blaðið - 26.10.2005, Page 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005
VÍSINDI I 25
Stofnfrumur skapaðar
án þess að eyðileggja
heilbrigða fósturvísa
Tveir ótengdir hópar vísindamanna
hafa þróað sitt hvora leiðina til þess
að einangra stofnfrumur í fósturvís-
um músa án þess að eyðileggja líf-
vænlega fósturvísa. Þessar nýju að-
ferðir gætu mögulega orðið til þess
að friða andstæðinga stofnfrumu-
rannsókna sem mörgum hverjum
finnst siðlaust að nota fósturvísa
úr mannverum i framkvæmd rann-
sókna sem miða að því að finna
lækningar eða meðferðarúrræði við
hinum ýmsu sjúkdómum.
Ólíkt stofnfrumum í fullorðnu
fólki þá eru stofnfrumur fósturvísa
ósérhæfðar og viðhalda sér í langan
tíma með frumuskiptingum. Enn-
fremur er hægt að fá þær til að verða
að frumum með sérhæfð hlutverk,
til dæmis tauga-, vöðva- eða hjarta-
frumur, með því að rækta þær við
tiltekin lifeðlisfræðileg skilyrði. Til
þessa hefur hins vegar verið nauð-
synlegt að eyðileggja fósturvísana
til þess að nálgast stofnfrumurnar.
Nú hefur hópur vísindamanna
komið fram með mögulega lausn
á þessari siðferðisklemmu. Annar
hópurinn notaði tækni sem vana-
lega er notuð til þess að greina erfða-
sjúkdóma í fósturvísum. Sú tækni
fjarlægir eina frumu úr frumukeðju
fósturvísis og rannsakar erfðaefni
Ihennar í leit að göllum. Hinar sjö
frumur keðjunnar er svo hægt að
koma fyrir í móðurkviði og þær geta
síðan þróast í venjulegt barn. í stað
þess að rannsaka stofnfrumurnar
sem þeir tóku úr músinni þá settu
Robert Lanza og félagar hans hjá
líftæknifyrirtækinu Advanced Cell
Technology frumurnar í rannsókn-
ardisk með próteinum sem hvetja
frumurnar til þess að fjölga sér. Þeg-
ar bætt er við ýmsum vaxtarþáttum
þá breyttust frumurnar i alls kyns
aðrar frumur sem hægt var að nota
til stofnfrumurannsókna án þess
eyðileggja fósturvísinn. Hinn hóp-
urinn beitti annarri aðferð. Þar var
frumum úr húð sjúklingsins um-
breytt í stofnfrumur og síðan í nýja
vefi til að laga líkamann. Þessar að-
ferðir hafa enn ekki verið prófaðar á
fólki heldur einvörðungu á músum
en tegundirnar tvær eru afar líkar
á þessu stígi fósturvísaþróunar. Því
telja vísindamennirnir að þær ættu
að virka þegar mennskir fósturvísar
eiga í hlut en vara þó við þvi að enn
sé langt í land. ■
i Ljósaperan
leyst af hólmi
Heimurinn verður nær örugglega
ekki lýstur upp með ljósaperum
í framtíðinni. Ljósið er mun
líklegra til að koma frá borði,
vegg eða jafnvel skeið samkvæmt
nýjustu uppgötvunum vísinda-
manna.
Sú tækni sem er talin eiga að leysa
ljósaperuna af hólmi er kölluð LED
(light emotting diode), en útleggst
á íslensku sem ljósdíóða. Þar til á tí-
unda áratugnum gat LED einungis
framleitt grænt, rautt og gult ljóst
sem takmarkaði rnjög notagildi
þess en LED hefur meðal annars
verið notað í umferðarljós. í kjölfar
þeirra komu blá LED sem síðan hafa
verið breytt til þess að senda frá sér
hvítt ljós með ljósbláum litblæ.
Það sem gerir LED svona sérstakt
er að ljósdíóður framleiða tvisvar
sinnum meira ljós en ljósaperan og
geta brunnið í yfir 50.000 klukku-
stundir. Til að mynda spáir orku-
málaráðuneyti Bandaríkjanna því
að ljósdíóðalýsing gæti leitt til þess
að orkunotkun i Bandarikjunum
gæti dregist saman um 29% fram til
ársins 2025. Ljósdíóður gefa heldur
ekki frá sér hita þannig að þær nota
einnig mun minni orku til að fram-
kalla Ijós. Svo er miklu erfiðara að
brjóta þær.
Michael Bowers, framhaldsnemi
við Vanderbilt háskólann í Banda-
ríkjunum, var að reyna að búa til
litla skammta af dióðum. Díóð eru
kristallar sem eru einungis nokkr-
ir nanometrar að stærð eða 1/1000
af breidd mannshárs. Þegar ljósi er
beint að slikum einingum eða raf-
magn sett á þær þá bregðast þær við
með því að gefa frá sér eigið ljós sem
er vanalega afar skær og líflegur lit-
ur. Þegar Bowers beindi hins vegar
geisla að sínum díóðum skapaðist
fyrir slysni hvítur bjarmi í stað þess
bláa ljóss sem Bowers hafði reiknað
með. Hann notaði síðan díóðurnar
til að búa til peru sem sendi frá sér
ljós sem svipaði mjög til þess sem
kemur frá hinni hefðbundnu ljósa-
peru.
Það sem gerir þetta nýja ferli
svona spennandi er það að ef það
kemst í fjöldaframleiðslu þá verður
lýsing heimila okkar og vinnustaða
ekki lengur takmörkuð við perur.
Ljósdíóðublöndur væri nefnilega
hægt að mála á veggi eða nánast
hvað sem er og þær framkalla síðan
ljós í hvaða litbrigði sem er þegar að
blandan er örvuð með rafmagni.
Margir vísindamenn hafa sagt að
þeir reikni fastlega með því að ljós-
díoðulýsing eigi algerlega eftir að
leysa peruna af hólmi i framtíðinni.
\
heillandi heimur
þaögerist á
laugardaginn