blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 29
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 Hvaða sjónvarpsþætti máttu ekki missa af? SigurðurVignir Jóhanns- Heiðrún Baldursdóttir Anna Vallí Baldursdóttir Ragnar Lárusson son ÉgmáekkimissaafMylie Footballer's Wives. House og Bráðavaktinni. Það er enginn sjónvarps- og héðan í frá Footballer's þáttur sem ég má ekki Wives. missa af. Sjónvarpið Veronica Mars - kl. 20.40 Bandarísk spennuþáttaröð um unga konu sem tekur til við að fletta ofan af glæpamönnum eftir að besta vinkona hennar er myrt og pabbi hennar missir vinnuna. Stöð 2 - Amazing Race 7 - kl. 20:30 Ellefu lið eru mætt galvösk til leiks, reiðubúin til þátttöku í sjöunda Kapphlaupinu. f síðustu keppni ferðuðust keppendur um nokkrar heimsálfur og höfðu m.a. viðkomu á íslandi. Skjár 1 - Allt í drasli - kl. 20:30 Allt í drasli hóf göngu sína síðasta vetur og vakti mikla lukku. Þar sýndu þau skötuhjúin ótrúleg til- þrif við hreingerningarnar og gáfu landsmönnum heilræði um hvernig best er að bera sig að við tiltektina. Að þessu sinni verður tekið til hend- inni á landsbyggðinni og áhorfend- ur mega búast við að sitja agndofa fyrir framan skjáinn. Óli Palli er verkefnastjóri tónlistar á Rás 2 Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það ágætt. Það er mánudagur og mér finnast mánudagar góðir dagar. Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? Eg byrjaði að vinna hjá RÚV árið 1991. Langaði þig að verða útvarpsmaður þegar þú varst lítill? Nei alls ekki, ég ætlaði að verða flugmað- ur eins og allir eðlilegir ungir menn. Ég átti flugmannahúfu og bláan samfesting sem var nógu líkur flugmannabúningi fyrir mig og svört gúmmístígvél og þá var ég góður. Þá var ég flugmaður og svona labbaði ég upp og niður götur Akraness í flugmannabúningi. Hvernig finnst þér að vinna í útvarpi? Mér finnst það alveg frábært og finnst ég ótrúlega heppinn að fá að vinna við þetta. Mér finnst skemmtilegt að geta miðlað tónlist til fólksins. Ef ég heyri eitthvað skemmtilegt lag þá get ég komið því til annarra, það er alveg stórkostlegt. Hvað er það vandræðalegasta sem hef- ur gerst fyrir þig í útsendingu? Það er alltaf eitthvað vandræðalegt að gerast en ég held að það vandræðaleg- asta hafi verið þegar hljómsveitin Ný dönsk kom og spilaði í Popplandi í beinni útsendingu. Þetta var á föstudegi, sama dag og þeirgáfu út plötuna sína Hús- mæðragarðurinn. Ég var einn með þeim í útsendingu og þetta var ekki minn besti dagur. Ég mismælti mig nokkrum sinnum og það var meira en Björn Jörundur Friðbjörnsson þoldi þannig að þeir skildu mig eftir í lausu lofti. Ég átti von á því að þeir myndu spila eitt lag í viðbót en þeir sögðu bara nei takk fyrir við ætlum ekki að spila meira. Ég kallaði plötuna Húsdýra- garðinn og eitthvað meira, þetta var allt mjög vel meint hjá mér en ég mismælti mig þrisvar sinnum og þeir urðu pirraðir. Ég var í stúdíói niðri í kjallara og það var enginn til að taka við útsendingunni. Nú er Björn Jörundur byrjaður að vinna hér hjá okkur á Rás tvö og við erum góðir fé- lagar í dag.Við höfum reyndaralltafverið það en það kemur svona einn og einn dagur sem maður er óheppinn. Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? Uppáhalds sjónvarpsefnið mitt eru tóniistaþættir ýmis konar og heimildar- þættir um tónlist. Ég var til dæmis að horfa á Saint Barrett Story í gær. Það var alveg frábært, þetta er skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég horfi á. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn er líklega Later with Jools Holland á BBC. Það er tónlista- þáttur sem Björk og Sigurrós hafa meðal annars komið fram í. Þetta eru mjög góðir þættir þar sem það koma alltaf þrjár eða fjórar hljómsveitir (hverjum þætti. Hvað hlustar þú á í útvarpi? Ég hlusta auðvitað daglega á Rás 2 og Rás 1 þegar ég er að slappa af. Þá hlusta ég á Útvarp Kántríbær þegar ég fer upp ( sumarbústað. Charlotte Church biður um afslátt Milljónamæringurinn Charlotte Church keypti sér tvo sófa um daginn og þrátt fyrir að hún eigi milljón- ir í banka þá bað hún um að fá vextina fellda niður. Charlotte keypti sófana á 5.500 pund fyrir nýja 500.000 pundahúsið sitt. Hún fékk tilboð á sófunum þar sem hún þarf ekki að byrja að borga fyrir þá næstu tólf mánuðina. María, móðir Charlotte, hefur sagt að það sem hún fái í stefgjöld af tónlist sinni munihún nota til að borga upp afborgan- irnar. „ Af hverju ekki að notfæra sér góð tilboð? Ég held að búðarkonan hafihaldið að égværi að grínastþegar égbað umvaxtalaust tilboð," sagði Charlotte. Hún staðgreiddi nýja húsið og vonast til að geta flutt inn fyrir jól. I nívember og 3 milljónir " ■ ■■■ " _ rv I skottinu á %> tvöfaldan miða Einfaldur miði kostar aðeins 900 kr. á mánuði Dregið fimmtudaginn 3. nóv. nk. Síminn er 5017757 HAPPDRÆTTI www.das.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.