blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÓTTIR
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Manchester United - Chelsea á morgun:
Sir Alex gegn Mourinho
Stórleikur helgarinnar í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu er án
efa viðureign Manchester United og
Chelsea á Old Trafford. Leikurinn fer
fram á morgun. Gengi liðanna und-
anfarið hefur verið nokkuð áþekkt.
Árangur Chelsea í undanförnum
fjórum leikjum er; jafntefli við
Everton í úrvalsdeildinni, slegnir út
af Charlton í deildarbikarnum, sigur
4-2 um síðustu helgi gegn Blackburn
í deildinni og tap í miðri viku gegn
Real Betis í meistaradeildinni.
Árangur Manchester United í und-
anförnum fjórum leikjum er; jafn-
tefli gegn Tottenham í deildinni, sig-
ur gegn Barnet í deildarbikarnum,
tap um síðustu helgi gegn Middles-
brough í deildinni og tap fyrir Lille í
meistaradeildinni í miðri viku.
Á þessu sést að það hefur aðeins
hrykkt í stoðum þessara iiða að und-
anförnu en Chelsea er í langefsta
sæti deildarinnar með 31 stig eða
þrettán stigum undir United sem
er í 7.sæti með 18 stig. United hefur
leikið einum leik minna en Chelsea
eða 10 leiki.
Chelsea hefur ekki tapað
í deildinni í 40 ieikjum
Chelsea er með 4 sigra á útivelli og
eitt jafntefli og enginn tapleikur en
United hefur aðeins unnið einn leik
á heimavelli, gert tvö jafntefli og tap-
að einum leik. Markatala Chelsea á
útivelli er glæsileg, 10 mörk skoruð
og aðeins tvö fengin á sig á meðan
Manchester United hefur aðeins
skorað 4 mörk á heimavelli og feng-
ið á sig 4 mörk en United vann síðast
á heimavelli í deildinni 20.ágúst þeg-
ar þeir lögðu Aston Villa.
CHELSEA
A VELLINUIVS
MEÐSNORRA MA
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
AÐ LEIKSLOKUM
HELGARUPPGJOR
ÁSUNNUDÖGUMKL 21.00
LEIKIR HELGARINNAR
LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER
12.45 Aston Villa - Liverpool (b)
15.00 Arsenal - Sunderland íb)
15.00 Newcastle - Birmingham EB2 (b)
15.00 Fulham - Man.City EB3 (b)
15.00 Blackburn - Charlton £B4 (b)
15.00 West Ham - WBA 3 (b)
17.15 Portsmouth - Wigan (b)
SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER
14.00 Everton - Middlesbrough B2 (b)
16.00 Man.Utd - Chelsea íb)
MANUDAGUR 7. NOVEMBER
20.00 Bolton - Tottenham (b)
TRYGGÐU PÉR ÁSKRIFT
SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS
EDA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS.
ICELANDAIR stm
FRjÁLSI
Ef Chelsea tapar ekki leiknum á
morgun, verður það 4i.leikurinn í
röð sem liðið leikur í úrvalsdeild-
inni án þess að tapa. Arsenal á met-
ið, 49 leikir í röð án taps en það var
einmitt á síðustu leiktíð sem Manc-
hester United stöðvaði sigurgöngu
Arsenal í deildinni. Margur knatt-
spyrnuunnandinn vonar að United
stöðvi sigurgöngu Chelsea, “bara
svona til að fá smá spennu í mótið”
eins og einn viðmælandi Blaðsins
komst að orði og það má alveg taka
undir þessi orð þessa áhugamanns.
Tímamótaleikur fyrir Sir
Alex og Mourinho
Chelsea hefur unnið fjóra af síð-
ustu sex viðureignum sínum við
Manchester United í deild og bikar
og gert tvö jafntefli. United vann
Chelsea síðast i8.janúar 2003 þegar
Paul Scholes og Diego Forlan skor-
uðu í 2-1 sigri United.
Þetta er 50 leikurinn í ensku úr-
valsdeildinni sem Jose Mourinho
er við stjórnvölinn hjá Chelsea og
þessi leikur er einnig tímamóta-
leikur fyrir Sir Alex Ferguson en
hann markar 19 ára valdatíð hans
hjá Manchester United.
Síðan Jose Mourinho tók við
Chelsea sumarið 2004 hefur liðið
aðeins tapað einum leik í úrvals-
deildinni en það var íó.október
2004 þegar Manchester City vann
þá 1-0.
Eiður Smári hefur skorað
4 mörk gegn United
Það má búast við því að Paul Scho-
les verði í byrjunarliði Manchest-
er United en honum hefur gengið
einkar vel að skora fyrir United
þegar liðið hefur mætt Chelsea.
Scholes hefur skorað 7 mörk gegn
þeim bláu.
Ruud van Nistelrooy hefur skor-
að 8 mörk í deildinni og er tveim-
ur mörkum á eftir Frank Lampard
miðvallarleikmanni Chelsea sem
hefur á þessari leiktíð farið ham-
förum í grennd við vítateig and-
stæðinga sinna.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur
oftar en ekki leikið mjög vel þeg-
ar hann hefur fengið að spila gegn
Manchester United. Eiður Smári
hefur skorað 4 mörk gegn United
í ensku úrvalsdeildinni og það má
alveg reikna með því að Jose Mour-
inho horfi til þessa í leik morgun-
dagsins.
Frank Lampard verður án efa í
byrjunarliði Chelsea og það verða
tímamót fyrir hann því að leik-
urinn á morgun verður hans 400
leikur fyrir Chelsea í byrjunarliði
félagsins og þetta verður leikur
númer 158 í röð hjá honum í ensku
úrvalsdeildinni fyrir Chelsea sem
er met hjá útileikmanni en David
James markvörður á metið 159 leiki
í röð fyrir Liverpool 1994-1998.
Þá leikur John Terry fyrirliði
Chelsea sinn 150 leik í byrjunarliði
félagsins.
Það er þvi nóg af molum í kring-
um þennan leik sem hægt er að
velta fyrir sér svona í gamni en
dómari leiksins verður Graham
Poll. ■