blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 12
12 I VÍSINDI ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaöiö Ofurtölva tvöfaldar eigið met 280,6 milljónir útreikn- inga á sekúndu Ofurtölvan Blue Gene/L hefur bætt eigið met í fjölda útreikninga sem hún ræður við á sekúndu með því að auka þá um helming. Tölvan, sem er hönnuð af IBM og var afhent Lawr- ence National Library í Kaliforníu til geymslu á föstudaginn síðasta, tvöfaldaði vinnsluhraða sinn frá síð- ustu opinberu mælingum og mælist hún nú með vinnslu upp á 280,6 tera- flop. Það þýðir að hún getur fram- kvæmt 280,6 milljónir útreikninga á sekúndu. Þar með er hún formlega orðin öflugasta tölvan á hnettinum. Öflugustu ofurtölvurnar í heimin- um eru mældar og flokkaðar á hálfs árs fresti. Þrátt fyrir að Blue Gene sé ennþá að þróast og sé ekki enn full- komlega tilbúin þá hefur vinnslu- hraði hennar fjórfaldast á síðast- liðnu ári. Það tæki einfaldan mann með vasareikni marga áratugi að framkvæma sömu útreikninga og Blue Gene getur nú framkvæmt á hverri sekúndu. Fullbyggð mun tölv- an notast við 130.000 örgjörva og á að ná vinnslugetu upp á 360 tera- flop á sekúndu í framtíðinni að sögn framleiðandans, IBM. Kemur í stað kjarnorkutilrauna Tölvan verður meðal annars not- uð til þess að styrkja öryggisstoðir kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkj- anna samhliða annarri ofurtölvu, ASC Purple. Samkvæmt Linton F. Brooks, talsmanni kjarnorkuörygg- isstofnunar Bandaríkjanna (NNSA), þá á samhæfð tölvuvinnsla þessara tveggja tölva sér engin fordæmi og telur hann tölvurnar vera gífurlega mikilvæg tól til þess að mögulegt sé að viðhalda sífellt eldra kjarn- orkuvopnabúri án þess að þurfa að stunda tilraunir með vopnin. Blue Blue Gene/L er orðin öflugasta ofurtölva f heimi. 99................... Öflugustu ofurtölvurnar íheiminum eru mældar og flokkaðar á hálfs árs fresti. Þrátt fyrir að Blue Gene sé ennþá að þróast og sé ekki enn fullkomlega tilbúin þá hefur vinnsluhraði hennar fjórfaldast á síðastliðnu ári. Gene mun meðal annars sjá um að reikna út hversu vel þau efni sem eru í sprengjunum eldast, sameind- ar-hreyfifræði og óstöðugleika í straumfræði. Purple á síðan að nota þær upplýsingar sem koma út úr út- reikningum Blue Gene til að keyra þrívíddar vopnakóða sem notaðir eru til að líkja eftir frammistöðu kjarnorkuvopna. Slíkar tilraunir höfðu áður farið fram með tilrauna- sprengingum neðanjarðar þannig að það er ljóst að tilkoma Blue Gene er mikil bragabót jafnt í öryggisleg- um og umhverfisvænum skilningi. Þá hafa stjörnufræðingar einnig notast við tölvurnar tvær til að end- urskapa hvernig alheimurinn þróað- ist í þá lögun sem einkennir hann í dag þannig að notagildi þessarar ofurtölva er bæði víðfeðmt og árang- ursríkt. ■ t.)uliusson@vbl.is a stigaganginn Falleg aðkoma að heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt. Viö seljum vönduð og endingargóö teppi sem eru ofnæmisprófuö og á góðu verði. Armúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is Er tonlist mögulega tungumál? Ef þú hefur einhvern tímann séð tónlistarmann tala á meðan hann er að hlusta á tónlist í einrúmi þá þarf hann ekkert endilega að vera einhverfur eða eitthvað skrýtinn, hann gæti mögulega verið að svara tónlistinni. Lucy Patson, doktorsnemi við Vísindaháskól- ann í Auckland á Nýja-Sjálandi, heldur því nefnilega fram að tónlistarmenn heyri tónlist sem tungumál. Patson segir að fyrri rannsóknir sýni það að tónlistarmenn vinni úr tón- list með vinstra heilahveli á meðan þeir sem eru ekki aðdáendur tónlist- ar geri slíkt með því hægra. „Vinstra heilahvelið er fyrst og fremst notað til að vinna úr og skilja tungumál þannig að rannsóknir mínar hafa beinst mestmegnis að því hvort að tónlistarmenn melti tónlist eins og tungumál,“ segir Lucy Patson. Til að kanna þetta fékk Patson 36 afburða tónlistarmenn og 36 manns sem voru ekki tónlistarmenn í lið með sér og lét þá gangast undir fjöldan allan af prófum. Hver þátttakandi var látinn gangast undir tvö sjón- ræn próf og tvö tungumálapróf í þremur mismunandi aðstæðum: Án tónlistar, með tónlist sem var spiluð í réttum nótum og með tónlist sem var spiluð falskt. Ef að tónlistarmennirnir fram- kvæmdu tungumálaprófin án hljóð- legs áreitis, þá skoruðu þeir hærra á prófunum en þeir sem ekki voru tón- listarmenn. Undir þeim kringum- stæðum þar sem tónlist var spiluð þá var frammistaða þeirra mun lakari. Frammistaða samanburðarhópsins breyttist lítið eftir því hvernig ytri aðstæður voru, sem gaf til kynna að tónlistin hefði engin sérstök áhrif á þá. Patson segir að þessar niðurstöð- ur bendi til þess að tónlistarmenn- irnir heyri tónlist sem tungumál þar sem þeir eiga I erfiðleikum með að melta tónlist og tungumál sam- timis því að heilinn sé að keppa um sömu auðlindirnar. Óvæntur hliðar- fundur varð síðan á rannsókninni þar sem hún sýndi að sögn Patsons að tónlistarmenn standi sig betur í prófum þegar þeir eru umluktir þögn sem gæti mögulega haft áhrif á það hvernig börnum eru kenndir hlutir frá unga aldri. ■ t.juliusson@vbl.is 14 svín klónuð á Ítalíu Sömu ítölsku rannsóknarmennirnir og sköpuðu fýrsta einræktaða hest- inn tilkynntu í síðustu viku að þeim hefði tekist að klóna 14 grísi. Dýr- in fæddust fyrir mörgum vikum á rannsóknarsetri sem einbeitir sér að æxlunartækni og er staðsett í Crem- ona á Italíu. Talsmaður rannsókn- arsetursins, Cesare Galli, sagði að tilgangur klónunarinnar hefði verið sá að auka á þekkingu á liffæraflutn- ingi milli dýra og manna. Vísinda- menn hafa nú opinberlega klónað kindur, mýs, nautgripi, geitur, kan- ínur, ketti, svín, múlasna og hunda. Fyrsti hesturinn sem var ldónaður fæddist á sömu rannsóknarstofu sumarið 2003. Þá hefur þessi hóp- ur einnig klónað kýr. Nýjasta rann- sóknin var hluti af verkefni á vegum Evrópusambandsins sem miðar að því að rannsaka stofnfrumur í klón- uðum dýrum. Vísindamenn um all- an heim hafa tekið þessari nýjustu þróun fagnandi og eru mjög áhuga- samir um að nota svínin sem líkan fyrir líffæraígræðslur þar sem svín- in eru sú tegund dýra sem stendur mannskepnunni næst í líffæra- og lífeðlisfræðilegum skilningi. ■ t.juliusson@vbl. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.