blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöíö 16 BÖHN OG UPP KappAbel á íslandi Stœrðfrœðikeppni sem sýnir hvernig stœrðfrœði er nýtt daglega KappAbel er stærðfræðikeppni sem stendur 9. bekkingum til boða og er ætlað að gefa krökkum tækifæri til að skoða hve víða stærðfræði kemur við á ýmsum sviðum þjóðlífs og áhugamála Íieirra. I ár er KappAbel haldin á slandi í fimmta sinn og áður hef- ur allt að þriðjungur af árgangn- um tekið þátt. Anna Kristjánsdótt- ir stjórnar KappAbel á íslandi og hún bíður spennt eftir þessari skemmtilegu keppni. Anna segir að KappAbel skeri sig úr öðrum stærðfræðikeppnum. „Þetta er langumsvifamesta stærðfræði- keppni á landinu og sker sig úr á marga vegu því heilir bekkir keppa saman en ekki krakkarnir hver við annan. Bekkirnir sækja verkefni á Netið með aðgangsorði og þau fá 100 99......................... Það er alveg makalaust hvað þetta unga fólk erflott, bæði hvað þau eru nærgætin gagnvartþeim sem eru að keppa á sviðinu og hvað þau eru frjó og fljót að finna lausnir. mínútur til að leysa þau. Verkefnin leysa þau í litlum hópum. Þá þurfa þau að ná samkomulagi innan hóps- ins um lausnina og svo þarf bekk- urinn að komast að samkomulagi hvaða lausn þau ætla að senda frá sér,“ segir Anna full tilhlökkunar og bætir við að krakkarnir rökræði þetta fram og aftur og sýni mikla frumlega hugsun. „Kennarinn er ekki til staðar til að kenna þeim held- ur bara að stjórna þessu. I mörgum tilvikum sér kennarinn að krakkarn- ir geta meira og rökstyðja betur held- ur en þegar þau sitja bara í tímum og hlusta." Stærðfræði mikið nýtt þó það sjáist ekki alltaf í KappAbel leysa krakkarnir stærð- fræðiþrautir sem enginn hefur kennt þeim að leysa og verkefnin eru leyst tvisvar sinnum í skólastofunni, í nóvember og í janúar. Anna segir að verkefnið í ár verði stærðfræði og samskipti og að keppnin hjálpi krökkunum að sjá það sem skóla- kerfið hjálpar þeim venjulega ekki að sjá. „Eins og hvernig maður getur nýtt sér stærðfræðina í daglega líf- inu og hvað hún er ofboðslega mikið nýtt þó maður sjái það ekki alltaf.“ Betur má ef duga skal í ís- lenskri stærðfræðikennslu 1 lok keppninnar í janúar kemur í ljós hver hefur náð flestum stigum og þá er bekkjum boðið til undan- úrslita. „Undanúrslitin hafa venju- lega verið í Reykjavík í apríl og það eiga að vera tvær stelpur og tveir strákar í hverjum hópi, það er al- gjört skilyrði. Svo er lokakeppni á milli fulltrúa frá þremur bekkjum og lokakeppnin hefur verið í Há- skólabíói. Þangað höfum við boðið krökkum af stór-Reykjavíkursvæð- inu að koma og vera með. Þau fá að spreyta sig á verkefnunum úti í sal um leið og krakkarnir eru á sviðinu. Það er alveg makalaust hvað þetta unga fólk er flott, bæði hvað þau eru nærgætin gagnvart þeim sem eru að keppa á sviðinu og hvað þau eru frjó og fljót að finna lausnir. Sigurvegar- inn fer síðan áfram í Norðurlanda- keppnina sem verður í Þrándheimi í júní.“ Aðspurð um hvort Önnu finnist stærðfræðikennslu á Islandi vera ábótavant segir hún að sér finn- ist íslenskir kennarar vera að byggja verulega upp á síðustu fimmtán ár- um. „En betur má ef duga skal. Það þarf alltaf liðsinni við svo fólk fari að trúa því að það geti allir nemend- ur rökstutt. Það er spurning um að þeir sjái merkingu á viðfangsefninu sem þeir eru að fást við.“ Þeir bekk- ir sem hafa áhuga á að skrá sig í KappAbel er bent á að hafa hraðann á því skráningarfrestur rennur út 3. nóvember en skráning er á síðunni www.staerdfraedin-hrifur.khi.is. svanhvit@vbl.is Bleyjulaus við þriggja vikna aldur Flest börn í vestrænum menning- arheimum nota bleyjur fyrstu árin og telst það fullkomlega eðlilegt. í raun má segja að bleyjunotkun sé svo rótgróin vestrænni menn- ingu að það er nánast ómögulegt að ímynda sér lífið án þeirra. En nokkrir foreldrar í Bandaríkjun- um hafa enga trú á þessari miklu bleyjunotkun og álíta að auðveld- lega sé hægt að venja barn af bleyju við þriggja vikna aldur. Eftir það notar barnið aldrei bleyju framar. Hreyfingin „Bleyjulaus við þriggja vikna aldur" heldur því fram að eftir fyrstu þrjár vikurnar þurfi barnið aldrei að nota bleyjur á ný. Ef foreldr- ar taka eftir því þegar barninu er mál rétt eins og þeir taka eftir öðru í fari barnsins, eins og ef það er svangt, vill láta halda á sér eða er þreytt, þá er hægt að venja barnið af bleyju við þriggja vikna aldur. Foreldrar fylgj- ast þá með óðagotinu, grettunum og fyndnu andlitunum sem má sjá þegar barninu er mál. Einnig má Ætli þessi ungi piitur hafi lært á koppinn viö þriggja vikna aldur? tengja þvagferðir við daglegar hefðir barnsins, til að mynda pissa börn oft eftir að þeim er gefið og þegar þau vakna. Á þeim tímapunkti er auðvelt að halda barninu á koppnum og fljót- lega tengir barnið koppinn við þenn- an verknað og þar með hefur munst- ur myndast. Snýst um samskipti frekar en kennslu Þetta er þó ekki það sem við erum vön enda er álitið í vestrænni menn- ingu að ungabörn hafi enga stjórn á þvagfærum sinum, jafnvel þó marg- ir foreldrar hafi upplifað hið gagn- stæða. Þessi tiltekna hreyfing nýtur stuðnings barnalækna í herferð sinni og fram kemur á heimasíðu þeirra að þetta snúist um samskipti frekar en kennslu. Þegar farið er með litlu kríl- in á klósett eða kopp í kringum þann tíma sem þau þurfa að pissa þá gef- um við þeim tækifæri til að æfa sig í að nota „klósettvöðvana" og hvetjum þau til frekari samskipta um þvaglát. Þetta gefur þeim tækifæri til að þróa þvagfærin eins fljótt og mögulegt er. Flest böm í heiminum hafa aldrei notað bleyjur Þessi hugmynd er þó á engan hátt ný enda er það svo að flest börn i heiminum, utan vestrænnar menn- ingar, hafa aldrei notað bleyjur. For- eldrar í þeim löndum, eins og Kína, Indlandi og Kenýa, líta á bleyjur sem síðasta úrslitakost enda má í raun spyrja sig af hverju verið er að binda klunnaleg klæði um börnin. 1 þess- um löndum er galdurinn sá að barnið er alltaf líkamlega nálægt foreldrinu og því skynjar foreldrið hvenær barn- inu er mál og þá er bara næsta hola fundin. Þeir sem vilja fræðast frekar um bleyjulaus börn við þriggja vikna aldur er bent á heimasíðuna www.dia- perfreebaby.org. FJÖLVÍTAMÍN DROPAR M/ DHA Fullkomnari samsetning Mælt með af barnalæknum Inniheldur DHA Engin jarðhnetuolía né aðrir þekktir ofnæmisvaldar Hágæða framleiðandi - IWlNLAB fímá impnmd T TVrtWAB- NFANT ARH mm vnm in' rnors ,vkh DHA Aí 4 ’jsz Útsölustaðir Apótek www.medico.is Akralind 3, 201 Kóp Snjórinn og hætturnar sem honum fylgja Um þessar mund- ir flykkjast börn- in út að leika sér í snjónum víðs vegar um land og ekkert nema gott um það að segja að börnin okkar stundi holla úti- Hert*ís L- Storgaard veru. Það er hins vegar ýmislegt sem ber að varast og ágætt að rifja upp ýmis öryggisat- riði sem fylgja leikjum í snjó. Hálkuslys og börn Flestir halda að það sé bara gamalt fólk sem verði fyrir hálkuslysum en svo er ekki. Flest hálkuslys verða á skólalóðum og þegar fólk er að fara með ruslið út í tunnu og er á slitnum inniskónum. Huga þarf að því að börn noti góða skó sem eru með góðu gripi á sólanum. Það er oft þannig að þau klæða sig eftir tískunni en ekki skynseminni þegar þau verða eldri. Hægt er að láta setja harðkornasóla undir flesta skó en það er góð vörn gegn hálku. Sleðaferðir Mikilvægt er að huga að eftirfarandi atriðum þegar börnin fara út að renna sér á sleða eða snjóþotu. Velja þarf öruggan stað þar sem börnin eru fjarri umferð. Oft má sjá börn renna sér nálægt umferðargötum en óhætt er að segja að það geti ver- ið lífshættulegt. Mikilvægt er að þau yngstu séu undir eftirliti foreldra sinna því þau átta sig ekki á því hvar er öruggt að renna sér. Ferðin gæti til dæmis endað á tré eða girðingu með alvarlegum afleiðingum. Mikil- vægt er að börn séu með bogin hné þegar þau renna sér á snjóþotu og noti hjálm, þau geta notað reiðhjóla- hjálminn en mikilvægt er að þau noti lambhúshettu eða buff undir. Mikilvægt er að stilla hjálminn rétt þannig að hann verji ennið vel. Gúmmíslöngur Talsvert er um að börn séu að nota gúmmíslöngur til að renna sér á en þeim fylgja miklar hættur. Bæði renna börnin stjórnlaust og geta rek- ist á með alvarlegum afleiðingum. Önnur hætta sem foreldrar átta sig ekki alltaf á er að ef hringurinn er rúmur, þannig að afturendi barns- ins nær næstum niður að jörð er hætta á hryggskaða ef þau keyra yf- ir harðar ósléttur. Dæmi er um að börn hafi lamast í slíkum slysum. Snjóhús Oft eru börn að nota skafla til að grafa sér snjóhús en það getur ver- ið hættulegt ef ekki er vel að gáð. Dæmi er um að stórir skaflar hafi fallið yfir smábörn og þau kafnað. Foreldrar, notið tækifærið, verið úti með börnunum ykkar og kennið þeim að byggja örugg snjóhús. Góða skemmtun Herdís L. Storgaard herdis@lydheilsustod. is verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni, Lýðheilsustöð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.