blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 ERZnENDAR FRÉTTIR I 11 Ólga á Fílabeinsströndinni: Gbago áfram við völd Laurent Gbago, forseti Fílabeins- strandarinnar, hefur lýst því yfir að hann muni vera við völd í landinu fram að kosningum og storkar þar með stjórnarandstöðunni sem hef- ur krafist þess að hann segi af sér. Gbago lét þessi orð falla í sjónvarps- ávarpi kvöldið sem fimm ára kjör- tímabili hans hefði átt að ljúka. Búið er að fresta kosningum og Samein- uðu þjóðirnar hafa tekið þá ákvörð- un að Gbago verði við völd í allt að eitt ár til viðbótar. Gbago sagði í ávarpinu vonast til þess að hægt yrði að halda kosningarnar löngu áður en árið yrði liðið. „Það verður verkefni forsætisráðherrans sem ég mun tilnefna innan nokkurra daga,“ sagði hann. Fréttaritari breska ríkis- útvarpsins í landinu segir að vegna skiptingar þess hafi verið ógjörning- ur að halda kosningar í því skyni að kjósa eftirmann Gbagos. Lögregla tekst á við mótmælendur Fyrr um daginn hafði óeirðalögregla hleypt af viðvörunarskotum og not- að táragas til að dreifa hundruðum mótmælenda í Abidjan. Að minnsta kosti einn slasaðist þegar hundruð mótmælenda reyndu að ganga að bú- stað forsetans í borginni. Ringulreið hefur ríkt á Fílabeins- ströndinni síðan uppreisnarmenn lögðu norðurhluta landsins undir sig árið 2002. Meira en 10.000 frið- argæsluliðar frá Frakklandi og Sam- einuðu þjóðunum hafa umsjón með landsvæði sem skilur að uppreisnar- mennina í norðri og stríðsmenn sem styðja Gbago í suðurhlutanum. ■ Lögregla þurfti að beita táragasi og skjóta viðvörunarskotum til að leysa upp hóp fólks sem mótmælti Laurent Gbago, forseta landsins, á sunnudag. UK C^tll /., • Við óskum Passat-eigendum til hamingju. Ykkur hinum bjódum við að koma og kynnast kostum hans af eigin raun. Aus Liebe zum Automobil Verð fró 2.270.000 kr. Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, slmi 461 6020 • HEKLA, Borgarnesi, slmi 437 2100 • HEKLA, ísafiröi, slmi 456 4666 I HEKLA, Uugavegi 174, sími 590 5000 HEKLA, Reyöarfiröi, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 • HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 | www.hekla.is, hekla@hekla.is Beta veldur eyðileggingu í Nígaragúa og Hondúras Fellibylurinn Beta eyðilagði hús og reif tré upp með rótum þegar hann gekk á land í Nígaragúa á sunnudag. Vindstyrkur bylsins mældist um 175 km/klst þegar hann skall á lítil þorp við ströndina en síðan dró úr styrk hans. Ekki hafði verið tilkynnt um nein dauðsföll í gær en báts með 10 manns innanborðs var saknað frá hinum afskekkta strandbæ Puerto Cabezas. Avil Ramirez, varnarmálaráð- herra, sagði Reuters-fréttastofunni að fjöldi veikbyggðra húsa hefðu eyðilagst þegar fljót flæddi yfir bakka sína í þorpinu Karawala, ná- lægt staðnum þar sem Beta gekk á land. Talsmaður hersins sagði að 120 heimili hefðu eyðilagst á svæðinu en enginn hafi farist eða slasast. Einnig urðu flóð í kjölfar Betu í nágrannaríkinu Hondúras og í veiði- mannbænum Iriona neyddust íbúar til að klifra upp á þök húsa sinna til að komast undan hækkandi vatn- inu. „Það flæðir vatn um 80% bæjarins,“ sagði bæjarstjórinn Simeon Cris- anto og bætti við að hans eigið hús væri umlukið vatni. Um 8.000 manns þurftu að rýma hús sín og stjórnvöld sendu flugvél- ar hlaðnar matvælum, vatni og tepp- um. ■ Kona öslar vatnið á götu í bænum La Ceiba í Hon- dúras á sunnudag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.