blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö Ófœrð á Vestur- landi Vegfarend- ur komust heim í gær Vegurinn milli Laugarbakka og Blönduóss var opnaður seinnipartinn í gær. í kjölfar- ið héldu flestir þeirra sem orðið höfðu veðurtepptir eftir aftakaveður á sunnu- dagskvöldið til síns heima. Veðrið skall á mjög skyndi- lega á þessu svæði á sunnudags- kvöldið. Björgunarsveitarmenn voru kaUaðir út, meðal annars vegna ferðalanga á leiðinni milli Laugarbakka og Blöndu- óss, sem margir sátu fastir í bílum sínum. Farið var með um 70 farþega í félagsheimilið á Laugarbakka þar sem þeir eyddu aðfaranótt mánudags- ins, en talið er að tryggja hafi þurft um 200 einstaklingum gistingu víðs vegar á svæðinu um nóttina. Fram eftir degi í gær leit út fyrir að umræddir einstaklingar þyrftu að eyða annarri nótt fjarri heimilum sínum en seinnipartinn í gær fór veður hins vegar að ganga niður og í kjölfarið var hægt að opna ófæra vegi. Þegar Blaðið ræddi við Hólmfríði Bjarna- dóttur hjá Hvammstangadeild Rauða krossins seinni partinn í gær voru flestir þeir sem hún vissi af þegar lagðir í hann. Hún sagði að fram eftir degi hefðu hinir veðurtepptu ferða- langar tekið lífinu með ró og stemmningin verið afslöppuð. Hins vegar hefðu flestir verið fegnir þegar vegurinn opnaðist, enda aldrei skemmtilegt að komast ekki ferða sinna. KB banki: Launakostn- aður eykst um 54% Fyrstu níu mánuði ársins jókst launakostnaður KB banka um 54%. Bankinn greiddi rúma 13 milljarða í laun á tímabilinu en hækkunin skýrist fyrst og fremst af fjölgun starfs- manna hjá bankanum. Fjöldi stöðugilda í lok september var 2.307, en á sama tíma f fyrra voru stöðugildin 1.538. Kaupin á breska bankanum Singer&Friedlander valda mestri aukningu stöðugilda en þar störfuðu 535 manns. Topparnir grœða Nýta sér kauprétt fyrir hundruði milljóna Fimm ára gamall kaupréttarsamningur sem KB-banki gerði við starfsmenn sína skilar þeim nú himinháum fjárhœðum ígróða Sjö yfirmenn í KB-banka nýttu sér í gær kaupréttarsamning sem ger- ir þeim kleift að kaupa hlutabréf í bankanum á margfalt lægra gengi en það mælist í dag. Með þessu eru þeir að innleysa nánast samstundis persónulegan hagnað upp á mörg hundruð milljónir. f þessu skyni tilkynnti bankinn 1 gær hækkun á hlutafé um 3,8 milljónir þar sem um 2,8 milljón hlutar munu seljast á genginu 102,5 kr. á hlut og um ein milljón á genginu 122 kr. á hlut. Heildargróði um 780 milljónir f tilkynningu frá Kauphöll fslands í gær kom fram að sjö fruminnherj- ar sem eru stjórnendur í Kaupþingi banka hf. hafi ákveðið að nýta sér kauprétt að hlutum í bankanum í samræmi við kaupréttarsamninga sem bankinn gerði við starfsmenn sína árið 2000. Með þessum samn- ingi fá þessir fruminnherjar rétt til að kaupa hlutabréf á genginu 102,5 kr. en í dag mælist gengi hvers hlutar á 599 kr.. Það er því ljóst að fyrir hvern keyptan hlut hagnast þessir fruminnherjar margfalt og gróðinn skiptir í sumum tilfelfum hundruðum milljóna. Einstakling- arnir sem hér um ræðir eru þeir Ármann Þorvaldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, Bjarki H. Diego, framkvæmdastjóri, Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, Ingólfur Helgason, forstjóri á fs- landi, Sigurður Einarsson, starfandi Sigurður Einarsson: Græðir 400 milljónir stjórnarformaður og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri. Alls keyptu þessir stjórnendur 1.558.680 hluti á genginu 102,5 en væru þeir seldir í dag væri heildargróði þeirra tæpar 780 milljónir. Þrír kaupa langmest Einstaklingarnir kaupa mismikið en flesta hluti kaupa Sigurður Ein- arsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólfur Helgason. Sigurður nýtir sér rétt til að kaupa 832.444 hluti sem kostar hann rétt rúmar áttatíu og fimm milljónir. Við sölu þessara hluta, sé miðað við núverandi gengi, mundi Sigurður því innleysa hagn- að upp á rúmlega fjögur hundruð Hreiðar M. Sigurðsson: Græðir 200 milljónir milljónir. Hreiðar kaupir 394.148 hluti á rúmar fjörutíu milljónir miðað við gengið 102,5 en gæti selt þá hluti í dag á tæpar 240 milljónir með þá hagnað upp á tvö hundruð milljónir. Ingólfur Helgason kaupir 120.740 hluti og hagnaður hans því tæpar 60 milljónir. Fyrir tveimur árum varð uppi fótur og fit í sam- félaginu þegar það varð kunnugt að Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson hefðu gert svipaðan kaupréttarsamning og þeir eru nú að nýta sér. Bankinn varð þá harð- lega gagnrýndur m.a. af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsyni, sem í kjölfarið hætti viðskiptum við bankann. Opinber gjöld Bankarnir greiða langmest Þrír stærstu viðskiptabankarnir greiddu nærri fimm milljarða í skatt samkvæmt fréttatilkynningu sem Skattstjórinn í Reykjavík sendi frá sér í gær. Þar kemur einnig fram að fimm stærstu skattgreiðendur á höf- uðborgarsvæðinu greiða rúmlega tíu milljarða í opinber gjöld. Bankarnir í sérflokki Það er launaafgreiðsla Fjársýslu rík- isins sem greiðir hæst gjöld allra að- ila eða rétt rúma fjóra milljarða en á skattagrunnskrá Reykjavíkur eru um 10.486 lögaðilar. Þar á eftir koma bankarnir þrír: KB-banki með rúm- lega 1,8 milljarða, Landsbankinn með tæplega 1,8 milljarða og svo fs- landsbanki með 1,3 milljarða. Spari- sjóður Reykavíkur og nágrennis er í 20. sæti með um 140 milljónir. Sé ein- ungis horft til fjármagnstekjuskatts skipa bankarnir þrír þrjú efstu sæt- in með alls fjóra milljarða og í fjórða sæti er svo Landssíminn með rétt rúmar sex hundruð milljónir. Lands- síminn greiðir einnig hæstan eignar- skatt í Reykjavík eða um 35 milljónir og þar eftir kemur Mjólkursamsal- an í Reykjavík með um 30 milljónir, Sjóvá-Almennar með 17 milljónir og svo Sparisjóður vélstjóra með rúmar 16 milljónir. Toyota umboðið greið- ir meira en Alcan í Reykjanesumdæmi eru um 6.243 aðilar á skattagrunnskrá. Þar er Actavis Group hf. efst á blaði og með algera sérstöðu með tæpar sex hundruð milljónir. Þar á eftir kem- ur R Samúelsson, sem rekur Toyota umboðið á íslandi, með um 216 millj- ónir. Þá er Kópavogsbær í þriðja sæti með um 214 milljónir og Varnarlið- ið í Keflavík er í fimmta sæti með um 208 milljónir. Athygli vekur að Alcan, sem rekur álverið í Straums- vík, er aðeins í tíunda sæti með um 143 milljónir í opinber gjöld. Rjúpnaveiði Snjór hamlar veiðum Mikil snjókoma hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Ein afleiðing þess er að rjúpnaskyttur hafa átt erfiðara um vik en ella. „Rjúpnaskyttur hafa því orðið að hafa verulega fyrir því að komast upp til fjalla eða þangað sem fuglinn heldur sig,“ segir til að mynda um málið á heima- síðu verslunarinnar Útivist og veiði. Þar segir ennfremur að lítil sem engin rjúpnaveiði hafi verið um síðustu helgi. „Framundan er því snjóa- mikill nóvembermánuður sem mun gera rjúpnaskyttum erfiðara um vik. Rjúpan fer í kjarrlendi og víða er bannað að veiða á slíkum stöðum nema með leyfi landeigenda. Þannig að ef fer sem horfir með tíðarfarið þá verður ekki veitt mikið af rjúpu þetta haustið," segir ennfremur á heimasíðu Útivistar og veiði. Fangaflugvél CIA Lenti á Kefla- víkurflugvelli Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt ff am íyrirspurn lil utanríkisráðherra í sambandi við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Bandaríkja- stjórn hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar. Til þess eru þeir taldir hafa notað sérstakar þotur sem gengið hafa undir nafninu „drauga- flugvélarnar” í norrænum fjölmiðlum en þar hefur málið vakið mikla atljygli. Fréttastofa útvarps greindx frá því í gær að samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn hafi þess háttar vél lent á Keflavíkurflugvelli í mars sl.. Þetta samræmist svörum danska utanríkisráð- herrans sem svaraði svipaðri fýrirspurn og Steingrímur J. hefur lagt fram, á danska þinginu. Utanríkisráðherrann danski staðfesti að vél hefði lent á Kastrup flugvelh í mars og verið á leið til Keflavíkur. ^ÍSLANDS MÁLNING afsláttur af öllum málningarvörum BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS V l\lý tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni V' Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum •f Gæðastöðluð vara á góðu verði ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vömhús / verslun Sætúni 4 O Heiðsklrt 0 Léttskýjað Skýjað ® Alskýjað . Rigning, litilsháttar ý/ý Rlgning ? J Súlð 'T* Snjókoma y-j Slydda Snjóél r—j skúr Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Oublin Glasgow 14 20 12 06 14 15 06 11 11 15 23 10 10 17 09 14 09 08 10 15 11 10 -3°? /> * -2° * * Slydda ^ Snjóél ; <K * -2' -2° Breytileg 2' Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 2\ -3° :j; 'l' A morgun ✓ / 1' / / ✓ '

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.