blaðið - 26.10.2005, Page 38
38IFÓLK
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 blaöiö
ÍSLENSK
STJÓRNVÖLD
OG BANDARÍKIN
Smáborgaranum er svo sannarlega ekki
skemmt þessa dagana. Hann er reyndar
alveg bálreiður og yfir sig hneykslaður
og móðgaður á háttalagi íslenskra stjórn-
valda um þessar mundir og er skapi næst
að flytja úr landi og afneita þjóðerni sínu.
Þannig er mál með vexti að Smáborgar-
inn hefur löngum gagnrýnt fyrrverandi
og núverandi forsætisráðherra landsins
fyrir að styðja innrás Bandaríkjamanna í
(rak án þessa að telja sig þurfa samþykki
nokkurs einasta manns. Afdrifarík ákvörð-
un tveggja manna fyrir hönd heillar þjóð-
ar - ákvörðun sem allir hinir 290.000 íbúar
hennar voru ósáttir við. Það er ekki fyrr en
á allra seinustu misserum að Smáborgar-
anum hefur örlítið runnið reiðin - er að
minnsta kosti hættur að tala um þessa fá-
sinnu við hvert tækifæri. Þetta verður þó
geymt en ekki gleymt.
Smáborgarinn taldi að núna myndu stjórn- I
völd hugsa sig tvisvar ef ekki þrisvar um
þegar ákvarðanatökur varðandi Bandarík-
in eru annars vegar. Það virðist ekki vera.
Sleikjuháttur stjórnvalda gagnvart risan-
um í vestri er svo viðbjóðslegur og smán-
arlegur að það er okkur öllum til skammar.
Fellibylurinn Katrína gekk yfir Bandaríkin
í lok ágúst og varð til þess að meira en
1.000 manns týndu lífi. Ennþá fleiri misstu
heimili sín og ennþá ríkir mikill glundroði
þar sem fellibylurinn gekk yfir. Borgin
New Orleans er ekki svipur hjá sjón og
Ijóst er að það mun taka mörg ár að koma
borginni í fyrra horf. Islensk stjórnvöld
brugðust skjótt við og ákváðu að leggja
til 500.000 dollara til að hjálpa til við upp-
byggingu og hjálparstarf. Allt gott og
blessað um það að segja enda var pening-
unum vel varið.
Þann 8. október skók öflugur jarðskjálfti
norðurhluta Pakistan og Kasmír-hérað.
Nú þegar hefur verið staðfest að 80.000
manns hafi farist og talan fer hækkandi.
Aðstæður til hjálparstarfs eru mjög bágar
og ennþá vantar mikið upþ á til þess að
hægt verði að sinna því sem skildi. fslensk
stjórnvöld brugðust við. Létu 300.000
dollara af hendi rakna. 200.000 dollurum
minna en til Bandaríkjanna. Þau skilaboð
sem almenningur fær með því er að hvert
mannslíf í Bandaríkjunum sé meira virði
en hvert mannslíf í Pakistan - þar sem allar
aðstæður eru margfalt verri en í Bandaríkj-
unum. Smáborgarinn vildi gjarnan fá svör
sem rökstyðja þessa undarlegu og með
öllu óskiljanlegu ákvörðun.
HVAÐ FINNST ÞER?
Hvað finnst þér um Magga Eiríks?
Helgi Björnsson, söngvari, sem heldur tónleika með lögum eftir Magnús Eiríksson
í Óperunni annað kvöld:
„Mér finnst Maggi Eiríks náttúrulega ekkert
minna en snillingur. Annars væri ég ekki að
taka upp heila plötu með lögum eftir hann, sem
við kynnum svo á útgáfutónleikum á fimmtu-
dagskvöld. Hann er okkar fremsti laga- og texta-
smiður. Það segir sína sögu að þegar ég fór að
skoða þessi lög hans, þá uppgötvaði ég það að
ég kunni þau öll og textana líka. Samt var það
nú svo að ég keypti aldrei Mannakornsplöturn-
ar eða stúderaði lögin hans hérna áð-
ur. En tónlistin hans hefur verið allt
í kringum mann, í útvarpi, þar sem
fólk sest niður með gítar eða hvað
annað. Lögin eru hluti af íslensk-
um þjóðarkarakter og mér finnst
borðleggjandi að Magnús Eiríks-
son beri nafnbótina þjóðskáld
með rentu.“
Sýnið Britney
þolinmœði
Söngvarinn Justin Timberlake hefur sagt aðdáendum Britney Spears og blaðamönn-
um að að sýna henni þolinmæði en hún hefur nýlega eignast soninn Sean Preston.
Aðdáendur eru ólmir á eftir myndum af drengnum og stolnar myndir hafa verið
birtar ólöglega af barninu á Internetinu. Justin Timberlake talaði til aðdáenda og
bað þá að gefa henni frið en þetta er í fyrsta skipti sem Justin sýnir henni opinberleg-
an stuðning eftir að þau hættu saman fyrir tveimur árum. „Ég held að þarna hafi verið
gengið of langt enda eru þetta hennar myndir. Það er fáránlegt að manneskjur eins og
hún sem eru að eignast sitt fyrsta barn séu ekki látnar í friði,“ sagði Justin. Lögfræðingar
Britney náðu að stoppa myndirnar frá því að dreifast út um allt og stjórnendum vefsíð-
unnar var hótað lögsókn.
Yoko Ono:
Sagði Bono að hann
vœri sonur Lennon
Bono hefur sagt að Yoko Ono hafi komið til sín þegar hann var um tvítugur og
sagt hann vera son John Lennon. Bono segist varla hafa getað fengið betra hól frá
nokkrum. Bono segir að platan John Lennon and the Plastic Ono Band, þar sem
Lennon syngi um látna móður sína, hafi hjálpað sér í sorginni þegar hann missti
móður sína skyndilega þegar hann var 14 ára. „Mér leið eins og að hann
(L e n n o n) ' væri að syngja um mínar eigin tilfinningar,“ sagði Bono.
Er Gwyneth
ófrísk aftur?
Það hefur birst víða í fjölmiðlum erlendis að Gwyneth Paltrow sé aftur orð-
in ólétt. Dóttir hennar er nú orðin 16 mánaða en hún er fyrsta barn hennar
og manns hennar Chris Martin úr Coldplay. Móðir Gwyneth er sögð hafa
tilkynnt óvænt um óléttuna á verðlaunaafhendingu í Hollywood. Þegar hún
var spurð hvort hún sé að verða amma aftur sagði hún: „Já ég held það, ég hef
reyndar ekki athugað það nýlega.“ Fjölmiðlar segja hana hafa verið að reyna
að fela spenninginn en að hún sé að springa af gleði.
B Af netinu
eftir Jim Unger
Össur Skarphéðinsson:
Baráttusöngvarnir glymja enn í eyr-
um utan af Ingólfstorginu. Grúinn
þar var rétt áðan einsog í þéttpakk-
aðri síldartunnu á Siglufirði á síld-
arárunum miklu. Klukkan liðlega
hálfsex og Austurvöllur undarlega
mannlaus. Austurstrætið líka. Það
eru auðvitað allir sem á annað borð
eru í miðbænum ennþá úti á Ingólfs-
torgi. Nú heyri ég að hljóðna og lík-
lega er fundurinn að verða búinn.
Ég fór af því mér var orðið kalt...
Uppúr tvö sá maður allstaðar
flauma fólks - aðallega kvenna - á
leið upp á Skólavörðuholtið þar sem
baráttugangan í tilefni dagsins átti
að hefjast. Á göngustígunum við
Suðurlandsbrautina voru meira að
segja hópar fólks á leið í gönguna.
Við Einar Karl komum saman á
Skólavörðuholtið korter í þrjú og þá
var mannhafið eins og fyrir framan
Péturskirkjuna í Róm þegar verið er
að kynna kjör nýs páfa. http://web.
hexia.net/roller/page/ossur//
Svanfríður Jónasdóttir:
Hinn 24. október fyrir þrjátíu árum
sat ég heima með nýfætt barn með-
an aðrar konur fóru og stöppuðu
stáli hver í aðra á fjölmennum fund-
um bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Ég hallaði mér hins vegar að John
Lennon og spilaði „Woman is the
nigger of the world,, eins hátt og vog-
andi var. Líklega hefði ég nú reikn-
að með að árið 2005 yrði ástandi
orðið betra, jafnréttið meira, ef ég
á annað borð hefði horft svo langt
fram í tímann. Það gerði ég hins
vegar ekki; ég hafði hvorld hug-
myndaflug til að hugsa fram á nýja
öld né að sjá mig fyrir mér komna
yfir fimmtugt. Líklega hef ég aldrei
reiknað með að lifa svo fjarlæga at-
burði. Nú er hvort tveggja orðið. Og
enn er kvenfrelsið lifandi baráttu-
mál því enn er Woman the nigger
of the world. http://www.jafnadar-
menn.is/svanfridur/
1-9
O Jim Unger/cbst. by United Media, 2001
Ég vil biðja þig um að afhenda lyklana að fyrirtækisbílnum."
HEYRST HEFUR...
Kastljósiðhef-
ur kafsiglt
íslandi í
dag í stríðinu um
áhorfendur á eftir
kvöldfréttum. Það
er greinilegt að
RÚV hefur unnið mikinn sigur
í „fangaskiptunum miklu.“ Mun-
urinn á þessum tveimur „pró-
grömmum“ felst í tvennu. Ann-
ars vegar er umgjörð Kastljóssins
mun betri en lslands í dag og í
öðru lagi eru mun öflugri spyrl-
ar í Kastljósinu. Þannig hafa þeir
átt hvern stórsprettinn á fætur
öðrum síðustu daga á meðan sæt-
ar stúlkur og bóhemskur andi
Þorsteins J. hefur ráðið ríkjum í
Islandinu.
Uppnám er í liði Framsókn-
aríReykjavíksökumskelfi-
legrar útkomu flokksins í
könnunum. Telja menn almennt
að Alfreð Þorsteinsson sé búinn
að ganga sjálfum
sér og flokknum
til húðar. Mönn- f***
um þyEir ólíldegt
að Anna Kristins-
dóttir geti bætt
stöðu flokksins
nægilega til að
halda einum fulltrúa inni. Að-
stoðarmaður forsætisráðherra,
Björn Ingi Hrafnsson, hefur
lengi verið með borgarfulltrúa í
maganum og af skrifum á blogg-
síðu hans má ráða að hann veltir
alvarlega fyrir sér að fara gegn
borgarfulltrúunum. Helsti Akki-
lesarhæll hans er þó að innan
flokksins er hann almennt tal-
inn bera töluverða ábyrgð á ýms-
um hrakförum forsætisráðherra
á sviði almannatengsla. Margir
forystumenn á borð við Jónínu
Bjartmarz hafa minni en engan
áhuga á að vegur hans eflist inn-
an flokksins. Hann er því talinn
eiga von á harðri andstöðu við
framboð sitt...
N
D a g -
sjónvarpsvfsir Skjás
eins, Skjárinn, var bor-
inn í hús
í gær. Fróði er að
vísu skráður útgef-
andi en þetta blað
lofar góðu. Tvennt
vekur þó athygli
þegar því er flett.
skrá annars samkeppnisaðilans,
RÚV, fær góða umfjöllun og
^eins er hvergi að finna eiginlega
sjónvarpsdagskrá vikunnar eða
mánaðarins. Aðeins er stiklað á
stóru með helstu þætti. Aðstand-
endur Dagskrár vikunnar geta
því andað léttar, að minnsta
kosti í bili þar til Skjásmenn fara
í beina samkeppni við þá. Ekki
fylgir sögunni hversu oft Skjár-
inn á að koma út.
Bolli Thoroddsen, 24 ára for-
maður Heimdallar, stefn-
ir á 5. sætið í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins. Það vekur
athygli að á heimasíðu hans þar
sem Bolli rekur fortíð sína og af-
rek, sem eru töluverð, sést ekki
getið um hverjir bera ábyrgð á
því að koma honum í þennan
heim. Móðir hans er Margrét
Björnsdóttir, sem er helsti ráð-
gjafi Ingibjargar S. Gísladóttur,
formanns Samfylkingarinnar,
og faðir Skúli Thoroddsen, sem
meðal annars hefur tekið þátt í
prófkjörum Samfýlkingarinnar
á Reykjanesi. Bæði voru á sínum
tíma lfka virk í Alþýðubanda-
laginu þar sem þau voru meðal
sterkustu stuðningsmanna Ólafs
Ragnars Grímssonar. Bæði eru
því reyndir plottarar og tæpast
á það að draga úr líkum Bolla að
njóta reynslu þeirra við að skipu-
leggja slaginn.