blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö Reid vill að Rove segi af sér Fallið frá refsiaögeröum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun ekki beita Sýrlendinga efna- hagslegum refsiaðgerðum vegna rannsóknarinnar á morðinu á Rafiq Hariri. ý komið uxur.yi LOFTUR MÁR SIGURÐSSON Harry Reid, leiðtogi minnihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að Karl Rove, einn helsti ráðgjafi George Bush, Bandaríkjaforseta, eigi að segja af sér vegna þáttar hans í afhjúpun leyniþjónustu- manns. Á föstudag sagði Lewis Libby, starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta, af sér í kjöl- far ákæra fyrir þátt sinn í leka- málinu svokallaða. Reid sagði ennfremur að það hefðu verið vonbrigði að Bush og Cheney hefðu brugðist við ákærunni með því að ljúka lofsorði á Lib- by og lagði hann til að þeir ættu frekar að biðjast afsökunar á lekanum sem afhjúpaði Valerie Plame, leynilegan starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar. Alito tilnefndur hæstaréttardómari Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær ályktun þar sem farið er ffam á fulla samvinnu Sýrlendinga á morðinu á Rafiq Hariri, fyrrverandi for- sætisráðherra Líbanons. Öryggisráðið lét af hótun um að beita Sýrland refsiað- gerðum en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar höfðu reynt að fá allar fimm- tán þjóðir ráðsins til að samþykkja slík- ar aðgerðir. Samkvæmt þeirri ályktun hefði með vísun í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna mátt beita landið efnahags- legum refsiaðgerðum ef það sýndi ekki fulla samvinnu. Kínverjar og Rússar voru því mjög mótfallnir að minnst væri á refsiaðgerðir á meðan rannsókn á morðinu stæði enn yfir. Samkvæmt nýja textanum er ekki lengur vísað í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og að- eins sagt að ef Sýrland sýni ekki fulla samvinnu „muni öryggisráðið íhuga ffekari aðgerðir efþörfkrefur." Einnig féllust þær fimm þjóðir sem hafa neit- unarvaíd í ráðinu á að hætta við að fara fram á að Sýrlendingar höfnuðu öllum stuðningi við hryðjuverkastarfsemi. Grunaðir ífarbann I lokadrögum ályktunarinnar er farið ff am á Sýrlendingar hneppi í varðhald Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ræðir við Farouk al-Sharaa, utanríkisráð- herra Sýrlands, fyrir atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. hvern þann sem rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafa undir grun um aðild að málinu. Ennfremur verða sýrlensk stjórnvöld að leyfa rann- sóknarmönnum að ákveða hvar og við hvaða aðstæður hinir grunuðu y rðu y f- irheyrðir. Samkvæmt ályktuninni má einnig leggja hald á eignir grunaðra og setja þá í farbann. John Bolton, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði fréttamönnum að utanríkisráð- herrar Bandaríkjanna, Kína, Breta, Frakka og Rússa hefðu komið sér saman um breytingarnar í þeirri von að ályktunin hlyti nánast einróma samþykki í ráðinu. Þrátt fyrir breyt- ingarnar segir hann að ályktunin sé harðorð og muni án nokkurs vafa senda skýr skilaboð. ■ Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að Karl Rove segi af sér út af lekamálinu svokall- aða. George Bush kynnir tilnefningu sína á Samuel Alito til embættis hæstaréttar- dómara í gær. Bush þegar hann tilkynnti val sitt í gær. „Hann hefur gott vald á lög- fræði og sterka réttlætiskennd," sagði Bush ennfremur og benti á að Alito hefði meiri reynslu af dómara- störfum en nokkur sem hefur verið tilnefndur til embættis hæstaréttar- dómara síðustu 70 ár. Bush hvatti öldungadeild Bandaríkjaþings ein- dregið til að staðfesta valið fyrir árslok. Umdeiid tilnefning Líklegt má telja að tilnefningin valdi pólitiskum deilum í Banda- ríkjunum en öfugt við Miers má Alito eiga von á mikilli andstöðu Demókrata. „Öldungadeildin þarf að komast að því hvort að maður- inn sem kemur í stað Miers sé of róttækur fyrir bandarísku þjóðina," sagði Harry Reid, öldungadeildar- þingmaður Demókrataflokksins sem leiðir minnihluta þeirra. ■ George Bush, Bandaríkjaforseti, til- nefndi í gær hinn íhaldssama dóm- ara, Samuel Alito, í embætti dóm- ara við Hæstarétt Bandaríkjanna í stað Söndru Day O’Connor. Áður hafði forsetinn tilnefnt Harriet Mi- ers, lögfræðilegan ráðgjafa sinn, til embættisins en hún baðst undan til- nefningunni eftir að hafa sætt mik- illi gagnrýni meðal annars vegna skorts á starfsreynslu sem dómari. „Alito er einn af færustu og virtustu dómurum í Bandaríkjunum,“ sagði Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 1061 600 Akureyri • Sími 588 8050. 588 8488, 462 4010 emaib smartgina@simnet.is Lögregla íKólumbíu lœt- ur til skarar skríða: Háttsettur eiturlyfjabarón handtekinn Lögregla í Kólumbíu hefur handtekið mann sem talinn er vera leiðtogi valdamikils eiturlyíjahrings og er enn- fremur efirlýstur í Bandaríkj- unum fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti. Jhon Eidelber Cano Correa var handtekinn í norðvesturhluta Kólumbíu eftir að sérsveitir gerðu áhlaup á búgarð með stuðningi fjögurra þyrla. Cano er talinn vera þriðji valdamesti leiðtogi í Norte del Valle hringnum. Árið 2003 fór dómstóll í New York fram á að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna á grundvelli tíu ákæra í tengslum við eitur- lyfjamál. Hann er grunaður um að hafa staðið fyrir smygli á um það bil 500 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Norte del Valle-hringurinn er talinn sá síðasti úr hópi gömlu eiturlyfjahringanna sem fýlltu upp í skarðið sem varð til við fall Medellin og Cali hringanna. Prinsessa er fædd Letizia, krónprinsessa Spánar, ól í gær stúlkubarn sem mun hljóta nafnið Leonor. Stúlk- an mun erfa krúnuna nema hjónin eignist síðar sveinbarn en samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ganga sveinbörn fýrir stúlkubörnum. Ríkis- stjórn sósíalista íhugar þó að breyta stjórnarskránni í þá veru að stúlkur geti erft ríkið þó að þær eigi yngri bræður. Prinsessan unga fæddist tveimur vikum fyrir áætlun og þurfti að beita keisaraskurði til að hjálpa henni í heiminn. Hinn nýbakaði faðir sagði þó að bæði móður og barni heilsað- ist vel. „Bæði Letizia prinsessa og ég erum yfir okkur ánægð og hamingjusöm með fæðingu dóttur okkar,“ sagði prinsinn. Felipe, krónprins Spánar, spjallar viö fréttamenn um frumburðinn, dótturina Leonor. slaufur • púðar • g I u g g a s k r ey t i n g a r • jólaskraut • gjafapokar • jólaseríur • kerti • silkiblóm • greinar jólakúlur • blómaskreytingar • greinar • pakkaskraut • gjafabönd ■ servéttur • dúkar • öskjur • kransar Melabraut 19 • 220 HafnarfjÖrður • Sími 575 0200 • danco@danco.is DANCO HEILDVERSLUN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.