blaðið


blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 19

blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 VIÐTALI 27 raunverulegu þarfir séu að spila inn í. Verðið er svipað, en notagildi jepp- ans er meira, það er hægt að skreppa upp í Þórsmörk ef manni dettur það í hug. Hitt er svo annað mál hvort menn geri það.“ En nú sáum við ekki sömu bylt- ingu og átti sér stað vestanhafs þegar mömmurúturnar ruddu sér rúms. „Nei, ástæðan fyrir því er sjálfsagt verðflokkurinn, sem þær lentu í hér á íslandi. Vélarnar voru oftast í stærra lagi og fóru því í sama tollflokk og jepparnir. Þetta heyrði maður hérna niðri í sýningarsalnum, fólki leyst ágætlega á bílinn en verðið var orðið svo nálægt jeppunum að fólk teygði sig frekar þangað." Notaðir bílar nær raunveruleikanum En hvað með notaða bíla? Nú hafa þcer raddir heyrst að verðið áþeim sé með ólíkindum hátt miðað við þá nýju. „Það ástand hefur nú mikið lagast síðustu 4-5 árin. Eftir handaganginn 1999-2000 þegar eitt umboðið hérna átti 1.100 notaða bíla fóru menn að hugsa sinn gang, því auðvitað var eitthvað bogið við verð á notuðum bílum ef menn gátu keypt notaða bíla erlendis, flutt þá hingað yfir hafið og selt með hagnaði. Á þessum tíma hefur það svo sigið og er kom- ið miklu nær raunveruleikanum. En þrátt fyrir mikinn innflutning á nýjum bílum, mikinn innflutning á notuðum og afskráningar með venju- legu móti, þá er salan á notuðum bíl- um mjög mikil samt. Það bendir til þess að það sé hægt að gera góð kaup í notuðum bílum og það hefur stækk- að markaðinn, því nú geta miklu fleiri leyft sér að kaupa bíl, hópar sem áður fyrr hefðu litið á slíkt sem fráleitan munað.“ Eru notaðir bílar að utan eitthvað sem þið hafið áhyggjur af? „Nei, ekki get ég sagt það. Inn- flutningurinn er ekki nálægt því sem menn gætu ætlað af þjóðsögun- um. Það vill nú svo til að við höfum mjög greiðan aðgang að tölfræði um þetta. Fyrstu níu mánuði ársins er búið að flytja inn 3.700 notaða bíla, en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.760. Aukningin er mikil í prósent- um, en fjöldinn er ekki þannig að hann skipti sköpum. Bílgreinasambandið tók saman um daginn hversu margir hefðu flutt fimm eða fleiri bíla inn til landsins í ár og það reyndust 202 aðilar, en umboðin eru um tólf talsins. Þetta er það sama og við höfum alltaf séð í góðæri, þá spretta upp ýmsir náung- ar sem hugsa sér gott til glóðarinnar og fara að flytja inn. Það er auðvelt að koma slíku í kring, en þeir staldra fæstir lengi við. Svo sér maður það að það stýrist mikið af gengisþró- un hvaðan er verið að flytja inn, nú er það Ameríka, en síðast var það Þýskaland." Opinberu gjöldin þungbær Þú nefnirgengið. Bílabransinn hér heima stýrist af alls kyns óviðráðan- legum þáttum eins oggengi, bensín- verði, opinberum gjöldum og tollum. Er ekki erfitt að búa við slíkt? „Jú, en það má sjálfsagt segja um fleiri greinar. En það er alveg rétt að vörugjöldin eru mjög há. Litlir bílar eins og Ford Fiesta eru að bera 30% vörugjaldogsíðanferþað í 45% efvél- in fer yfir 2000, sem er út af fyrir sig engin sérstök vél. Þetta háir okkur auðvitað talsvert, en til þess að létta okkur lundina hugsum við bara til Danmerkur þar sem bílar bera 180% skatt. En flest lönd í Evrópu eru með miklu lægri gjöld og sum löndin engin. Síðan erum við auðvitað með þennan háa virðisaukaskatt líka og það segir sig sjálft að þessi mikla skattheimta af bílum er ekki að létta okkur eða neytendum lífið." Sérðu einhver teikn á lofti um að áhugi neytenda sé að beinast á nýjar brautir? í frekar föstum skorðum. Ég nefndi hvernig fólk sækir í auknum mæli í dýrari bíla, en þó sáum við smákipp í sölu smábíla þegar bensínhækkan- irnar fóru af stað. Samt verð ég að segja eins og er að viðbrögðin við þeim voru miklu minni en maður hefði búist við.“ Betri bílar, lægra verð Þessi áhugi á dýrari bílum er vel skiljanlegur effólk hefur efni á slíku, en hvernighefur verðþró- unin verið, svona almennt? „Verðið hefur í sjálfu sér frekar verið á niðurleið en hitt. En menn sjá það kannski ekki alltaf á verðmið- anum. Það er frekar að líta á bílana, því að þeir eru alltaf að verða betri og öruggari. Menn sjá þetta líka þeg- ar þeir horfa á staðalbúnaðinn, sem fylgir flestum bílum nú orðið. Það, sem þótti nánast sérviskulegur auka- búnaður fyrir nokkrum árum, er nú í öllum bílum. Mér sýnist þessi þró- un vera að sækja í sig veðrið. Ég var t.d. að skoða Ford Focus á dögunum, sem kom á markað í mars 1999, en við vorum einmitt að fá nýja útgáfu af honum í vor. Þetta eru varla samanburðarhæfir bílar, slík hefur þróunin verið á þessum sex ár- um, en samt er verðið lægra núna en það var þá og raunar talsvert lægra þegar verðbólga er tekin með í reikn- inginn." Mun ekki þrýstingurinn frá Kóreu ogöðrum löndum Austur-Asíu halda mönnumfrekar við efnið hvað verðið áhrœrir? „Alveg örugglega. Menn muna hvernig japönsku bílarnir komu inn á sínum tíma og Kóreubúarnir hafa leikið sama leik, bara miklu hraðar. Bílar frá Kína og öðrum ámóta lönd- um eru hins vegar ekki enn farnir að keppa á alþjóðamarkaði. Þeir eru einfaldlega ekki nógu góðir. Ennþá. Síðan er annað mál hvort það hafi afgerandi áhrif á gömlu merkin, það má ekki gleyma því að þau hafa verið að fjárfesta í verksmiðjum þar eystra.“ Og þið eruð komnir með japansk- an bíl... „Jú, við vorum að taka við Mazda- umboðinu. Við erum að fjárfesta um hálfan milljarð í því verkefni, enda er það traust merki með góða sögu hér á landi. En þetta er heilmik- ið átak, við höfum keypt húsnæði hér við hliðina á í Bíldshöfða 8, það þarf að ráða um 25 manns og það er vandaverk. Síðan kallar það á aukna þjónustustarfsemi, þannig að vöxt- urinn heldur áfram þó salan kunni að dragast eitthvað saman.“ Heldurðu að lendingin verði mjúk eða megum við eiga von á frekari hrceringum í bílageiranum. „Við vonum að lendingin verði mjúk, en það verður sjálfsagt mis- munandi eftir fyrirtækjum. Það hefur nú þegar orðið talsverð hag- ræðing í þessum geira og vörumerki verið að færast aðeins á milli, en það eru engin augljós merki um að það sé þörf á frekari hreinsunum í bráð. Og hvað lendinguna varðar, þá erum við hjá Brimborg ekki mjög kvíðin.“ andres@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.