blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 27
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 IMYNDIR I 35 HÁDEGISBÍÓ 400 kr. MIÐAVERÐ A ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINAISAMBÍÓUNUM KRINGLUNNl 5T«STA KVIKMYNDAHÚS UNDSIHS • HAGATORGi • S. 530 191» • wwwJioskoloblo.ti Robert Bowney Jr. Val Kilmer 5Prá höfundi we.pon KJrnlíf. Morá. Bulúð. Velkomln í partýið. FROM THE DIRECTOR5 OF 'THERE’5 SOMETHINO ABOUT MARY' KISS KISS BANG BANG PERFECT CATCH FLIGHTPLAN WALLACE & GROMIT ísi. tol KL. 6-8.15-10.30 B.l. 16 KL. 6-8.15-10.30 B.l. 16 KL 8-10.15 B.1.12 KL6 KL. 6-8.15-10.30 B.l. 16 KL 3.45-6-8.15-10.30 KL. 3.50-6-8.15-10.30 B.l. 12 KL4-6 KL. 6-8.15-10.30 KL 10.30 B.l. 14 KL 5.30-8-10.30 B.l. 14 KL 8.15 KL3.40 KL3.50 KL.3.50 KISS KISS BANG BANG KISS KISS BANG BANG VIP FLIGHTPLAN WAliACE & GROMIT sl. tal WALLACE & GROMIT nskt tal CINDERELLA MAN THE 40 YEAR OLD VIRGIN GOAL VALIANT ísi. tol SKYHIGH CHARLIE & THE CHOCOLATE FACTORY — OKTOBERBIOFEST (Hóitólafcfói og Regnboga 26. októbc STEVE CARELl fTHE 40 YEAR-OLD AKUREYRI { 46! 4666_______KEFLAVÍK C 42II170 CINDERELLA MAN FUGHTPLAN KL.8 KL.8 AKUREYRI CORPSE BRIDE KL.8 FLIGHTPLAN KL8-10 THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL.10 1 Kvikmyndir: Hamingjan góðal The Legend of Zorro Leikstjóri: Martin Campbell. Aðalleikarar: Antonio Banderas, Catherine Zeta-Jones og Rufus Sewell. Sýnd í Laugarásbíói, Regnboganum og Smárabíói. Ekki veit ég hvort minnið í mér sé að bregðast mér eða hvort Holly- wood ákvað að færa Zorro endan- lega í einhvern farsabúning með The Legend of Zorro. Ég man alla vega að mér þótti Zorro langbestur þegar ég var yngri - ásamt reynd- ar Batman. Hins vegar man ég ekki eftir honum sem jafnmiklum kjána og hann er í túlkun Antonio Banderas. The Legend of Zorro má samt sem áður eiga það að henni er ætlað að hafa Zorro áfram í eigu barna í stað þess að gera hann að einhverri fullorðinshetju. Myndin er öll mjög gáskafull og nóg er af fimmaurum ásamt nokkrum vand- aðri bröndurum. Hins vegar ganga rugludallarnir við myndavélarnar aðeins of langt þegar þeir láta hið glæsilega hross, Hvirfilvind, taka upp drykkju og reykingar - það er einfaldlega of langt gengið. Það sem stendur upp úr í mynd- inni er leikur hins kornunga Adri- an Alonso sem Joaquin de la Vega, sonur Zorro og hans helsti aðdá- andi. Drengurinn sýnir hér stór- góðan leik þrátt fyrir ungan aldur Lagasmiður Creedence Clearwater Rivival snýr aftur til útgáfufyrirtœkisins John Fogerty snýr aftur (fæddur 1994) en þó verður að slá þann varnagla við að aðrir leikarar standa sig í flestum tilfellum illa og ganga of langt í farsanum þann- ig að ekki tekst að gera myndina nógu trúverðuga. Annar hápunkt- ur sem er góður fyrir „helgarpabb- ana“ er mjög svo glæsilegur fata- skápur Catherine Zeta-Jones, en það er alls kostar ótengt gæðum myndarinnar. The Legend of Zorro er mynd fyr- ir unga áhorfendur sem eru vaxnir upp úr SpyKids en ekki enn orðnir nógu gamlir til að sjá blóð í kvik- myndum. Hún greinir frá alþýðu- hetjunni Zorro sem berst fyrir rétt- indum litla mannsins í samfélagi þar sem hann á oft á brattann að sækja. Það er stutt í klisjurnar eins og svo oft í myndum sem þessum og sem dæmi má nefna að vondi karlinn er franskur með mong- ólskan einkaþjón. Á tíðum er líka óþægilega auðvelt að geta sér til um söguþráðinn. Fyrir unga verðandi ofurhuga er Zorro frábær bíómynd en hún ger- ir lítið fyrir eldri gesti kvikmynda- húsanna. Hins vegar eru líkur á að upp úr fertugu geti fólk aftur haft gaman af ævintýrum grímu- klædda mannsins. Auk þess legg ég til að hlé verði lögð niður í íslenskum kvikmynda- húsum. agnar.burgess@vbl.is Eftir rúmlega 30 ára hlé hefur söngv- ari og lagasmiður Creedence Clear- water Rivival snúið aftur til útgáfu- fyrirtækisins Fantasy Records sem hann yfirgaf á hátindi frægðar Cree- dence með tilheyrandi leiðindum. Að því tilefni verður í fyrsta skipti gef- inn út safnplata sem inniheldur alla smelli John Fogerty, bæði frá sóló- ferli hans og Creedence Clearwater Revival tímabilinu. Platan heitir The Long Road Home, kemur út 1. nóvember og henni mun fylgja fjórar nýjar upptökur í pakkanum. Þá mun ný hljóðversplata koma út á næsta ári. Lögin á plötunni The Long Road Home eru meðal annars: Born On The Bayou, Bad Moon Ris- ing, Centerfield, WhoTl Stop The Rain, Rambunctious Boy, Fortunate Son og mörg fleiri. Þá mun platan innihalda lagið Fortunate Son sem tekið var upp á tónleikum. ■ Magnús Pór Sigmundsson gefur út plötu Það er orðið langt um liðið eða 20 ár síðan Magnús Þór Sigmundsson gaf síðast út sólóplötu. Nú er Magn- ús að gefa út plötu sem heitir Hljóð er nóttin og áætlaður útgáfudagur er 10. nóvember. Hann gaf síðast út plötuna Crossroads sem kom út árið 1986. Þar á undan hafði hann gefið út tvær plötur í eigin nafni. í seinni tíð hefur Magnús samt helst verið þekktur fyrir lagasmíðar. Hann hef- ur samið lög fyrir marga flytjendur og fékk til dæmis íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir lag ársins 2003. I sumar kviknaði sú hugmynd að endurskapa nokkur laganna úr hinu þykka sönghefti Magnúsar. Sjálfur sér hann um sönginn en nýt- ur aðstoðar nokkurra valinkunnra hljóðfæraleikara. Eftir tiltölulega stutta yfirlegu raðaðist áreynslu- laust saman neðangreindur listi laga en í sviganum er tilvísun til upphaflegs flytjanda. Þú átt mig ein (Villhjálmur Vilhjálmsson), Húmar að (Ragnheiður Gröndal), ísland er land þitt (Pálmi Gunnarsson), Álfar (MÞS), Ást (Ragnheiður Gröndal), Dag sem dimma nátt (I svörtum fötum), Sú ást er heit (Björgvin Hall- dórsson), Jörðin sem ég ann (MÞS), Ást við fyrstu sin (Páll Oskar Hjálm- týsson), Ólýsanleg (Nýtt), Hljóð er nóttin (Nýtt), Blue Jean Qeen (MÞS), Sunshine (Magnús og Jóhann), Play me (Þórunn Ántonía) og Amazon (MÞS) Upptökur fóru fram undir stjórn Jóns Olafssonar, sem jafnframt leik- ur á hljómborð. Auk hans koma við sögu Birgir Baldursson (trommur), Róbert Þórhallson (bassi) og Stefán Magnússon (rafgítar). Magnús sér sjálfur um kassagítarleik. Nokkr- ir aðrir þekktir hljóðfæraleikarar leggja svo hönd á plóginn með spar- legri notkun blásturs og strengja- hljóðfæra. H Framboðsfundur á Kaffi Sólon þriðjudaginn 1. nóv kl: 20:30. Fundurinn verður með ungum frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðismanna i Reykjavík. Allir velkomnir! ÐOQDÍffl^SiQ.Q.QOlIloÖÖ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.