blaðið - 26.10.2005, Side 37
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005
DAGSKRÁ I 37
Mamma Kylie
flýgur til Parísar
Móðir Kylie Minogue hefur flogið af stað til Parísar til að vera við hlið dóttur sinn-
ar sem berst við brjóstakrabbamein. Kylie hefur verið í lyfjameðferð í París og
hefur haft kærasta sinn Olivier Martinez við hlið sér og yngri systur sína Dannii.
Móðir Kylie hefur verið á heimaslóðum sínum í Ástralíu fyrst eftir að dóttir
hennar fór til Parísar en kærasti hennar fór með henni. Vinir Kylie hafa sagt
hann styðja hana vel og hafi hætt við allt sem hann hafi verið búinn að
plana. Síðustu fregnir herma að þau stefni á að fara til Ástralíu um jólin til
að vera með vinum og fjölskyldu. ■
4
EITTHVAÐ FYRIR...
...fótboltaaðdáendur
Sjónvarpið - Gerð myndarinnar
Africa United - kl. 22.35
Þáttur um gerð heimildamyndar-
innar Africa United sem er um fót-
boltalið á íslandi sem eingöngu er
skipað erlendum leikmönnum.
...fyrirsœtur
Skjár 1 - America’s Next Top
Model IV - kl. 20:00
Fjórtán stúlkur keppa um titilinn
og enn er það Tyra Banks sem held-
ur um stjórnvölinn og ákveður með
öðrum dómurum hverjar halda
áfram hverju sinni.
4
Sirkus - What Not To Wear (4:5)
- kl. 20.30
Raunveruleikaþáttur þar sem fata-
smekkur fólks fær á baukinn. Hér
eru snjallar tískulöggur kallaðar til
verka og árangurinn lætur ekki á
sér standa.
■ Stutt spjall: Oddur Ástráðsson
Oddur er fréttamaður og er að fara að vinna á Nýju fréttastöðina sem fer í loftið í byrjun
nóvember
Hvernig hefurðu það í dag? gerður hjá Oddi. Hver einasti dagur býður
Alveg þrusufínt, ég er að sötra kaffi þessa upp á eitthvað nýtt.
stundina í góðra vina hópi.
Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í
fjölmiðlum?
Eg byrjaði að vinna í fjölmiðlum í febrúar
fyrir um átta mánuðum síðan en er búin
að flakka innan fyrirtækisins 365.
Langaði þig að vera blaðamaður þegar
þú varst lítill?
Nei, nei mig langaði að verða kafari. Það
varð ekkert úr því og ég verð sennilega
aldrei kafari.
Hvernig finnst þér að vinna
við blaðamennsku?
Mér finnst það mjög skemmti-
legt og spennandi og það er
eitthvað nýtt sem maður lærir
á hverjum einasta degi.
Ertu spenntur að byrja að
vinna í sjónvarpi?
Já þetta verður rosalega
gaman, það kitlar egóið.
Geturðu lýst dæmi-
gerðum degi
hjá Oddi?
Það ereng-
inn dagur
dæmi-
—
Hver finnst þér besti tími dagsins?
Ég er meira fyrir kvöldin heldur en morgn-
ana. Ég er hressastur seint á kvöldin.
Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið
þitt?
Ég verð að segja fréttir af því að það er
það eina sem ég horfi á í sjónvarpinu.
Er vinnan sem fréttamaður öðruvísi en
þú bjóst við?
Já og nei, þetta er skemmtilegra en ég
hafði þorað að vona en um leið meira
krefjandi.
Hvað er uppáhalds útvarps-
stöðin þín og útvarpsmaður?
Ég hlusta mestáTalstöðina
vegna þess að enginn flýr
sem heima hrekkurog ég
verð að viðurkenna að ég
hef endalaust gaman af I ngva
Hrafni, ég elska hann mest og
ta hann mest í senn.
Hver er uppáhalds bíó-
myndin þín?
Big Le-
bowsky, ekki
spurning.
■ spurning dagsins
Hverjir eru uppáhalds gamanþættirnir þínir?
Kristján Sturluson
King ofQueensog Malcolm
in the Middle.
Gísli Valur Þorvaldsson
Cheers
Ágúst A. Aðalsteinsson
The Seventy Show
Katrín María Emils-
dóttir
Vinir
Guðríður Jónsdóttir
Spaugstofan
Girls Aloud
dúkkur fyrirjól
Ýmislegt er framleitt fyrir
jólin og má þar nefna dúkk-
ur sem líkjast frægu fólki.
Framleiðendur Barbie hafa
ákveðið að búa til Girls
Aloud dúkkur fyrir jólin og
dúkkurnar hafa þegar verið
hannaðar. Aðalmarkhópur-
inn eru börn frá sex til ellefu
ára. ■
Charlize vinnur
verðlaun sem
besta leikkonan
Leikkonan Charlize Theron var valin leikkona ársins á Hollywood
Film verðlaunahátíðinni en hún fékk verðlaunin fyrir leik sinn
í myndinni North County. Joaquin Phoenix var valinn leikari
ársins fyrir leik sinn í Walk the Line sem er heimildamynd sem
unnin hefur verið eftir ævi Johnny Cash. Susan Sarandon
fékk verðlaun sem bestu leikkonan í aukahlut-
verki í Elizabethtown og Matthew Bro-
derick fyrir leik sinn í The
Producers. Meðal þeirra
leikara sem mættu á
hátíðina voru
Jennifer Ani-
ston og Jake
Gyllenhaal. ■
■