blaðið - 26.10.2005, Qupperneq 26
26 I SAMSKIPTI KYNJAWNA
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 biaðÍA
Hjónabandið verður útundan
-í hröðu og kröfuhörðu samfélagi
Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, fjöl-
skylduráðgjafi og iðjuþjálfi, hélt á
dögunum námskeið í Bústaðakirkju
fyrir hjón sem vildu bæta samskipta-
mynstur sitt. Hún segir birtinga-
form vandamála í hjónabandi vera
af öllum gerðum.
„Hvort það er tímaleysi, peningar,
barnauppeldi eða eitthvað annað
liggur alltaf einhver tilfinningaleg
ósátt eða vanlíðan að baki. Margir
sem leita í ráðgjöf finna einhverjar
nýjar leiðir til að leysa vandamálin,"
segir Kolbrún.
Hún segir erfiðleika í samskiptum
oft vera orsök þess að fólk sé ekki að
vinna úr sínum málum og velji því
oft að skilja.
„Að liðsinna fólki í svona sam-
skipta- og tilfinningavanda og að
kenna fólki meira um samskipti er
mikil forvörn.“
Eðlilegt að takast á
Kolbrún segir það vera eðli heil-
brigðra sambanda þegar tveir aðilar
takist á.
„Aðilarnir eru ekki alveg eins
og þeir takast ekki síður á til þess
að þroskast. Það gefur okkur líka
skemmtilegra líf. Þessi átök verða
af því að það er svo margt að gera
en það er ekki verið að forgangsraða.
Þegar fólk byrjar í sambandi er him-
ininn alltaf blár en síðan fer að skýja,
oftar en ekki vegna þess að þessi
samningur um það hvernig hlutirn-
ir eigi að vera er ekki orðaður þegar
sambandið hefst. Eitt af því sem ég
geri með hjónum er að hjálpa þeim
við að orða þennan samning eða
sáttmála. Núna tek ég eftir því að
Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, fjölskylduráðgjafi og iðjuþjálfari
ung hjón eru farin að leita meira í
forvarnarvinnu og koma í svona við-
töl til þess að tala um hlutina og læra
hvernig hægt er að takast á við þá án
þess að lenda í vandræðum eða til
þess að minnka vandræðin. Þá er
þessi hjónabandssáttmáli mjög góð
leið til að hjálpa fólki að forgangsr-
aða.“
Ákveðinn þröskuldur
Kolbrún segir það ekki vera fólk sem
hefur brennt allar brýr að baki sér
sem kemur á svona samskiptanám-
skeið.
„Það er frekar fólk sem er með mál-
in nokkurn veginn í lagi sem kemur
á þessi námskeið. Ég fékk til dæmis
símtal eftir námskeiðið sem ég hélt
í Bústaðakirkju frá konu sem sagði
(?TóppadeÍíidl
Stök teppi á parket og flísar - mikið úrval
Dreglar og slabbmottur fyrir veturinn
Sisal og kókos gólfteppi
frá 2,711 kr.
Kópal -10 Itr 10% gljái 3,990 kr.
Kópal - 4 Itr 10% gljái 1,990 kr.
Ný sending af Veggfóðri og veggfóðursborðum
Skrautlistar og rósettur - mikið úrval
Betri og bjartari verslun • Sérpöntunarþjónusta ,
Lfttu við f Lrtaver - þa8 hefur avallt boigað sig!
Opnunartími:
Mán. - fös. 9.00 - 18.00
Lau. 10.00-16.00
tek TEPPABÚÐIN
T7i®l
Grensásvegur 18 • Sími: 581 2444
að í hennar hjónabandi hefðu ver-
ið ákveðin vandamál og hún sagð-
ist hafa vitað lengi að þau hjónin
þyrftu að gera eitthvað. Ekki alveg
vitað hvað og ekki alveg vitað hvert
ætti að leita og ekki alveg verið tilbú-
in að kyngja því að þau þurfi hjálp.
Það er því þannig fólk sem kemur á
námskeiðin, fólk sem komið er að
ákveðnum þröskuldi, ekki þeir sem
eru komnir með allt í rjúkandi rúst.“
Takast á viö neikvæðu gildin
Aðspurð að því hvort fólk sé farið að
sækja í svona námskeið eða ráðgjöf í
meira mæli gegnum árin segist Kol-
brún hafa tilfinningu fyrir því.
„Ég hef engar tölur um það en ef
ég má tala út frá tilfinningu þá er
þetta að verða venjulegra og minna
gildishlaðið að þetta sé neikvætt. Þó
er það ekki alveg nógu langt kom-
ið. Að halda svona hjónanámskeið
hjálpar til við að takast á við þessu
neikvæðu gildi.“
Á vef Hagstofu íslands er hægt að
sjá að árið 2004 voru 133 hjónaskiln-
aðir hjá þeim sem gift höfðu verið í
meira en 20 ár. Koíbrún segir það í
sjálfu sér útskýranlegt.
„Út frá minni reynslu þá skilur fólk
eftir þessi mörgu ár þar sem mælir-
inn er fullur. Fólk hefur verið mjög
upptekið gegnum tíðina. Fyrstu ár-
in í hreiðurgerð, kaupa ibúð, byggja
eða eitthvað slíkt og síðan er það
vinnan og að hugsa um börnin. Þá
rofar stundum til og þá finnur fólk
bara tómleikann. Fólk stendur þá
svolítið andspænis sjálfu sér og hin-
um aðilanum og veltir fyrir sér hvað
það ætlaði sér að gera í lífinu og
hvort það hafi náð markmiðum sín-
um. Stefnir eitthvað í það? Stundum
sér fólk að með þeim maka sem það
er nái það aldrei þvi sem það ætlaði
sér,“ segir Kolbrún og bætir við að
fyrrverandi hjón segi oftar en ekki
að ef þau hefðu vitað hvað þau væru
að fara út í hefðu þau aldrei skilið.
„Fólk heldur að það sé að losa sig
við eitthvað en síðan er það sjaldn-
ast þannig.“
Álagið gríðarlegt
Nútímanum fylgja miklar kröfur og
mikill hraði fylgir okkar samfélagi.
Kolbrún segir þessar aðstæður ekki
vera fjölskylduvænar.
„Til dæmis er þetta nám með
starfi mjög vinsælt núna. Mikið af
fólki með ung börn eða unglinga
er í þessu. Er þá kannski í metnað-
arfullu starfi og í náminu meðfram
því. Þetta er eitt af þeim dæmum
sem sýnir okkur hversu krefjandi
Blaðið/Steinar Hugi
nútíminn er,“ segir Kolbrún.
Hún bendir á að það fólk sem hef-
ur svona mikið að gera ljúki í raun
aldrei sínu dagsverki.
„Síðan gerist það hjá þessu fólki
eins og hjá öllum öðrum að amman
fær krabbamein, barnið fótbrotnar
eða eitthvað því um líkt og þá er
álagið orðið gríðarlegt. Spurningin
er hvar þenslumörkin eru,“ segir
Kolbrún.
Vantar sameiningu
„Það eru svo miklar kröfur að gera
þetta, gera hitt og eiga allt. Síðan
er svo mikið framboð á frístundum,
íþróttum og fleiru sem verður til
þess að ósjálfrátt það kemur mikið
los á fjölskylduna. Matartímar sem
einu sinni voru þannig að allir fóru
heim að borða klukkan 12 og klukk-
an 19 eru ekki lengur til staðar. Fjöl-
skyldur borða ekki endilega saman.
Einhver er í félagsstarfi, annar í
íþróttum og þriðji kannski að horfa
á sjónvarpið. Það þarf ekkert endi-
lega að vera sundrung en það vantar
sameiningu og að æfa samræðurn-
ar.
I öllu þessu amstri segir Kolbrún
hjónabandið ótvírætt verða útund-
an.
„Það þarf að sinna mörgum verk-
efnum eins og að afla fjár og ef að
fólk er með börn þá er það ekki verk-
efni sem bíður. Fólk bíður þá frekar
með að horfast í augu og strjúka
hvort öðru. Síðan er svo sorglegt
að þegar fólk loks horfist í augu eft-
ir 20-30 ár að það sér ekkert nema
tómleikann og þá verður oft stór og
átakanleg breyting í lífinu."
Samræður mikilvægar
Kolbrún ráðleggur fólki fyrst og
fremst að tala saman þegar vandinn
steðjar að.
„Fólk verður að ræða saman og
velta fyrir sér, hvað það vill og hvað
það vill ekki. Sumir geta gert þetta
einir á meðan aðrir kjósa að fara í
ráðgjöf eða leita til fagfólks til að fá
aðstoð við það hvar þeir geta eflt sig
og hvar þeir geta bætt sig. Samskipt-
in skipta öllu máli, þeir sem eru
færir í samskiptum eiga betri tengsl,
þannig virkar það líka i hjónabandi,
það að bæta sig í samskiptum er
einn af aflsteinunum."
Eftir áramót mun Kolbrún halda
annað fræðslunámskeið fyrir hjón.
Hægt er að fylgjast með tilkynning-
um á stress.is eða forvarnir.net. ■
katrin. bessadottir@vbl. is