blaðið


blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 6

blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 6
6 I INAJLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaðiö Fiskverð: Lækkaði um 7% milli vikna Geislavarnir ríkisins: Leita að geislavirkum gæsum Á fiskmörkuðum landsins var meðalverð rétt rúmar 109 krónur á kílóið í síðustu viku. Verðið hafði lækkað um átta krónur á hvert kíló frá vikunni á undan sem er um 7% lækkun. Á vef Fiskifrétta segir að lækk- unin stafi ekki af breytingum á framboði því að svo til sama magn var í Soði, eða 2.223 tonn í síðustu viku og 2.224 tonn í vikunni á undan. Framboð er sem fyrr langmest af ýsu og þorsld en gott framboð var einnig af gullkarfa. Tryggvi Leifur Óttarsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs íslands, sagðist í samtaU við Blaðið eldki kunna neinar einhlítar skýringar á lækkuninni. Veiðimenn hafa verið beðnir um aðgefa Geislavörnum ríkisins þœrgœsirsem þeirgeta séð af Tilgangurinn er að kanna magn geislavirkra efna ífuglunum. FL Group og Kaupþing: Útrás til Asíu FL Group og Kaupþing hafa stofnað með sér eignarhalds- félagið IceSing, en það keypti á dögunum átta ára gamla Boeing 747-400F fraktflugvél af Singapore Airlines Cargo, en það félag mun leigja hana áfram næstu 10 árin. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Arab Banking Corporation í Dubai og nam lánið um fjórum milljörðum ís- lenskra króna. IceSing var stofn- að sérstaklega til þessa verkefn- is, en gefið hefur verið til kynna að fleiri bankastofnunum verði gefinn kostur á aðkomu að þessu fjárfestingarverkefni. „Þetta er hluti af vöktunarmæl- ingum sem við erum með í gangi og hafa staðið yfir síðan 1989. Þar mælum við sýni úr ýmsum hlutum í náttúrunni eins til dæmis sjó, þangi, fiski og lambakjöti,“ segir Kjartan Guðnason, rannsóknarmaður hjá Geislavörnum ríkisins. „Af og til mælum við hitt og þetta úr hinum ýmsu fæðuflokkum til að stækka gagnagrunninn og nú er komið að gæsinni." Að sögn Kjartans er ástandið á Islandi hvað þetta varðar mjög gott. „Það er afskaplega lítið af geisla- virkum efnum í umhverfinu í kringum okkur. Málið er bara það að við eigum svo góð mælitæki að við mælum þau samt. Þess vegna er fróðlegt fyrir okkur að sjá hvernig þau hegða sér svo við getum vitað betur hverju við getum átt von á ef eitthvað gerist og hvernig vistfræði- lega ferlið er. Við höfum tekið eftir því að geislun mælist meiri í gæs en til dæmis lunda. Það er hins vegar al- veg eðlilegt þar sem lundinn lifir á sílum en í þeim mælist engin geisla- virkni. Gæsin er hins vegar grasbít- ur. Sú mengun sem við höfum mælt í gæs er þó langt innan við öll örygg- ismörk. Til samanburðar höfum við mælt geislun í gæs upp á 5,6 Bq/kg en í milliríkjaviðskiptum með mat- væli er miðað við að allt sé öruggt ef magnið er undir 1.000 Bq/kg. Við viljum hins vegar kanna þetta betur og fá fleiri sýni. Þannig að þetta er mest gert til að svala fróðleiksfýsn okkar og svo við getum kortlagt þetta betur," segir Kjartan. Geislavirkni af völdum tilraunasprenginga Sú geislavirkni sem á annað borð mælist hér á landi er af völdum úr- fellis frá tilraunum með kjarnavopn sem framkvæmdar voru á árun- um 1959-1963. „Þá voru menn að sprengja sprengjur víða um heim og það má segja að geislavirk efni hafi dreifst jafnt um allt norðurhvel jarðar. Mest féll strax til jarðar en helmingunartíminn er svo langur á þessum efnum að þau fyrirfinnast ennþá í náttúrunni þrátt fyrir að ára- tugir séu síðan tilraunum var hætt. Þessi efni eru því hér af völdum þessa, en ekki til dæmis frá Cherno- byl slysinu. Hér á landi mælist ekki mengun frá því. Við höfum verið að eltast við að mæla mengun í sjó frá Sellafield en ekki fundið mikið enn. Við búumst þó við því að við gætum verið að mæla aukningu frá því hvað á hverju. Losun efna jókst mikið í Sellafield árið 1999 og það er talið að það taki um tíu ár fyrir mengunina að berast hingað til lands.“ ■ Félagsmálaráðherra: Reglugerð um daggæslu í heimahúsum Ný reglugerð hefur verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Með reglugerðinni hefur umsjón og eftirlit með starfsemi af þessu tagi verið eflt til muna í því skyni að efla öryggi og aðbúnað barna. I drög- um að reglugerðinni var lagt til að hámarkstala barna hjá hverju dag- foreldri yrði lækkuð úr 5 börnum í 4. Um þetta náðist hins vegar ekki samstaða í nefndinni, meðal annars vegna þess að ekki tókst að tryggja fjármagn til frekari niðurgreiðsíu sveitarfélaga í þjónustunni, sem komið hefði í veg fyrir tekjuskerð- ingu dagforeldra vegna breytingar- innar. Sveitarfélög voru hvött til að leggja fram umsagnir um málið og brugðust þau vel við því. í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu segir að ein mikilvægasta breytingin frá eldri reglugerð sé aukið og bætt eftirlit. Nú er kveðið á um a.m.k. þrjár óboð- aðar heimsóknir á ári auk tilfallandi eftirlits þegar aðstæður krefjast. Hetjur óskast: Bakkelsi í boði fyrir rétta aðila Blóðbankinn hefur hafið herferð í samstarfi við Og Vodafone til þess að fjölga reglulegum blóðgjöfum undir slagorðinu „Hetjur óskast“. Til- gangurinn er að gera bankann betur í stakk búinn til þess að bregðast við alvarlegum slysum, náttúruhamför- um og neyðarástandi. Það eru um 9.000 manns hér á landi sem gefa blóð daglega og telur Blóðbankinn sig þurfa um 70 blóðgjafa á dag til þess að geta sinnt sínu hlutverki. í herferðinni eru reglulegir blóðgjaf- ar hvattir til þess að koma með vin, vinnufélaga eða ættingja til þess að fjölga megi í blóðgjafahópnum. rétt dagsins á kr.500- Réttur dagsins kr.990- Pljótlegt að koma við og taka aeð sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075 *•'. SYNCRO Heyrnartœki með gervigreind • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar tegundir af sjálfvirkum, stafrœnum heyrnartœkjum • Verðfrá 47.000-170.000 kr fyrir eitt tœki • Persónuleg og góð þjónusta Akureyri - ísafirði - Egllsstööum Heyrnurtœkni Betri heyrn •bœtt lífsgœði www.heyrnartaekni.is Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík • Tryggvabraut 22 600 Akureyri • sími: §68 6880 IMEC Símkerfi sérsniðnar heildarlausnir fyrir fyrirtæki og heimili Símstöð stækkanleg í símtæki og IP síma Fjárfesting sem vex með þér... INJEC Infrontia símtæki NEC Infrontia símtæki XN120 símstöð i 3 hliðrænar bæjarlinur Jk 2 x ISDN grunnt. 4 bæjarlínur Tengi fyrir 16 símtæki, stafræn eða hliðræn 8 stk. XN Vision slmtæki með 22 hnöppum XN120 slmstöð 3 hliðrænar bæjarllnur 4 x ISDN grunnt. 8 bæjarlínur Tengi fyrir 16 símtæki, stafræn eða hliðræn 12 stk. XN Vision slmtæki með 22 hnöppum ttTlJ BOfllGÍO & Boðleið ehf. Hlíðasmára 8 201 Kópavogi Sími 535 5200 Fax 535 5209 bodleid@bodleid.is Kíktu á úrvalið á heimasíðunni vvw.faodleid.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.