blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö Manchester United - Chelsea á morgun: Sir Alex gegn Mourinho Stórleikur helgarinnar í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu er án efa viðureign Manchester United og Chelsea á Old Trafford. Leikurinn fer fram á morgun. Gengi liðanna und- anfarið hefur verið nokkuð áþekkt. Árangur Chelsea í undanförnum fjórum leikjum er; jafntefli við Everton í úrvalsdeildinni, slegnir út af Charlton í deildarbikarnum, sigur 4-2 um síðustu helgi gegn Blackburn í deildinni og tap í miðri viku gegn Real Betis í meistaradeildinni. Árangur Manchester United í und- anförnum fjórum leikjum er; jafn- tefli gegn Tottenham í deildinni, sig- ur gegn Barnet í deildarbikarnum, tap um síðustu helgi gegn Middles- brough í deildinni og tap fyrir Lille í meistaradeildinni í miðri viku. Á þessu sést að það hefur aðeins hrykkt í stoðum þessara iiða að und- anförnu en Chelsea er í langefsta sæti deildarinnar með 31 stig eða þrettán stigum undir United sem er í 7.sæti með 18 stig. United hefur leikið einum leik minna en Chelsea eða 10 leiki. Chelsea hefur ekki tapað í deildinni í 40 ieikjum Chelsea er með 4 sigra á útivelli og eitt jafntefli og enginn tapleikur en United hefur aðeins unnið einn leik á heimavelli, gert tvö jafntefli og tap- að einum leik. Markatala Chelsea á útivelli er glæsileg, 10 mörk skoruð og aðeins tvö fengin á sig á meðan Manchester United hefur aðeins skorað 4 mörk á heimavelli og feng- ið á sig 4 mörk en United vann síðast á heimavelli í deildinni 20.ágúst þeg- ar þeir lögðu Aston Villa. CHELSEA A VELLINUIVS MEÐSNORRA MA ALLTAF Á LAUGARDÖGUM AÐ LEIKSLOKUM HELGARUPPGJOR ÁSUNNUDÖGUMKL 21.00 LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER 12.45 Aston Villa - Liverpool (b) 15.00 Arsenal - Sunderland íb) 15.00 Newcastle - Birmingham EB2 (b) 15.00 Fulham - Man.City EB3 (b) 15.00 Blackburn - Charlton £B4 (b) 15.00 West Ham - WBA 3 (b) 17.15 Portsmouth - Wigan (b) SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 14.00 Everton - Middlesbrough B2 (b) 16.00 Man.Utd - Chelsea íb) MANUDAGUR 7. NOVEMBER 20.00 Bolton - Tottenham (b) TRYGGÐU PÉR ÁSKRIFT SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS EDA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. ICELANDAIR stm FRjÁLSI Ef Chelsea tapar ekki leiknum á morgun, verður það 4i.leikurinn í röð sem liðið leikur í úrvalsdeild- inni án þess að tapa. Arsenal á met- ið, 49 leikir í röð án taps en það var einmitt á síðustu leiktíð sem Manc- hester United stöðvaði sigurgöngu Arsenal í deildinni. Margur knatt- spyrnuunnandinn vonar að United stöðvi sigurgöngu Chelsea, “bara svona til að fá smá spennu í mótið” eins og einn viðmælandi Blaðsins komst að orði og það má alveg taka undir þessi orð þessa áhugamanns. Tímamótaleikur fyrir Sir Alex og Mourinho Chelsea hefur unnið fjóra af síð- ustu sex viðureignum sínum við Manchester United í deild og bikar og gert tvö jafntefli. United vann Chelsea síðast i8.janúar 2003 þegar Paul Scholes og Diego Forlan skor- uðu í 2-1 sigri United. Þetta er 50 leikurinn í ensku úr- valsdeildinni sem Jose Mourinho er við stjórnvölinn hjá Chelsea og þessi leikur er einnig tímamóta- leikur fyrir Sir Alex Ferguson en hann markar 19 ára valdatíð hans hjá Manchester United. Síðan Jose Mourinho tók við Chelsea sumarið 2004 hefur liðið aðeins tapað einum leik í úrvals- deildinni en það var íó.október 2004 þegar Manchester City vann þá 1-0. Eiður Smári hefur skorað 4 mörk gegn United Það má búast við því að Paul Scho- les verði í byrjunarliði Manchest- er United en honum hefur gengið einkar vel að skora fyrir United þegar liðið hefur mætt Chelsea. Scholes hefur skorað 7 mörk gegn þeim bláu. Ruud van Nistelrooy hefur skor- að 8 mörk í deildinni og er tveim- ur mörkum á eftir Frank Lampard miðvallarleikmanni Chelsea sem hefur á þessari leiktíð farið ham- förum í grennd við vítateig and- stæðinga sinna. Eiður Smári Guðjohnsen hefur oftar en ekki leikið mjög vel þeg- ar hann hefur fengið að spila gegn Manchester United. Eiður Smári hefur skorað 4 mörk gegn United í ensku úrvalsdeildinni og það má alveg reikna með því að Jose Mour- inho horfi til þessa í leik morgun- dagsins. Frank Lampard verður án efa í byrjunarliði Chelsea og það verða tímamót fyrir hann því að leik- urinn á morgun verður hans 400 leikur fyrir Chelsea í byrjunarliði félagsins og þetta verður leikur númer 158 í röð hjá honum í ensku úrvalsdeildinni fyrir Chelsea sem er met hjá útileikmanni en David James markvörður á metið 159 leiki í röð fyrir Liverpool 1994-1998. Þá leikur John Terry fyrirliði Chelsea sinn 150 leik í byrjunarliði félagsins. Það er þvi nóg af molum í kring- um þennan leik sem hægt er að velta fyrir sér svona í gamni en dómari leiksins verður Graham Poll. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.