ég það. Mér
hlotnuðust mikil forréttindi. Sem
ungur maður byrjaði ég að skrifa og
vissi þá ekki hvort ég var að koma
eða fara og allra síst í hvaða átt ég
stefndi. Svo tók lífið ákveðna stefnu
og ég eyddi 25 árum í að sinna kvik-
myndagerð, sem er stórt hlutfall af
starfsævi. Nú er ég svo heppinn að
vera enn við þokkalega heilsu og
held nokkurn veginn óbrjáluðum
sönsum. Ég hef fengið annað tæki-
færi sem rithöfundur og þá skrifa ég
á meðvitaðri hátt en áður. Mér fannst
við hæfi að hefja þennan seinni feril
minn á því að skoða sjálfan mig og
þannig var til bókin Einhvers konar
ég sem fjallar um það hvernig mann-
eskja verður til. Nú er ég kominn í
næsta kafla á þessum ritferli mínum
og mig langar til að hann snúist um
samfélag og um manneskjur innan
þess. Hvað gerist þegar þær þurfa að
lifa lífinu saman? Að öllum þessum
forsendum gefnum þá er svarið við
því hvort ég sé að skrifa þjóðfélags-
lega skáldsögu: Já, er það ekki bara.“
Vil eiga erindi við alla
Þú skrifaðir nokkrar bœkur á árum
áður. Eg man eftir Kópamaros og
Stefnumót í Dublin. Svo hœttirðu að
skrifa og snerir þér að kvikmynda-
gerð. Ertu ánœgður með fyrri rithöf-
undaferilinn?
„Ég gerði nákvæmlega það sem ég
vildi gera. En ég er mjög seinþroska
manneskja og vissi ekki hvað ég
vildi með skrifunum á fyrri rithöf-
undaferlinum. Ég fann fljótt að ég
hafði óvenjulega mikla náttúru fyrir
að leika mér með orð en ég vissi ekki
hvað ég ætlaði að byggja úr þessum
orðum. Með því að taka til verka
og skrifa þá komst ég í æfingu og
byggði upp vöðvamassa á því sviði.
Ég bý að því núna. En ef þú spyrð
mig um þær bækur mínar sem ég
skrifaði á fyrra ferlinum þá vona ég
að engin manneskja lendi nokkurn
tímann í svo miklum vandræðum
með að drepa tímann að hún þurfi
að opna þær.“
Þú gerðir nokkrar kvikmyndir: Nýtt
líf Löggulíf Dalalíf og Magnús svo
ég nefni bara fjórar. Geturðu ekki
hugsað þér að snúa aftur að kvik-
myndagerð?
„Nei. Þetta var mjög erfitt. Ekki
kvikmyndagerðin heldur umhverf-
ið. Ég kom úr námi frá Svíþjóð til
íslands þar sem engar kvikmyndir
voru búnar til að heitið gæti. Mér
fannst heillandi að taka þátt í braut-
ryðjendastarfi. Mig óraði samt ekki
fyrir því að þetta yrði erfitt á þann
hátt sem það varð. Ég lenti inn í hálf-
kommúnisku miðstýrðu ríkisvaldi.
Maður komst aldrei spönn frá rassi
nema fá peninga úr kvikmyndasjóði.
Ég og sjóðir og nefndir höfum aldr-
ei átt skap saman þannig að glíman
sem var stigin var ekki skemmtileg.
Að öðru leyti á ég góðar minningar
um kvikmyndagerðina og það góða
fólk sem ég kynntist. Sem betur fer
er ég búinn að gleyma hinu.
Ef ég tala í stærra samhengi þá
hafa margir listamenn á hinum vel-
menntuðu Vesturlöndum valið sér
viðskiptamannahópa. Margir rithöf-
undar miða verk sín við svonefnda
Gjafabox fyrir flest
milli himins og jarðar!
Eingöngu sala til fyrirtækja. (ff
Opiðfrá kl. 08.00-16.00. GRÆNN
MARKAÐUR
Róttarhálsí 2- 110 Rvk - Sfmi: 535-8500- Netfang; info@fiora.is