blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö Koizumi stokkar upp stjórnina Shinzo Abe var tilnefndur aðaltalsmaður ríkisstjórnar Japans og styrkist þar með staða hans sem líklegs arftaka Koizumis sem forsœtisráðherra landsins. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans.tilnefndiShinzoAbesemaðal- talsmann ríkisstjórnarinnar þegar hann stokkaði upp stjórnina í gær. Fyrr um morguninn hafði gamla stjórnin sagt af sér til að liðka fyrir breytingunum. Þar með styrktist staða Abes en hann er talinn líklegur arftaki forsætisráðherrans á næsta Shinzo Abe var tilnefndur aðaltalsmaður ríkisstjórnar Japans í gær en hann er talinn líklegur eftirmaður Koizumi, forsæt- isráðherra. ári. Koizumi, sem leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn til stórsigurs í kosningum í síðasta mánuði, hefur lýst því yfir að hann muni draga sig í hlé þegar kjörtímabili hans sem leið- togi flokksins lýkur í september á næsta ári og að hann myndi útnefna þá sem kæmu til greina í starfið við uppstokkun stjórnarinnar. Fukuda haldið utan við nýju stjórnina Koizumi hélt Yasuo Fukuda utan við stjórnina og helstu embættum en hann er talinn einn af helstu keppi- nautum Abes. Abe, sem er 51 árs, hefur oft lent efst á blaði yfir þá sem kjósendur vilja helst að taki við af Koizumi. 1 skoðanakönnun í byrjun október sögðust 55% kjósenda styðja hann til embættisins. Abe gerði lítið úr spurningum um hvort hann væri næsti eftirmaður Koizumis á frétta- mannafundi í gær og sagðist aldrei hafa litið á sig sem slíkan. Verði Abe forsætisráðherra er óhætt að segja að honum kippi í kynið en afi hans var eitt sinn forsætisráðherra og fað- ir hans utanríkisráðherra. ■ Óeirðir fjórða kvöldið i röð Til átaka kom á milli lögreglu og ungmenna í Clichy-sous-Bois, út- hverfi Parísar á sunnudag, fjórða kvöldið í röð. Hópar ungmenna köstuðu steinum og kveiktu í bílum í óeirðunum aðfararnótt mánudags. Sjónvarpsstöðin LCI sagði að sex lög- regluþjónar hefðu slasast í átökun- um og að ellefu manns hefðu verið handteknir. Ofbeldið hófst fyrir fimm dögum í kjölfar þess að tveir unglingar lét- ust af völdum raflosts á flótta und- an lögreglu. 16 slösuðust í átökum í hverfinu á föstudag og hundruð íbúa mótmæltu ofbeldinu með þög- ulli göngu daginn eftir. ■ www.volkswagen.is Volkswagen Passat I * 1*11 * • I Luxusbill arsins! : M H ii!i fiiia mí Íii; m JtL i I i ií; j.» gg f M iii! •'"« 1 li Ilii MlH*. 1 iffi iii m í’3s 4 A T P A Nýr Volkswagen Passat er kominn og með honum enn meiri lúxus. Passat býðst með nýjum og öflugum FSI® bensín- og TDI® dísilvélum með 6 gíra handskiptingu eða 6 þrepa sjólfskiptingu. Bandalag íslenskra bílablaðamanna valdi Volkswagen Passat bíl órsins í flokki stærri fjölskyldu- og lúxusbíla. *BILL^ ÁRSINS •% * 2006 * jS- ''&ÍAÐ^ Verd fró 2.150.000 kr. Reynsluaktu Volkswagen og þú gætir unnið ferð fyrir fjóra í ævintýralandið Autostadt, skemmtigarð í Wolfsburg í Þýskalandi, sem dregur að sér 4 milljónir gesta órlega. Dregið verður 20. desember 2005 Hátíðahöld í skugga hryðjuverka Indverjar bjuggu sig í gær undir Di- wali, ein mestu hátíðahöld hindúa- trúar, í skugga hryðjuverkaárása sem gerðar voru í Nýju Delhi á laugar- dag. Lögregla leitar enn þeirra sem báru ábyrgð á sprengjuárásunum þremur sem urðu að minnsta kosti 59 að bana á fjölmennum mörkuð- um í borginni. Lögreglu hafa borist ýmsar vísbendingar og meðal ann- ars rannsakar hún litt þekktan hóp frá Kasmír sem lýsti ábyrgð á ódæð- unum á hendur sér. Manmohan Singh, forsætisráðherra, hefur kennt hryðjuverkamönnum um sprenging- arnar en hefur þó ekki skellt skuld- inni á neinn tiltekinn hóp. Fréttaskýrendur segja að Bylt- ingasamtök íslams, sem lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu, séu að öllum líkindum yfirvarp fyrir önnur og þekktari samtök frá Pakistan sem kallast Lashkar-e-Taiba. Þeir telja ennfremur að með sprengingunum hafi hugsanlega átt að eyðileggja hægfara friðarferli á milli Indlands og Pakistans en við lá að stríð bryt- ist út á milli ríkjanna vegna Kasmír- deilunnar fyrir þremur árum. ■ Kona syrgir ættingja sem fórst í einni af þremur hyrðjuverkaárásum í Nýju Delhi á laugardag. Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu sem reyndi að hjálpa honum að komast aftur í sjóinn austan við Höfðaborg í Suð- ur-Afríku á laugardag. Nefið fannst á staðnum en ekki var hægt að koma því aftur á sinn stað og mun konan því gangast undir aðgerð í vikunni. Selurinn hafði legið á sama stað á ströndinni í rúman sólarhring og því vildi konan, ásamt öðru fólki, freista þess að koma honum aftur á haf út með áðurnefndum afleiðingum. Selir eru algengir við strendur Suð- ur-Afríku og eru oft ar en ekki vinsæl- ir á meðal ferðamanna enda óvenju manngæfir. Þeir geta þó reynst hættulegir og ráðast stundum á fólk sem hættir sér of nálægt þeim. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.