blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR l.NÓVEMBER 2005 blaðið 28 I AFPREYING Konur horfa á vísinda- skáldskap 1 fyrsta skipti er hlutfall kvenna sem fylgjast með sjónvarpsþáttum gerðum eftir vísindaskáldskap hærra en hlutfall karla. Nú eru þær 51% áhorfenda gegn (líklegast) 49% karla. Ástæðan er talin vera fjölgun kvenhetja á borð við Buffy, Láru Croft og Xenu. 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um aö raöa tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hveni línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 9 2 1 5 3 5 7 8 8 4 3 7 5 5 3 1 8 2 1 2 4 6 4 5 3 1 8 1 2 3 7 Lausn á síðustu þraut 9 7 8 1 4 3 5 6 2 5 4 6 2 8 7 3 9 1 1 2 3 6 5 9 4 8 7 6 3 2 8 1 4 9 7 5 8 1 5 7 9 6 2 3 4 4 9 7 3 2 5 6 1 8 7 8 9 4 6 2 1 5 3 3 6 4 5 7 1 8 2 9 2 5 1 9 3 8 7 4 6 SÖLUHÆSTU LEIKIR 1. Football Manager2006 PC SEGA 2. Pro Evolution Soccer 5 PS2/XB0X Konami 3. Fifa 06 Allformats EA Sports 4. Singstar Pop PS2 Sony 5. F.E.A.R PC VUGames 6. Quake IV PC Activision 7. EyeToy Kinetic PS2 Sony 8. Sims 2 Nightlife PC EA 9. SSXOnTour Allformats EA Sports 10.BurnoutRevenge All formats Activison (SENA: VIKA 42) Veislu og fundarbakkar uizhosSub Pantanir: 577 5775 „Jibbum" út um allt Komnar eru til landsins þrjár bækur sem eru samantekt á hinum sígildu Doom Patrol blöðum. Bækurnar ná yfir tölublöð 19 til 41 og segja frá „furðulegustu hetjum heimsins“, hópi ofurfurðufugla. Hljómar e.t.v. að einhverju leyti eins og X-Men en í raun komu Doom Patrol bækurnar á undan og munaði þar heilum mánuði. í þessum bókum er þáttur Grant Morrison sem höfiindar gerður upp en hann tók þenn- an furðulega flokk ofurhetja undir sína arma í hvað lengstan tíma. Doom Patrol er hópur undirmálsmanna með óvenju- lega ofurkrafta sem verða til þess að oft vilja þeir einfaldlega vera venjulegir eins og Jón og Gunna. Sögurnar hafa oft verið sagðar undir áhrifum frá dadaisma, Nietzche og slíku svo það má ekki búast við logn- mollu meðan þær eru lesnar. í Wanted eru ofurhetjurnar dauðar eftir að ofurþorpararnir tóku höndum saman og eyddu þeim öllum. Wesley Gibson er næsti ofurþorparinn, hann veit bara ekki af því. Wanted sögurnar eftir Mark Millar eru snilldarlega teiknaðar af JG Jones sem færir lesendum persónur fullar af lifi. Þær hófu göngu sína í desember 2003 og seldist fyrsta tölublað upp á tæpum mánuði, annað tölublað á svipuðum tíma og einnig það þriðja. Þá virðist sem út- gefandinn hafi áttað sig og byrjað að prenta fleiri eintök. Vinsældirnar áttu þó allt annað en eftir að dala þar sem karla- tímaritið FHM valdi sögurnar sem bestu dægradvölina síðasta sumar. Wanted er allt annað en barnvæn saga og nóg er af ofbeldi en með samvinnu Millar og Jones er þó komið í veg fyrir að lesandanum sé ofboðið á „smekklegan” hátt. Sífellt er lesandinn settur andspæn- is sínum grundvallarsjónarmiðum og oft- ast er hann á móti því sem aðalhetjan ákveður þrátt fyrir skilning á gjörðum hans í flestum tilfellum. Sagt er frá Wesley Gibson, ónytjungi sem aldrei hefur þekkt fööur sinn. Faðir hans er hins vegar þekktur sem Morðing- inn en við lát hans er komiö að Wesley að taka við hlutverki fjölskylduföðurins. Hann kynnist leynisamfélagi ofurþorp- ara sem kemst upp með öll spellvirki sem hugsast getur. Þar sem margir slæm- ir koma saman er hins vegar fljótt að kastast í kekki og stutt er í svik og pretti þar sem Wesley er í eldlínunni ásamt hinni þokkafullu Fox. Hver saga endar á allt annan hátt en búist er við fyrirfram svo sögurnar koma ávallt á óvart enda er enginn Superman til þess að bjarga deginum. í Nexus við Hverfisgötu er nú hægt að kaupa sex tölublöð í kiljuútgáfu (soft cover) en einnig er mikið af aukaefni í útgáfunni, t.d. mismunandi forsíður og nokkrar línur frá teiknaranum. Skrýtnustu hetjur heimsins „Jibb keppni Geira frænda“ var stofn- uð af Ásgeiri Höskuldssyni, for- manni Brettafélags íslands, um leið og snjórinn sá sér fært að koma suður fyrir heiðar. Samkvæmt heimasíðu félagsins, www.bigjump.is, er keppn- in ætluð til að hvetja snjóbrettafólk landsins til að fara út í snjóinn og sýna „jibblistir" sínar (jibb gengur út á að taka stutta atrennu á stökk- pall og skrika (slæda) á hvaða hindr- un sem er áður en komið er til lend- ingar). í raun og veru verður JKGF haldin um allt land og skiptir ekki máli hvort þið eruð á Raufarhöfn eða í Bolungarvík. Fyrirkomulag Keppnin hófst á laugardaginn og stendur til fimmtudags en þátttaka er með þeim hætti að keppendur „jibba“ og láta taka mynd af sér með- an á því stendur. Myndirnar eru því næst sendar til Brettafélagsins á geiri@bigjump.is. Myndin verður að vera tekin á ofangreindu tíma- bili og á íslandi. Þetta er ekki ljós- myndakeppni þannig að „jibbarinn" á myndinni fær verðlaunin en ekki ljósmyndarinn. Vídeobrot eru ekki leyfð að þessu sinni og myndin má helst ekki vera stærri en í mb. Nauð- synlegt er að velja myndina vel þar sem hver einstaklingur fær aðeins að senda inn eina mynd af sér og ekki má gleyma að merkja hana vel. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá bestu „jibbarana“ en þeir eru metnir eftir frumleika, flottleika og erfiðleika en nánari útskýringar er að finna á vefsíðunni. Verðlaunin verða frá Oakley búðinni í Smáralind.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.