blaðið - 26.10.2005, Side 23

blaðið - 26.10.2005, Side 23
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 VIÐTALI 23 99........................................... „Enda er það svo að efég hitti fóik sem lítur út fyrir að hafa lesið eina bók á ævi sinni, og trúir á hana án nokkurra var- nagla, þá reyni ég að forða mér eins og fætur toga." bókmenntaunnendur. Til eru kvik- myndagerðarmenn sem gera kvik- myndir, einkum og sér í lagi fyrir þrönga hópa sem heita „kvikmynda- unnendur“. Mér finnst ég ekkert hafa fram að færa á þessum markaði. ,Bókmenntaunnendum“ kann ég ekki að segja nein ný bókmenntatíð- indi. „Kvikmyndaunnendum“ kann ég ekki að segja neitt nýtt úr heimi kvikmyndanna. Mitt erindi er ekki við listunnendur eingöngu heldur við alla. Alla sem vilja sjá, lesa eða hlusta og gefa sig að því sem ég er að gera.“ Pólitfkin og heimsstríðin Þú hefur verið kenndur við Fram- sóknarflokkinn, ertu ennþá fram- sóknarmaður? „Ég byrjaði pólitísku ævina í Heimdalli. Svo fannst mér ég verða skynsamari og gerðist félagslega sinnaðri. Á námsárum mínum í kvikmyndagerð í Svíþjóð breyttist ég f sósíaldemókrat og kom heim með þær skoðanir í farteskinu. Það sem tengdi mig við pólitík í hugum fólks, meir en ástæða var til, er að ég varð ritstjóri Þjóðviljans í eitt ár. Þá stimplaði Morgunblaðið mig sem kommúnista og Rússadindil sem ég kannast ekki við að hafa verið nokkru sinni á ævinni. Þessi sífelldu uppnefni gerðu manni gramt í geði og í staðinn fyrir að láta sér segjast þá forherðist maður. Ég velti því fyrir mér hvort þetta væri rétt og komst að því að ég væri miðjumaður í pólitík og þá fannst mér að ég ætti samleið með Framsóknarflokknum. Hins vegar á ég greinilega ekki sam- leið með neinum flokki lengur. Ég lét skrá mig úr Framsóknarflokknum þegar sá flokkur var kominn í stríð við írak. Ég vissi ekki að íslenskur bændaflokkur hefði stríðsrekstur á stefnuskrá sinni.“ Hvað sérðu þegar þú horfir yfir svið- ið og á þjóðfélagið. Ótrúlega margir virðast vera helteknir afDavíð Odds- syni. Ertþú það líka? „Ég held að ég hugsi minna um Davíð Oddsson en hann um mig og ég geri ekki ráð fyrir að hann hugsi mikið um mig. Ég hef hins vegar oft furðað mig á því hversu margir eru uppteknir af Davíð Oddssyni. Hans skoðanir á hlutum hafa aldrei plag- að mig. Einhverjum skoðunum sín- um hefur honum tekist að troða upp á þjóðina, sumum til góðs, öðrum til bölvunar og það er bara eins og það er. Þetta ósýnilega ægivald sem hann hefur í hugum margra hefur hann aldrei haft í mínum huga.“ Hefurðu áhyggjur af einhverju í þessu þjóðfélagi? „Nei, ekki sérstaklega. Þjóðfélagið er frjálsara og opinskárra en sveita- mannaþjóðfélagið sem ég fæddist inn í og kúrði dálítið feimið inni í sjálfu sér. Ég hef reyndar áhyggjur af því að ungt fólk virðist verða að eltast við innantóma hluti. Það lang- ar til að verða frægt og heldur að það verði frægt ef það sést í sjónvarpi. Það veit ekki að enginn verður fræg- ur af því að sjást einhvers staðar. Maður verður frægur, ekki af sjálf- um sér, heldur af verkum sínum. Mér finnst að mannkyninu hafi miðað áfram um hænufet. En auð- vitað vildi ég að þróunin gengi hraðar. Ef maður liti yfir sviðið úr gervitungli fyndist manni augljóst að sú tegund sem ræður ríkjum hér á jörðinni er grimm og miskunnar- laus og lítur svo á að hún eigi plánet- una ein og skuldlaust. Sem Marsbúi hefði ég áhyggjur af þessari plánetu. En sem maður sem er alinn upp í þessu stríði manneskjanna þá sé ég ekki að ástandið sé verra en það hef- ur verið.“ Óttinn við hópa / bók þinni Einhvers konar ég er dreg- in upp mynd af einfara. Ertu alltaf sami einfarinn? „Ég er félagslyndur einfari. Ég á samheldna fjölskyldu. Svo nýt ég þess að tala við gott fólk þar sem skilningurinn nær lengra en orðin. Sem einfari á ég erfitt með að stað- setja mig í hóp. Ég get átt samleið með hinum ýmsu hópum spotta og spotta en ég veit ekki um neinn hóp á jörðinni nema þá allt mannkynið sem ég geng með alla leið til grafar. Það sem ég óttast í sambandi við hópa er hin mikla trú þeirra á að þeir hafi höndlað stóra sannleikann. Gáfaður maður í Róm til forna orð- aði þetta snilldarlega. Hann sagði: „Timeo hominem unius libri“ - sem útleggst: Ég óttast einnar bókar manninn. Enda er það svo að ef ég hitti fólk sem lítur út fyrir að hafa lesið eina bók á ævi sinni og trúir á hana án nokkurra varnagla þá reyni ég að forða mér eins og fætur toga.“ Víkjum að brennivíninu, var reynsl- an afþví sár? „Sár? Nei, bara erfið, held ég. Ég byrjaði að drekka sem unglingur og sá þá einungis jákvæðu hliðarnir á því lífi. Víman sló á félagsfælni og þunglyndi - meðan hún entist. Þeg- ar hún hætti að virka þá fór mér að líða enn verr. Einfaldasta svarið við því var að drekka sem allra oftast. Þetta varð til þess að ég missti stjórn á lífi mínu. Það var ekki fyrr en ég viðurkenndi þetta vandamál fyrir sjálfum mér og öðrum að ég gat slit- ið mig frá þessu.“ Þú nefndirþunglyndið, afhverju staf- arþað? „Eftir því sem ég veit best er það talið stafa af ónógri boðefnafram- leiðslu. Utanaðkomandi aðstæður hafa líka áhrif á efnaskipti líkam- ans. Þessi geðsjúkdómur, þunglyndi, tengist því bæði líkama og sál. Ég tek lyf við þessu og sé ekkert að því annað en að það er óþægilegt.“ Varstu stundum svo þunglyndur að þú íhugaðir að svipta þigltfi? „Ég íhugaði það oft en líf mitt hef- ur alltaf verið það náið og tengt öðru fólki að verknaður eins og sjálfsvíg hefur ekki verið raunverulegur val- kostur. Ég tel það vera guðsmildi - sem sumir kalla heppni - að geð- veikin skuli aldrei hafa náð að taka af mér öll völd.“ Finnst þér ekki erfitt að tala um svona hluti? „Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst hins vegar erfitt hversu margt fólk virðist eiga erfitt með að tala um þá. Mér finnst nauðsynlegt að við segjum hvort öðru frá því sem við erum að upplifa og drögum ekk- ert undan. Við eigum til dæmis ekki að vera haldin tepruskap gagnvart jafn sjálfsögðum hlut og kynlífi. Sú bæling sem ríkti á tímabili gagnvart kynlífi skapaði niðurlægjandi klám- iðnað. Klámiðnaðurinn er ekkert annað en heiftúðugt andsvar við bælingu og eitt af sjúkdómseinkenn- um hennar. Ég hef aldrei vitað til þess að frumstæðir þjóðflokkar sem lifa í harmoníu við náttúruna og um- hverfi sitt þurfi á klámiðnaðarmönn- um að halda.“ Trúinog dauðinn Hvaða lífssýn hefurðu, ertu trúaður? „Já, það held ég. Ég held að öll trú- arbrögð séu tjáning á þeirri tilfinn- ingu mannsins að það sé til eitthvað handan við mannlega skynjun og mannlega greind. Eitthvað sem mað- urinn geti hvorki skilið né skilgreint en trúarbrögðin reyni það hins veg- ar. Kirkjan þjónar þessari trúarþörf minni vel. Ég er ekki endilega í flokknum en mér líður vel í guðshús- um af öllum tegundum. Ég kann vel að meta tilraun trúaðra til að koma því í orð sem aldrei verður hægt að segja eða skilja. Hins vegar er ekkert minna til af trúuðum vitleysingum en trúlausum en það er önnur saga.“ Tilhugsunin um að deyja, finnst þér hún slœm? „Alls ekki. Ég kvíði því reyndar að mér endist ekki lífsþróttur til að njóta lífsins til hinstu stundar. Það er dapurlegt þegar lífsnautnin dvín- ar og fólk þarf að bíða eftir dauðan- um. Ég vil ekki að það hendi mig. Ég reyni það sem ég get til að rækta kær- leika til lífsins. Eg reyni að stunda andlega og líkamlega heilsurækt, fylgjast með og taka þátt í lífinu á minn hátt svo ég hafi sem mesta nautn af því. Það er óvíst hvort svona tækifæri bjóðist manni aftur." kolbrun@vbl.is www.toyota.is Sker sig úr þegar öryggi er annarsi^ Fimm stjörnu öryggi Avensis fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið íárekstrarprófi Euro NCAP eða heilar fimm stjörnur fyrir öryggi. Þar vógu þungt öflugir loftpúðar og sterk yfirbygging. En sérstaða Avensis er ekki aðeins bundin við öryggi. Hann var líka kosinn bíll ársins í flokki fjölskyldubíla af tímaritinu WhatCar? Avensis Wagon er hágæða fjölskyldubíll, ríkulega búinn og rúmgóður. Eftirtektarverður kostur sem sker sig úr hvar sem hann fer. Prófaðu verðlaunagripinn Avensis Wagon og sjáðu hvort hann smeilpassi ekki fyrir fjölskylduna þína. Verð frá 2.340.000 kr. TODAY TOMORROW TOYOTA Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.