blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaðiö Kristjíín Giiöimindsson, trcsniiður <>}> varabor}>arl'iiIltrúi cr formaöur Vcrkalýösráðs Sjállstæöisflokksins - Hann cr í skipnlagsráöi, oj> franikvæimlaráöi Kcykjavíkurborgar límmt^Tætið •f - •« • Sýnum styrk sjálístæðismanna og tökum jtátt í prófkjörinu - taktu al’stöðu og vertu með Ríkissjóður: Lánshæfi staðfest Alþjóðlega matsfyrirtækíð Standard & Poor’s greindi firá því í gær að það staðfesti lánshæfi- seinkunnir ríkissjóðs á langtíma- skuldbindingum f erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuld- bindingar í íslenskum krónum. Um leið staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkunnina A-i+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur ennffemur staðfest lánshæfis- einkunn ríkissjóðs í erlendri mynt og íslenskum krónum. í tilkynningu ffá Seðlabanka Islands í gær segir að horfur um lánshæfismatið séu stöðugar. Afbrot: Lélegur þjófur Um helgina var brotist inn í verslunina Krílið á ísafirði. Þegar lögregla kom á staðinn var þjófurinn á bak og burt en ekki reyndist þó erfitt að hafa hendur í hári hans. Um nóttina hafði nefnilega snjóað á ísafirði og þurfti lögreglan ekki að gera annað en að rekja fótspor þjófsins að húsi þar sem hann reyndist gestkomandi. Frá þessu er sagt á heimasíðu Bæjarins besta á Isa- firði. Þar kemur ennfremur ffam að maðurinn hafi iðrast gjörða sinna og gengið skilmerkilega ffá sínum málum þegar hann vakn- aði - líklega eins gott því miðað við ffammistöðuna á hann vart mikla framtíð í hinum harða heimi glæpamennskunnar. Slysahœttur leynast víða Rúllustigar geta valdið alvarlegum meiðslum Rúllustigar geta reynst hættulegir börnum og fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi valdið því að börn hafa skaðast illa á fæti að sögn Herdísar L. Storgaard, verkefnisstjóra Árverkni- barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð- inni. Ónógum merkingar og ósam- ræmi í opinberum reglugerðum er kennt um. Lán að ekki fór verr I síðustu viku lenti sex ára gamall drengur f því að það klipptist fram- an af öðru stígvéli hans þegar hann var að stíga af rúllustiga í Smára- lindinni. Það sem vildi honum til happs var að stígvélin voru vel við vöxt þannig að tærnar sluppu. Sam- kvæmt Herdísi L. Storgaard, verkefn- isstjóra Árverkni-barnaslysavarna, er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona slys á sér stað og því miður séu tilfelli þar sem börn hafa skað- ast mjög illa á tánum. Herdís segir vandamálið liggja í því að ekki sé samræmi milli merkinga og að fólk fái heldur ekki nægar upplýsingar. „Vinnueftirlitið sér um eftirlit á þess- um stigum en það sem mér finnst slæmt við þetta mál er að það eru ekki samræmdar kröfur um merk- ingar á stigunum þ.e. hvar þú mátt ekki standa. í Kringlunni eru gular rendur meðfram til hliðar og fram- an á þrepinu sem þýðir að þarna mátt þú ekki standa. En hvort að al- menningur viti það veit ég ekki, því það vantar leiðbeiningar sem segja fólki hvað þessi gulu strik þýða.“ Her- dís segir að þó að börn séu almennt Herdís með stígvélið þar sem sjá má hvernig táin hefur klippst af í mestri hættu sé fullorðnir það líka þannig að það sé mikilvægt að fólk sé meðvitað um þennan vanda. Evrópustöðlum fylgt Magnús Guðmundsson hjá Vinnu- eftirlitinu segir ekki neinar sérstak- ar reglur vera í gildi varðandi merk- ingu rúllustiga á íslandi en hins vegar sé stuðst við Evrópustaðla sem lúta m.a. að öryggismálum og stigarnir athugaðir með reglulegum hætti. „Það eru reglur sem gilda sem heita reglur um vélar og tæknilegan búnað og þetta eru Evrópureglur. Síðan eru stigarnir framleiddir og út- búnir samkvæmt sérstökum staðli sem fellur undir þessar reglur. Þar koma fram merkingar og stigarn- ir eiga að vera merktir samkvæmt þessum staðli. Að öðru leyti eru eng- ar sérreglur,“ segir Magnús. Hann segir að ekki sé á döfinni af hálfu Vinnueftirlitsins að krefjast þess að rúllustigar séu merktir sérstaklega. „Það er þekkt að börn hafi fest stígvél og aðrar tegundir af gúmmískóm vegna viðnáms efnisins við hreyfan- lega hluti. Við höfum þó aðeins fylgt þessari línu sem er gefin út sam- kvæmt staðlinum og ekki farið út í það að gera meiri kröfur.“ ■ | myndunum Glataðar minningar koma ekki aftur Láttu framkalla stafrœnu myndirnar Þú hefur marga möguleí ...þú sendir myndirnar á ncijrt ... þú kemui rncð minniskorlið eða j] myndavólina og við aðsloðum þig við að skoða og velja myndirnar ... þú kemur með myndlrhar á geisladisk! ..þú kemur með myndlrnar á USB minnislykli ...hjá okkur gefur þú skoðað og valið myndirnar þínar á snertiskjánum okkar <\U» Vtt° Alfabakka 14 s. 557 4070 www.myndval.is Gallup: Sjálfstæðis- flokkur með yfirburði í borginni Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Hann mælist með 57% fylgi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Gallup framkvæmdi könnun á fýlgi flokkanna í borginni og eru sjálfstæðismenn með mikla yfirburði samkvæmt henni. Samfylkingin fengi 25% atkvæða, vinstri grænir 12%, Framsókn 4% og frjálslyndir 2%. Þess ber að geta að 38% aðspurðra neituðu að svara og tæp 6% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Á landsvísu hefur fylgi Sjálfstæðisflokks hins vegar dalað um 2,6% frá fyrri könnun en vinstri grænir bæta við sig sömu tölu. 1 Alþingiskosningum fengi D-listi því 41%, S-listi tæp 28%, B-listi rúm 10% og frjálslyndir tæp 4%. Vinstri-grœnir: Mótmæla miðstýringu Vinstri-grænir ályktuðu á lands- fundi sínum gegn samræmdum stúdentsprófum í ff amhaldsskóla. í tilkynningu ffá flokknum segir að samræmd próf geri námið einsleitara aukþess sem aðeins sé prófað í nokkrum greinum, sem fái þá aukið vægi á kostnað annarra. „Þetta mun njörva skól- ana niður í sama far og reynslan sýnir að brátt gæti kennslan farið að snúast um prófin en ekki öfugt,“ segir ennffemur. Flokkur- inn krefst þess því að horfið verði af þeirri braut miðstýringar og samræmingaráráttu sem hann segir hafa einkennt mennta- stefnu núverandi ríkisstjórnar. 66°Norður Opnar verslun í New York í dag opnaði fyrirtækið 66°Norður nýja verslun í SoHo-hverfinu í New York. 1 tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé um eiginlega verslun að ræða, heldur nokk- urs konar fslands-gallerí eða tveggja mánaða „gjörningaverk- smiðju“, þar sem land og þjóð verður kynnt með margvísleg- um hætti. Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á tónlistar- viðburði, ljósmyndasýningar og fleira í versluninni þann tíma sem hún verður opin. „Myndum af íslenskri náttúru verður varpað á stór sýningartjöld um alla verslun- ina og á veggjum verða sýnd myndbönd af hvers konar útivist sem stunduð er hér á landi allan ársins hring,“ segir einnig í tilkynningunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.