blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 18
26 I VIÐTAL ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö Egill Jóhannsson, framkvœmdastjóri Brimborgar: Spáum 20% samdrætti á næsta ári en engri brotlendingu Bílainnflutningur stendur með miklum blóma á íslandi um þess- ar mundir. Eitt þeirra fyrirtækja, sem náð hefur hvað mestum vexti á umliðnum árum er Brimborg, sem hefur umboð fyrir Ford, Vol- vo, Daihatsu, Citroén, Lincoln og Mazda, sem var að bætast í safnið. Andrés Magnússon hitti Egil Jóhannsson, framkvæmdastjóra, að máli og spurði fyrst hvernig væri að reka bílaumboð í þessari gósentíð. „Það er auðvitað gaman þegar svona uppgangstímar eru. Ég var hérna líka árið 1987 þegar við áttum aðra eins metsölu. Þá voru 18.500 bílar seldir en nú erum við að spá 20.000 nýjum bílum á göturnar á ár- inu. Það segir sig sjálft að reksturinn gengur vel og manni veitist allt létt- ara þegar það er svona byr.“ En erþetta ekki öðruvísi núna? ís- land er ekki sama landið og það var 1987. „Jú, þetta er allt annað. En við verðum að hafa í huga að 1987 kom ansi margt til fyrir utan tollabreyt- ingar. Vextir voru gefnir frjálsir 1986, þannig að fyrirtæki eins og Lýs- ing og Glitnir urðu til, 1987 var svo skattlaust ár við upptöku staðgreiðsl- unnar og efnahagslífið var sterkt. Nú tæpum tveimur áratugum síðar búum við í allt öðru þjóðfélagi. En þó það gangi vel núna þá er það alltaf yfirvofandi að sveiflan getur farið hressilega niður á við eins og við höfum upplifað áður. Eft- ir uppganginn 1987 datt salan svo hressilega niður 1988 og 1989. Síð- an voru 1999 og 2000 mjög góð ár, en 2001 hrundi salan niður um 50% og áfram 5% árið 2002. Það er gríð- arlega erfitt að fást við svona á svo skömmum tíma. Þó þetta sé sveiflu- kennd grein, þá er mikið um fastan kostnað, húseignir og mannskap. Salan á þessu ári er meiri en menn bjuggust við, því áður höfðum við gert ráð fyrir að tindinum yrði náð á næsta ári. En nú lítur út fyrir að efnahagslífið hafi hitnað meira og hraðar en við héldum, þannig að við séum búin að ná toppinum. Við teljum þess vegna að 20% samdrátt- ur á næsta ári sé ekki ólíklegur. Það hljómar kannski ekki nógu vel, en þá má ekki gleyma því að við erum þá að gera ráð fyrir að selja 16.000 bila á næsta ári. Það er mjög gott ár, hvern- ig sem á er litið, og ekki hægt að tala um neitt hrun í því samhengi.“ Búið í haginn fyrir niðursveifluna Þið hljótið þá að vera orðnir vanir aðfást við sveiflurnar? „Já, það skildi maður vona. Hér hjá Brimborg höfum við með skipu- legum hætti reynt að koma á kerfi til þess að koma í veg fyrir birgða- söfnun, þannig að við lendum ekki í þessu rugli sem menn voru að lenda í fyrir nokkrum árum. Ég get nefnt dæmi: Fyrir fjórum árum vorum við að selja um 600 nýja bíla á ári, en áttum allt upp í 270 notaða bíla á lag- er. Núna erum við að selja meira en 2.300 nýja bíla en erum aðeins með um 200 notaða á lager. Slík breyting ein og sér gerir okkur miklu hæfari til þess að þola hrun í sölu nýrra bíla. Um nýju bílana er svipaða sögu að segja. Við fylgjumst mjög grannt með birgðastöðunni og tengjum bón- uskerfið við það. Skipuritinu var breytt þannig að það er sérstakur sölustjóri ábyrgur fyrir hverju vöru- merki og það skapar síðan keppni innan fyrirtækisins. Þessar tvær kerfisbreytingar í nýjum og notuð- um held ég að hafi gert okkur kleift að takast á við sölufallið þegar þar að kemur.“ Hefur það ekki áhrif á daglegan rekstur líka? „Jú, tvímælalaust. Aðskilnaður- inn hér innanhúss hefur gert það að verkum að menn vanda meira til verka. Hættan er sú, þegar menn eru með mörg vörumerki, að þeir leiti einföldustu og auðveldustu leið- anna. Dollarinn er lágur í dag og þá gætu menn freistast til þess að leggja alla áherslu á ameríska Fordinn, en vanrækja Citroén og Volvo. Síðan breytist gengið og þá þyrftu menn að fara að snúa þessu öllu við, sem er hægara sagt en gert, því maður bygg- ir ekki upp bílategund á markaði á einni nóttu, að ógleymdu öllu hinu: Varahlutum, verkstæðisþjónustu o.s.frv.. Þetta þýðir líka að menn haga sér skynsamlegar. Ef sölumaður nýs bíls ákveður að taka gamlan bíl upp í gerir hann það ekki eftir einhverri hugdettu um verðið. Hann verður að fá sölumann notaðra bíla til þess að fallast á verðið, sem þýðir það að það er engin deild fyrirtækisins að bera aðra, það eru allir að draga sama vagninn." Tvöföldun markaðshlutdeildar Hefur þetta skilað sér? „Ég held að þessi breyting hjá okkur hafi gengið ótrúlega vel, sem kannski sést best á því að frá 2001 höfum við aukið markaðshlutdeild Brimborgar úr 6,6% í 13%, sem þýðir að við séum að sækja neytendur til annarra. Þessi söluaukning hefur þar að auki verið afar svipuð í öllum merkjum, en ekki aðeins einu. Það er lykilatriði enda höfum við verið að vaxa tvöfalt hraðar en markaður- inn.“ Maður sér það á götunum að það hefur orðið hugarfarsbreyting. Marg- ar fjölskyldur eru með tvo ogjafnvel þrjá bíla. Finniðþið fyrirþessu? „Já, meginbreytingin er vitaskuld sú að þetta er miklu efnaðra þjóð- félag en var. Fleiri fjölskyldur hafa efni á tveimur bílum og um leið sjáum við að það hefur verið miklu meiri sókn í dýrari bíla. Þetta sjáum við vel t.d. á hlutfalli jeppa, sem nú eru að nálgast 40% af heildarmark- aðnum. Síðan seljast lúxusbílarnir miklu betur en áður. Þarna er orð- in breyting og menn eru jafnvel að seilast í þriðja bílinn. Nýir fjármögn- unarkostir spila líka inn í og að því leyti er markaðurinn að taka mikl- um breytingum." Hvað veldur? Er kröfuharkan meiri, er þetta snobb, ásókn í öryggi eða er þetta bara okkar harðbýla land, sem kallar á betri bíla þegar menn hafa efni áþeim? „Það er ekki hægt að skrifa það á snobbið, því fólk er skynsamara en svo. Fólk gerir lágmarkskröfur og bætir svo í. En ef fólk er efnað þá gerir það auðvitað meiri lífstílskröf- ur. En almennt er það skynsemin sem ræður. Landið er harðbýlt, veg- irnir eru erfiðir og vegalengdir frek- ar miklar, almenningssamgöngur eru með þeim hætti að flestir þurfa einkabíl og síðan er veðrið eins og það er. Menn hafa verið að óskapast yf- ir jeppunum og t.d. bent á að hér séu forstjórabílarnir jeppar en ekki limmósínur. En þar held ég að hinar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.