blaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 32
32 I AFÞREYING
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö
Nýr Football
Manager
Síðasta föstudag kom í búðir
nýjasta viðbótin í Football
Manager keðjunni og nefn-
ist hún einfaldlega Football
Manager 2006. Frá því að hinir
bresku Collyer bræður, Oliver
og Paul, sköpuðu fyrsta Champi-
onship Manager leikinn
árið 1992 hafa leikirnir verið
gífurlega vinsælir. Fyrirtæki
bræðranna, Sport Interactive,
vann síðan að þróun seríunnar
í meira en tíu ár í samvinnu
við tölvuleikjaframleiðandann
Eidos. Sport Interactive ákváð
samt sem áður að söðla um fyr-
ir nokkrum misserum og hófu
að gefa út knattspyrnustjóraleik
undir eigin formerkjum og
kölluðu Football Manager en
hann er byggður á þekkingu og
reynslu þess teymis sem hafði
áður skapað Champion-
ship Manager seríuna. Sá leikur
naut gríðarlegra vinsælda og
ljóst er að tölvuleikjaaðdáendur
hafa haldið tryggð við Sport
Interactive þegar kemur að
knattspyrnustjóraleikjum, þó
að Championship Manager
serían sé ennþá í fullum gangi
hjá Eidos.Ýmsar nýjungar
eru í leiknum og er til dæmis
hægt að sjá hæð og þyngd
leikmanna í fyrsta skrpti, hægt
verður að tala yfir hausa-
mótunum á leikmönnum í
hálfleik aukþess að samningar
knattspyrnustjóra eru kynntir
til sögunnar í fyrsta sinn.
Skikkaður
í skó
íþróttaráð gagnfræðiskóla í
Ohio fylki hefur þurff að biðja
fótboltaleikmanninn Bobby
Martin, leikmann gagnfræði-
skóla Whites ofursta í Dayton,
afsökunar eftir að dómarar
bönnuðu honum að taka þátt
í leik í september síðastliðn-
um. Ástæðurnar sem gefnar
voru fyrir banninu voru þær
að hann klæddist ekki þeim
skófatnaði eða hnéhlífum sem
reglurnar útheimtu. Þetta væri
líldega ekki í frásögur færandi
nema vegna þess að Martin
fæddist án fóta og notar þá
hendur sínar til að komast um
völlinn. Martin sagði í kjölfar
þess að honum var meinuð þátt-
taka í leiknum að þetta hefði
verið f fyrsta sinn á sínum sautj-
án árum sem að honum hefði
verið látið líða sem fötluðum.
109 SU DOKU talnaþrautir
SOLUHÆSTU DVD
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raða tölunum írá 1 -9 lárétt
og lóörétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
1 3 5
8 5 1
9 6 7 4 1
6 4
5 8 1 7
9 4
3 6 2 4 1
1 3 2
4 3 7
Lausn á siðustu þraut
5 9 6 3 8 1 7 4 2
3 1 4 7 6 2 9 5 8
8 7 2 5 9 4 1 3 6
4 8 5 9 7 6 3 2 1
1 2 7 8 4 3 5 6 9
9 6 3 1 2 5 8 7 4
2 5 9 4 1 7 6 8 3
7 4 1 6 3 8 2 9 5
6 3 8 2 5 9 4 1 7
1. Batman Begins
2. Kingdom of Heaven
3. Sin City
4. Kill Bill 2
5. Öskubuska
6. KillBilll
7. Robots/vélmenni
8. Bionide 3: skuggavefurinn
9. GuessWho
10. Pacifier
HARÐVIÐARVALS
Gulltryggð þjónusta!
Krókhálsi 4*110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is
Mannúðarmál
Að ættleiða hund
Það að gerast heimsforeldri og
styrkja munaðarlaus, fátæk eða um-
komulaus börn til betra lífs með því
að greiða fyrir skólagöngu, læknis-
hjálp, fæði og klæði er gefandi og
gott hlutverk. Það á samt sem áður
ekki við alla. Nú er komin fram
prýðileg lausn fyrir þá sem vilja
leggja sitt að mörkum til að stuðla að
betri heimi en vilja frekar einbeita
sér að öðrum flötum tilverunnar.
DogsTrust, stærsta hjálparstofnun
hunda sem starfrækt er í Bretlandi,
hefur byrjað á því að bjóða fólki upp
á að gerast stuðningsaðilar hunda.
DogsTrust rekur 15 áfangaheimili og
sér um 12.000 hunda árlega. Þetta
kostar vitanlega allt peninga og
því hefur DogsTrust brugðið á það
ráð að bjóða utanaðkomandi fólki
upp á þennan möguleika. Flestir
hundanna sem enda hjá DogsTrust
fá góð og ástrík heimili að nýju sam-
kvæmt heimasíðu samtakanna en
sumir þeirra ná ekki að aðlaga sig
að nýjum aðstæðum ýmist vegna
erfiðrar fortiðar eða heilsuvanda-
mála. Því er fólk beðið um að borga
eitt pund vikulega til þess að hægt
sé að veita þessum hundum áfram-
haldandi húsaskjól og hlýju. Hérna
er mögulega tækifærið sem margir
hafa beðið eftir, tækifæri til þess að
gefa veikum hundi annað tækifæri
til að öðlast hamingju. Til að gerast
stuðningsmaður er hægt að fara inn
á heimasíðu samtakanna, http://
www.dogstrust.org.uk, og velja sér
hund til að styrkja. Stuðningsmenn
fá reglulega upplýsingar um ævin-
týri nýja besta vinarins auk þess
sem þeir fá sendan íburðarmikinn
'
byrjendapakka við skráningu sem
inniheldur meðal annars mynd af
hundinum þínum og sérstakt stuðn-
ingsmannaskírteini sem smellpass-
ar í veskið.