blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 24
24 I TÓWLIST LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun ein stærsta rokkhljómsveit heims heiðra íslendinga með nærveru sinni og spila í Laugardalshöll þann 20. nóvember næstkomandi. Blaðið kannaði sögu þessarar sérkenni- legu hljómsveitar. The White Stripes varð til á Bastillu- daginn (14. júlí) árið 1997 og sam- anstendur af þeim Jack White og Meg White. Sveitinni sem kemur frá Detroit í Bandaríkjunum er lýst sem naumhyggju rokkdúett. Hún tók snemma ástfóstri við litasam- setninguna rauður/hvítur/svartur og var hún mjög áberandi á fyrstu plötunni, The White Stripes árið 1999) sem °g síðari plötum henn- ar. Litasamsetningin er tekin frá naumhyggjuhreyfingu sem á rætur sínar að rekja til Hollands en þang- að sækja The White Stripes víst tölu- vert af innblæstri sínum. Uppleiðin Jack spilar á gítar og syngur í band- ffiöCDQ^ECÐæaiSfl ÉDsmD'oasbflizmiCD cBiasnzB /y' PICTURES KYNNIR T1]0& sntcH MIKIÐTAFjSKEMMTILEGU — 111 .1 .. m i f J | ■ _ Baksviðs Ofgar rnrn , . .... ,-^Y mi ■■ 11 amí tom (lWi 1 —y ; EilMIMIG FAANLEG dE3DC!? inu og Meg slær húðir í takt. Upphaf- lega hugmyndin var að spila einfalt rokk af gamla skólanum, og hefur sú ætlun gengið eftir þótt tónlist þeirra hafi tekið nokkrum brey tingum und- anfarin misseri. Þau Meg og Jack komust strax áleiðis á stjörnuhim- ininn en náðu ekki hæstu hæðum þrátt fyrir að hafa spilað á tónleika- ferðalagi með ekki minni hljómsveit- um en t.d. Pavement. Það var ekki fyrr en með þriðju plötu sveitarinn- ar að leiðin á toppinn tók að greiðast en lög eins og Dead Leaves an the Dirty Ground og sérstaklega Hotel Yorba náðu vel til útvarpshlustenda. Ekki skemmdi fyrir að einföld rokk- tónlist var þá í bullandi sókn. Einkalífið Mikið var rætt um hljómsveitina þegar hún skaust upp á stjörnuhim- ininn og fóru slúðurblaðamenn snemma að velta fyrir sér hver tengslin milli þessara tveggja sérvitr- inga væru. Þau Jack og Meg sögðust sjálf vera systkin en fljótlega fóru sögusagnir um hjónaband þeirra á kreik. Þegar skilnaðarpappírar láku svo út á internetið var fólk ekki leng- ur í vafa um að kannski væri það bara enn ein sérviskan að kalla sig systkini. Plötur Fyrsta plata The White Stripes kom út árið 1999 og hét eftir hljómsveit- inni. Önnur platan lagði grunninn að síðari vinsældum fyrrum hjón- anna. De Stijl kom út aldamótaárið og heitir eftir hollenskri listastefnu sem Gerrit Rietveld var í forsvari fyrir. Hljómur sveitarinnar á þeirri plötu átti vel við breska tónlistar- unnendur og fékk mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum. White Blood Cells árið 2001 var hins vegar stökk- pallurinn að frægð The White Strip- es, hún fór sigurför um heiminn. Hin ofurstutta Elephant sem fylgdi innihélt einungis átta lög en þau urðu hvert öðru vinsælli svo fram- tíð sveitarinnar var tryggð. Ekki sak- aði að platan var tekin upp á gamla mátann en í retrótískunni þykir það lofsvert. Nýjasta platan, Get Behind Me Satan er svo enn eitt meistara- stykkið sem hefur fengið frábæra gagnrýni út um allan heim. Á sviði Tónleikar The White Stripes verða í Laugardalshöllinni þann 20. nóv- ember næstkomandi. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 krónur í stúku, auk miðagjalds, og fer miða- sala fram í verslunum Skífunar og á Midi.is. Hljómsveitin hefur þótt frábær á sviði og ganga sumir það langt að segja hana skemmtilegustu tónleikasveit í heimi. agnar.burgess@vbl.is The White Stripes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.