blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 47

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 47
blaöið LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 ÍÞRÓTTZR I 47 Enski boltinn um helgina Um helgina fer fram n.um- ferð ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu og umfjöllun um leik Manc- hester United og Chelsea er annarsstaðar á síðunni. Aðrir leikir helgarinnar eru: I dag klukkan 12.45 mætast Aston Villa og Liverpool á Villa Park í Birmingham. Liverpool hefur verið aðeins á uppleið að undanfórnu en sigur í síðustu umferð gegn West Ham var afar þýðingarmikill. Liðið er þó enn í i3.sæti með 13 stig en í 9 leikjum. Aston Villa er þremur sætum neðar en í 11 leikjum. Það má búast við hörkuleik og líkleg úrslit eru jafntefli eða útisigur. Klukkan 15.001 dag eru 5 leikir. Arsenal - Sunderland fer fram á Higbury í London. Þetta ætti að verða auðveldur heimasigur hjá Arsenal og önnur úrslit eru stórslys fyrir Arsene Wenger og hans menn. Blackburn - Charlton fer fram á heimavelli Blackburn. Hermann Hreiðarsson verður án efa í byrjunarliði Charlton en liðið hefur unnið alla sína fimm leiki til þessa á útivelli í deildinni og er 1 ó.sæti með 19 stig en Blackburn er í i2.sæti með 14 stig. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir Hemma Hreiðars og félaga og líklegt er að þeir tapi sínum fyrstu stigum á útivelli á leiktíðinni í þessum leik. Fulham - Manchester City fer fram á Craven Cottage heimavelli Fulham sem er fyrir leikinn í ís.sæti með aðeins 9 stig en City er komið fjórða sæti með 20 stig. Það má teljast líklegt að gott gengi strákanna hans Stuart Pearce í City haldi áfram og þeir vinni Fulham. Newcastle - Birmingham fer fram í Newcastle og þar má fastlega reikna með að Newcastle með Michael Owen og Alan Shearer í fantaformi rúlli upp meiðslahrjáðu liði Birmingham en 11 leik- menn liðsins eru meiddir. West Ham - W.B.A. mætast á Upton Park heimavelli Hamr- anna. West Ham er í 9,sæti með 15 stig en W.B.A. er í fjórða neðsta sæti með 8 stig. Bæði lið töpuðu um síðustu helgi og hvorugu tókst að skora f leik sínum. Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið uppá framhaldið að gera.West Ham til að halda sér í efri hlutanum og W.B.A. til að þoka sér frá fallbaráttunni að sinni. Við skjótum á heimasigur. Klukkan 17.15 í dag leika Portsmouth og Wigan á Fratton Park f Portsmouth. Hvenær springur blaðran hjá Wigan sem er í öðru sæti deildarinn- ar? Kannski verður það í þess- um leik, en þeir gætu hangið á jafntefli sem yrðu mjög góð úrslit fyrir þá. Portsmouth er f i4.sæti með 10 stig en þeir burst- uðu Sunderland um síðustu helgi 1-4 sem gefur þeim aukið sjálfstraust fyrir þennan leik. lan Rush - lcelandair Masters í dag Icelandair og enska knattspyrnugoð- ið Ian Rush flautuðu til leiks í gær á fótboltamóti fyrir lengra komna knattspyrnumenn, eins og segir í fréttatilkynningu mótsins. Þarna verða samankomnir marg- ir frægir fótboltamenn frá Englandi sem og héðan frá íslandi. Frá Eng- landi má nefna Ian Rush, John Wark, Tony Woodcock, Graham Rix, Frank Stapleton, Clayton Blackmore og Jan Mölby. Sky Sports íþróttasjónvarpsstöðin er að auki hér á landi að gera sérstak- an þátt um mótið. Margir af þekktari knattspyrnu- mönnum okkar Islendinga á undan- förnum áratugum verða með í þessu móti og leika undir merkjum Ice- landair. Leikmennirnir eru; Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson, Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Arn- ór Guðjohnsen, Sverrir Sverrisson, Arnar Gunnlaugsson, Kristinn Tóm- asson og markvörðurinn Þorsteinn Bjarnason. Þó svo að þessir leikmenn séu komnir af léttasta skeiði, þá þarf topp- dómara því oft er það þannig að hug- urinn ber menn lengra en getan, eða þannig. Kristinn Jakobsson, Gylfi Þór Orrason, Garðar Örn Hinriksson, Erlendur Eiríksson og Eyjólfur Ólafs- son verða dómarar á mótinu. Orslitin hefjast klukkan 13.00 í dag í Egilshöllinni. B BlaíiS/Frikki Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu Jón Hjartarson rithöfundur og leikari skráði Við fögnum útgáfunni með skemmtun í Kringlunni laugardaginn 5. nóvember kl. 14 Fram koma ■ jÉHnHHI Sigríður Þorvaldsdóttir WsBbKíÍmÆjSBsm£HB& Þórunn Lárusdóttir jón Hjartarson 'fHP1 Ingibjörg Lárusdóttir og fleiri. Þetta er skemmtileg bók um skemmtilega, jákvæða og sem sannarlega hefur þurft á þeim eiginleikum að halda til að takast á við lífið. Sérstakt tilboð í verslununum Mál og menning, Penninn og Eymundsson: 3380 kr.l um ramma þi;/7 >a(dsdt'óttw lakkonu ml HP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.