blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 24
24 I TÓWLIST
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum mun ein stærsta
rokkhljómsveit heims heiðra
íslendinga með nærveru sinni og
spila í Laugardalshöll þann 20.
nóvember næstkomandi. Blaðið
kannaði sögu þessarar sérkenni-
legu hljómsveitar.
The White Stripes varð til á Bastillu-
daginn (14. júlí) árið 1997 og sam-
anstendur af þeim Jack White og
Meg White. Sveitinni sem kemur
frá Detroit í Bandaríkjunum er lýst
sem naumhyggju rokkdúett. Hún
tók snemma ástfóstri við litasam-
setninguna rauður/hvítur/svartur
og var hún mjög áberandi á fyrstu
plötunni, The White Stripes árið
1999) sem °g síðari plötum henn-
ar. Litasamsetningin er tekin frá
naumhyggjuhreyfingu sem á rætur
sínar að rekja til Hollands en þang-
að sækja The White Stripes víst tölu-
vert af innblæstri sínum.
Uppleiðin
Jack spilar á gítar og syngur í band-
ffiöCDQ^ECÐæaiSfl
ÉDsmD'oasbflizmiCD
cBiasnzB
/y'
PICTURES KYNNIR
T1]0&
sntcH
MIKIÐTAFjSKEMMTILEGU
— 111 .1 .. m i f J | ■ _
Baksviðs
Ofgar
rnrn
, . .... ,-^Y mi ■■ 11 amí tom
(lWi 1
—y
;
EilMIMIG FAANLEG
dE3DC!?
inu og Meg slær húðir í takt. Upphaf-
lega hugmyndin var að spila einfalt
rokk af gamla skólanum, og hefur sú
ætlun gengið eftir þótt tónlist þeirra
hafi tekið nokkrum brey tingum und-
anfarin misseri. Þau Meg og Jack
komust strax áleiðis á stjörnuhim-
ininn en náðu ekki hæstu hæðum
þrátt fyrir að hafa spilað á tónleika-
ferðalagi með ekki minni hljómsveit-
um en t.d. Pavement. Það var ekki
fyrr en með þriðju plötu sveitarinn-
ar að leiðin á toppinn tók að greiðast
en lög eins og Dead Leaves an the
Dirty Ground og sérstaklega Hotel
Yorba náðu vel til útvarpshlustenda.
Ekki skemmdi fyrir að einföld rokk-
tónlist var þá í bullandi sókn.
Einkalífið
Mikið var rætt um hljómsveitina
þegar hún skaust upp á stjörnuhim-
ininn og fóru slúðurblaðamenn
snemma að velta fyrir sér hver
tengslin milli þessara tveggja sérvitr-
inga væru. Þau Jack og Meg sögðust
sjálf vera systkin en fljótlega fóru
sögusagnir um hjónaband þeirra á
kreik. Þegar skilnaðarpappírar láku
svo út á internetið var fólk ekki leng-
ur í vafa um að kannski væri það
bara enn ein sérviskan að kalla sig
systkini.
Plötur
Fyrsta plata The White Stripes kom
út árið 1999 og hét eftir hljómsveit-
inni. Önnur platan lagði grunninn
að síðari vinsældum fyrrum hjón-
anna. De Stijl kom út aldamótaárið
og heitir eftir hollenskri listastefnu
sem Gerrit Rietveld var í forsvari
fyrir. Hljómur sveitarinnar á þeirri
plötu átti vel við breska tónlistar-
unnendur og fékk mikla umfjöllun
í breskum fjölmiðlum. White Blood
Cells árið 2001 var hins vegar stökk-
pallurinn að frægð The White Strip-
es, hún fór sigurför um heiminn.
Hin ofurstutta Elephant sem fylgdi
innihélt einungis átta lög en þau
urðu hvert öðru vinsælli svo fram-
tíð sveitarinnar var tryggð. Ekki sak-
aði að platan var tekin upp á gamla
mátann en í retrótískunni þykir það
lofsvert. Nýjasta platan, Get Behind
Me Satan er svo enn eitt meistara-
stykkið sem hefur fengið frábæra
gagnrýni út um allan heim.
Á sviði
Tónleikar The White Stripes verða
í Laugardalshöllinni þann 20. nóv-
ember næstkomandi. Miðaverð er
4.500 krónur í stæði og 5.500 krónur
í stúku, auk miðagjalds, og fer miða-
sala fram í verslunum Skífunar og
á Midi.is. Hljómsveitin hefur þótt
frábær á sviði og ganga sumir það
langt að segja hana skemmtilegustu
tónleikasveit í heimi.
agnar.burgess@vbl.is
The White Stripes